Síða 1 af 1

Óska eftir rafhlöðu í Samsung Galaxy S2 - gefins

Sent: Mið 15. Apr 2015 19:11
af thiwas
Góðan dag,

Mig langaði að athuga hvort það væri einhver hérna sem ætti notaða rafhlöðu (sem virkar) í Samsung Galaxy S2 sem ég gæti fengið gefins.

Málið er að ég er með einn gamlan S2 síma og mig langar að vita hvort rafhlaðan mín sé að gefa sig áður en ég fer að kaupa nyja eða hvort það sé síminn sem er að klikka.

kv.

Sent: Mið 15. Apr 2015 22:48
af KermitTheFrog
Held ég eigi eina ónotaða heima. Læt þig vita ef ég man að Tékka.

Re: Óska eftir rafhlöðu í Samsung Galaxy S2 - gefins

Sent: Fim 16. Apr 2015 01:45
af Snorrmund
Er hann nýlega byrjaður að láta eins og rafhlaðan sé eitthvað tæp? Minn S2 byrjaði fyrir svona 2-3 vikum að slökkva á sér í þungri keyrslu og fara ekki í gang nema að vera settur í hleðslu aftur.

Re: Óska eftir rafhlöðu í Samsung Galaxy S2 - gefins

Sent: Fim 16. Apr 2015 09:56
af thiwas
Þetta lýsir sér þannig að hann er kannski fullhlaðinn og þegar hann er tekinn úr sambandi er hægt að vera í honum eitthvað , en ef opnaður er vafri á símanum t.d. þá deyr hann bara og þegar hann er ræstur aftur, er kannski rafhlaðan komin niðrí 30 % og ef hann er svo endurræstur aftur, þá er rafhlaðan kannski komin í 60 %

Prófaðirðu að nota aðra rafhlöðu ?

Re: Óska eftir rafhlöðu í Samsung Galaxy S2 - gefins

Sent: Fim 16. Apr 2015 13:29
af Snorrmund
thiwas skrifaði:Þetta lýsir sér þannig að hann er kannski fullhlaðinn og þegar hann er tekinn úr sambandi er hægt að vera í honum eitthvað , en ef opnaður er vafri á símanum t.d. þá deyr hann bara og þegar hann er ræstur aftur, er kannski rafhlaðan komin niðrí 30 % og ef hann er svo endurræstur aftur, þá er rafhlaðan kannski komin í 60 %

Prófaðirðu að nota aðra rafhlöðu ?


Þetta er ekkert ósvipað og er í gangi hjá mér, nema að ég get aldrei kveikt á símanum aftur fyrrenn að ég set hann í hleðslu, og það er allur gangur á því hvað batteríið dettur mikið niður, stundum bara 5-10% en stundum fer það alveg niður í núll.

Ég er bara viss um að í mínu tilfelli er þetta ekki batteríið þar sem að þetta byrjaði svo skyndilega(2-3 vikur síðan), einnig ef að ég set símann á flight mode þá virðist hann skána svoldið, gat t.d. hlustað á tónlist í heyrnatólunum samlfleytt í 4 tíma um daginn og samt féll rafhlaðan ekkert óeðlilega við það.

Hef því miður ekki haft tækifæri á því að prufa aðra rafhlöðu, það var einmitt ætlunin að reyna það, kemst líklegast ekkert í að prufa það fyrrenn eftir 10-14 daga. Þú mátt endilega láta vita hvernig þetta fer hjá þér ef þú nærð að redda þér annari rafhlöðu.

Re: Óska eftir rafhlöðu í Samsung Galaxy S2 - gefins

Sent: Fim 16. Apr 2015 13:33
af einarhr
Ég á eina gamla sem virkar en ekki í toppstandi sem þú getur fengið hjá mér, annars kostar ný aftermarket 3000 kr í símabúðinni í Ármúlanum.

Re: Óska eftir rafhlöðu í Samsung Galaxy S2 - gefins

Sent: Fim 16. Apr 2015 13:53
af playman
Snorrmund skrifaði:
thiwas skrifaði:Þetta lýsir sér þannig að hann er kannski fullhlaðinn og þegar hann er tekinn úr sambandi er hægt að vera í honum eitthvað , en ef opnaður er vafri á símanum t.d. þá deyr hann bara og þegar hann er ræstur aftur, er kannski rafhlaðan komin niðrí 30 % og ef hann er svo endurræstur aftur, þá er rafhlaðan kannski komin í 60 %

Prófaðirðu að nota aðra rafhlöðu ?


