Portable USB charger

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.
Skjámynd

Höfundur
I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Portable USB charger

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Sun 12. Jan 2014 19:29

Sælir vaktarar, var að velta því fyrir mér hvort að einhver héðan viti hvar sé hægt að fá svona ferðabatterí hér á landi. Var búinn að skoða þetta: http://www.amazon.co.uk/10000mAh-Portab ... r+astro+3e

En Amazon senda ekki þessar græjur til Íslands. Allar ábendingar eru vel þegnar.



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf Yawnk » Sun 12. Jan 2014 19:43

I-JohnMatrix-I skrifaði:Sælir vaktarar, var að velta því fyrir mér hvort að einhver héðan viti hvar sé hægt að fá svona ferðabatterí hér á landi. Var búinn að skoða þetta: http://www.amazon.co.uk/10000mAh-Portab ... r+astro+3e

En Amazon senda ekki þessar græjur til Íslands. Allar ábendingar eru vel þegnar.

http://www.computer.is/flokkar/781/ Eitthvað svona?




elri99
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf elri99 » Sun 12. Jan 2014 19:47

aliexpress.com ef þér liggur ekki mikið á.



Skjámynd

Höfundur
I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Sun 12. Jan 2014 19:48

Yawnk skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:Sælir vaktarar, var að velta því fyrir mér hvort að einhver héðan viti hvar sé hægt að fá svona ferðabatterí hér á landi. Var búinn að skoða þetta: http://www.amazon.co.uk/10000mAh-Portab ... r+astro+3e

En Amazon senda ekki þessar græjur til Íslands. Allar ábendingar eru vel þegnar.

http://www.computer.is/flokkar/781/ Eitthvað svona?


Akkúrat svona græjur, væri reyndar til í önnur merki og ca 10000 mah þessir ná bara 7000 mah. Góð ábending samt sem áður :happy

@elri99

var búinn að sjá þetta á aliexpress en ég nenni bara ekkii að bíða í fleiri mánuði eftir þessu :megasmile




Magni81
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 16:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf Magni81 » Sun 12. Jan 2014 21:17

http://www.rsimport.is/?cat=27

Garmin er með eitthvað.

Powergorilla V2 Stærð rafhlöðu : 21.000mAh (6 x 3500mAh)



Skjámynd

Höfundur
I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Sun 12. Jan 2014 23:02

Þetta eru bara svo miklir hlunkar miðað við capacity hjá þeim. Svo eru verðin alveg hlægileg miðað við að panta þetta að utan og borga toll + vsk. Þakka ábendinguna samt.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf Pandemic » Mán 13. Jan 2014 00:04

Á einmitt þennan Anker gaur og þetta er mesta snilld sem ég veit um. Er að ná svona 4 hleðslum með honum fyrir Galaxy Nexus. Helvíti fínt ef maður er á djamminu og síminn verður batteríslaus eða bara allstaðar þar sem maður þarf auka hleðslu.
Þetta kvikindi hleður líka mjög hratt 2Amp. Hinsvegar tekur heilan dag að hlaða vararafhlöðuna sjálfa.



Skjámynd

Höfundur
I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mán 13. Jan 2014 00:08

Pandemic skrifaði:Á einmitt þennan Anker gaur og þetta er mesta snilld sem ég veit um. Er að ná svona 4 hleðslum með honum fyrir Galaxy Nexus. Helvíti fínt ef maður er á djamminu og síminn verður batteríslaus eða bara allstaðar þar sem maður þarf auka hleðslu.
Þetta kvikindi hleður líka mjög hratt 2Amp. Hinsvegar tekur heilan dag að hlaða vararafhlöðuna sjálfa.


Snilld, held ég panti þennan Anker Astro e3 bara af aliexpress.

http://www.aliexpress.com/item/100-Orig ... 72005.html




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf Klemmi » Mán 13. Jan 2014 11:20




Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf dori » Mán 13. Jan 2014 11:58

Hvað tekur sirka langan tíma að fá græjur til landsins sem eru pantaðar af AliExpress? Er þetta svipað dæmi og Dx þar sem maður gæti þurft að bíða í 2-8 vikur?

Þessi AstroE3 lúkkar vel en ég geymi kvótann "græjur sem ég fæ mánuðum eftir að ég borga" fyrir hluti sem ég styrki á Kickstarter (og öðrum slíkum síðum).




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf Klemmi » Mán 13. Jan 2014 13:12

dori skrifaði:Hvað tekur sirka langan tíma að fá græjur til landsins sem eru pantaðar af AliExpress? Er þetta svipað dæmi og Dx þar sem maður gæti þurft að bíða í 2-8 vikur?

Þessi AstroE3 lúkkar vel en ég geymi kvótann "græjur sem ég fæ mánuðum eftir að ég borga" fyrir hluti sem ég styrki á Kickstarter (og öðrum slíkum síðum).


M.v. mína reynslu má búast við 3-4 vikum, þetta er þó auðvitað sent með ódýrustu mögulegu sendingu sem almennt er ekki gefinn neinn "mesti tími" fyrir til eyjur við enda alheims líkt og Ísland.



Skjámynd

eriksnaer
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2012 12:28
Reputation: 3
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf eriksnaer » Mán 13. Jan 2014 13:30

fékk a 5 dögum snetriskjá í spjaldtölvu í free shipping...


