[TS] Nokia 5230 GSM með GPS nýtist vel sem leiðsögutæki

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

[TS] Nokia 5230 GSM með GPS nýtist vel sem leiðsögutæki

Pósturaf Sera » Sun 14. Júl 2013 18:39

Til sölu Nokia 5230 GSM sími með snertiskjá og GPS. Síminn er keyptur í júlí 2010 og virkar fullkomlega.

Hann kemur með festingu í bíl og er snilld að nota hann sem GPS leiðsögutæki. Ég hef notað hann með Íslandskorti, USA og Spán og ekkert mál að setja inn fleiri kort í gegnum Nokia maps forritið ókeypis.
Síminn kemur ný uppsettur og því eru engin kort inni í honum eftir uppsetningu. Nýr eigandi þarf því að sækja Nokia Maps forritið á netið og setja inn þau kort sem hann vill í símann ef nota á hann sem GPS leiðsögutæki. 2Gb minniskort er í símanum.

Síminn er vel með farinn og virkar fínt. Verð: 10.000 kr.

Hér eru upplýsingar um símann: http://www.gsmarena.com/nokia_5230-2909.php
Viðhengi
nokia.jpg
nokia.jpg (136.83 KiB) Skoðað 187 sinnum


*B.I.N. = Bilun í notanda*