Þetta er ekkert ósvipað og er í gangi hjá mér, nema að ég get aldrei kveikt á símanum aftur fyrrenn að ég set hann í hleðslu, og það er allur gangur á því hvað batteríið dettur mikið niður, stundum bara 5-10% en stundum fer það alveg niður í núll.

Ég er bara viss um að í mínu tilfelli er þetta ekki batteríið þar sem að þetta byrjaði svo skyndilega(2-3 vikur síðan), einnig ef að ég set símann á flight mode þá virðist hann skána svoldið, gat t.d. hlustað á tónlist í heyrnatólunum samlfleytt í 4 tíma um daginn og samt féll rafhlaðan ekkert óeðlilega við það.

Hef því miður ekki haft tækifæri á því að prufa aðra rafhlöðu, það var einmitt ætlunin að reyna það, kemst líklegast ekkert í að prufa það fyrrenn eftir 10-14 daga. Þú mátt endilega láta vita hvernig þetta fer hjá þér ef þú nærð að redda þér annari rafhlöðu.

Búinn að prófa að factory reset hann?

Re: Óska eftir rafhlöðu í Samsung Galaxy S2 - gefins

Sent: Fim 16. Apr 2015 14:54
af Snorrmund
playman skrifaði:Búinn að prófa að factory reset hann?


Neibb, prufa það kannski þegar ég kemst í stöðugra net(10-14 daga..) Nenni ekki að standa í því á bara 3G. Svo er ég nú að spá í að endurnýja jafnvel í lok mánaðara þannig að þá verður þetta vandamál vonandi úr sögunni! ;)

Re: Óska eftir rafhlöðu í Samsung Galaxy S2 - gefins

Sent: Mán 11. Maí 2015 09:54
af frr
Factory reset er það fyrsta sem þú ættir að prófa.

Re: Óska eftir rafhlöðu í Samsung Galaxy S2 - gefins

Sent: Mán 11. Maí 2015 10:56
af MeanGreen
Snorrmund skrifaði:
thiwas skrifaði:Þetta lýsir sér þannig að hann er kannski fullhlaðinn og þegar hann er tekinn úr sambandi er hægt að vera í honum eitthvað , en ef opnaður er vafri á símanum t.d. þá deyr hann bara og þegar hann er ræstur aftur, er kannski rafhlaðan komin niðrí 30 % og ef hann er svo endurræstur aftur, þá er rafhlaðan kannski komin í 60 %

Prófaðirðu að nota aðra rafhlöðu ?


Þetta er ekkert ósvipað og er í gangi hjá mér, nema að ég get aldrei kveikt á símanum aftur fyrrenn að ég set hann í hleðslu, og það er allur gangur á því hvað batteríið dettur mikið niður, stundum bara 5-10% en stundum fer það alveg niður í núll.

Ég er bara viss um að í mínu tilfelli er þetta ekki batteríið þar sem að þetta byrjaði svo skyndilega(2-3 vikur síðan), einnig ef að ég set símann á flight mode þá virðist hann skána svoldið, gat t.d. hlustað á tónlist í heyrnatólunum samlfleytt í 4 tíma um daginn og samt féll rafhlaðan ekkert óeðlilega við það.

Hef því miður ekki haft tækifæri á því að prufa aðra rafhlöðu, það var einmitt ætlunin að reyna það, kemst líklegast ekkert í að prufa það fyrrenn eftir 10-14 daga. Þú mátt endilega láta vita hvernig þetta fer hjá þér ef þú nærð að redda þér annari rafhlöðu.

Þetta gerðist við minn Galaxy S2, byrjaði svona skyndilega, og ég hélt að þetta væri síminn að bila en ekki rafhlaðan. Ég prufaði samt að kaupa rafhlöðu í Símabæ og hann virkaði fínt eftir það.

Re: Óska eftir rafhlöðu í Samsung Galaxy S2 - gefins

Sent: Mán 11. Maí 2015 14:05
af Snorrmund
Prufaði factory reset, en hann skánaði ekkert við það. Ef ég slekk á WiFi og 3G þá virkar hann samt eðlilega. Keypti mér bara S6 og vandamálið er úr sögunni :) Nota núna bara gamla símann sem mp3 spilara í vinnunni ;)