Intel® Core™ i5-9400F - RTX™ 2060 6GB - 16GB DDR 4 2666 Mhz ( Dual channel) - 500GB Samsung SSD M.2 Nvme


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf Klemmi » Mán 13. Jan 2014 14:21

eriksnaer skrifaði:fékk a 5 dögum snetriskjá í spjaldtölvu í free shipping...


Fer að sjálfsögðu eftir því hvaðan það er sent og ekki allt free shipping er ódýrasta mögulega. Það er hins vegar reglan frekar en undantekningin þegar verið er að panta frá síðum eins og dx.com og AliExpress :)

Ég er ekki að kvarta, mér liggur almennt ekki mikið á hlutunum og myndi ekki borga meira fyrir hraðara shipping.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf dori » Mán 13. Jan 2014 14:40

Algjörlega, bara fínt að vita svona hluti sirka fyrirfram. Ég hef alltaf ætlað að eiga svona græju sem getur djúsað símann eða tablet upp a.m.k. 1-2x ef maður færi í t.d. að taka upp eitthvað mikið vídjó á símann. Það er náttúrulega ekkert nauðsynlegur hlutur og algjörlega eitthvað sem maður getur beðið eftir.

Þessi þarna kostar kominn heim ca. 7500 kr. þannig að það er 10Ah@~7500 kr. vs. 5.2Ah@5000 kr.

Hvað er PNY græjan stór? Þessi á AE er ca. 14x7x1.5cm. Er PNY mikið minni (ég giska á 10x4x2cm m.v. myndir)?

Bætt við: Mér finnst lélegt að PNY gefi þessar upplýsingar ekki upp á vefsíðunni sinni.

Bætt við aftur: Fann hérna að þetta er 9.7x2.2x2.3cm (ég kaupi það samt ekki alveg og væri alveg til í að fá staðfesta stærð).



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4324
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf chaplin » Mán 13. Jan 2014 14:46

@Klemmi: Hvernig er þetta með ábyrgðina á svona tækjum þar sem þetta er í raun bara stór rafhlaða, er þetta í 1 eða 2 ára ábyrgð?


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf Klemmi » Mán 13. Jan 2014 17:33

chaplin skrifaði:@Klemmi: Hvernig er þetta með ábyrgðina á svona tækjum þar sem þetta er í raun bara stór rafhlaða, er þetta í 1 eða 2 ára ábyrgð?


Fyrirtæki nefna almennt 1 árs ábyrgð á hleðslurafhlöður undir þeim formerkjum að þær séu rekstrarvara sem séu með takmarkaðan endingartíma sem almennt helst vel í hendur við aðstæður og notkun.

Eftir því sem ég bezt veit að þá hefur aldrei látið reyna á það fyrir dómi. Það hafa mál farið til Neytendastofu sem síðar hefur gefið sitt mat. Ég man bara eftir að hafa lesið eitt slíkt mat varðandi rafhlöður og þá var matið að rafhlöður væru ekki frábrugðin öðrum raftækjum þegar kemur að ábyrgð og ætti því að vera gild 2 ára ábyrgð á þeim.

Í flestum tilfellum endast hleðslurafhlöður nú í a.m.k. 2 ár, með eðlilegri rýrnun. Ég veit ekki hvort ég er sammála Neytendastofu hvað þetta varðar, þar sem maður getur auðveldlega stútað hleðslurafhlöðum með "eðlilegri" notkun, þrátt fyrir að hafa ekki ætlað sér það, sem ekki á við um önnur raftæki.

dori skrifaði:Þessi þarna kostar kominn heim ca. 7500 kr. þannig að það er 10Ah@~7500 kr. vs. 5.2Ah@5000 kr.


Sýnist að hún kosti 8.500kr.- heim komin, sbr. mynd að neðan. Við þetta bætist svo 550kr.- umsýslugjald hjá Íslandspósti.

dori skrifaði:Hvað er PNY græjan stór? Þessi á AE er ca. 14x7x1.5cm. Er PNY mikið minni (ég giska á 10x4x2cm m.v. myndir)?

Bætt við: Mér finnst lélegt að PNY gefi þessar upplýsingar ekki upp á vefsíðunni sinni.

Bætt við aftur: Fann hérna að þetta er 9.7x2.2x2.3cm (ég kaupi það samt ekki alveg og væri alveg til í að fá staðfesta stærð).


Sammála því að það er lélegt að láta ekki málin á gripnum fylgja, er því miður ekki með á hreinu hver þau eru. Er þó sammála þér að mér finnst ólíklegt að hann sé jafn kassalaga og þarna segir, þ.e. 2.2x2.3cm, held að breiddin sé meiri heldur en dýptin.
Viðhengi
Capture.PNG
Capture.PNG (24.5 KiB) Skoðað 1232 sinnum



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Portable USB charger

Pósturaf dori » Mán 13. Jan 2014 21:38

Ó, ég reiknaði ekki með 10% tolli (gerði ráð fyrir að það væri bara vsk). En já, þá er það ~9000 kall, PNY fer að hljóma betur og betur.

Ég fann eftir að ég skrifaði þetta (og nennti ekki að bæta við í 3ja sinn) að þetta er 104.1 x 43.2 x 22.9 mm: hér.