Síða 1 af 1

Hugmynd að nýju tölvuborði

Sent: Fim 29. Nóv 2012 04:26
af Steini B
Sælar

Ætla að fá mér nýtt tölvuborð, get líklega fengið svona hornplötu
þannig að ég ákvað að leika mér aðeins með það í Google Sketchup og finnst útkoman koma nokkuð vel út
Hvað finnst ykkur?

Mynd

Er reyndar að spá í að í staðinn fyrir allar nema eina löpp að nota frekar L festingar sem festir það við vegginn


Já og jólabjórinn hjálpaði mér aðeins þannig að ég varð að setja hann í cupholderinn :sleezyjoe (veit reyndar ekki nákvæmlega hvar ég mundi vilja hafa hann)

Re: Hugmynd að nýju tölvuborði

Sent: Fim 29. Nóv 2012 06:58
af upg8
virkar þægilegt, myndi samt huga að því að það er mögulegt að tölvurnar valdi miklum titringi sem getur leitt út í skrifborðið og valdið mjög svo leiðinlegu hljóði. Annaðhvort að hafa hillurnar undir tölvunum mjög stöðugar eða að þær gefi eftir. Þú verður væntanlega með gúmmífætur á tölvunum.

Re: Hugmynd að nýju tölvuborði

Sent: Fim 29. Nóv 2012 12:11
af Swanmark
Afhverju ertu með tvær tölvur, tvo skjái, tvö lyklaborð, tvær mýs?

Ein tölva, tveir skjáir, eitt lyklaborð, ein mús...

Re: Hugmynd að nýju tölvuborði

Sent: Fim 29. Nóv 2012 12:18
af TraustiSig
Eða http://www.inputdirector.com/

2 tölvur, 2 skjáir, ein mús og lyklaborð :)

Re: Hugmynd að nýju tölvuborði

Sent: Fim 29. Nóv 2012 13:07
af Squinchy
Hvað með veggfestingar fyrir skjánna ?

Re: Hugmynd að nýju tölvuborði

Sent: Fim 29. Nóv 2012 16:46
af Steini B
upg8 skrifaði:virkar þægilegt, myndi samt huga að því að það er mögulegt að tölvurnar valdi miklum titringi sem getur leitt út í skrifborðið og valdið mjög svo leiðinlegu hljóði. Annaðhvort að hafa hillurnar undir tölvunum mjög stöðugar eða að þær gefi eftir. Þú verður væntanlega með gúmmífætur á tölvunum.

Hef engar áhyggjur af því, eru allavega alveg til friðs eins og þær eru núna


Swanmark skrifaði:Afhverju ertu með tvær tölvur, tvo skjái, tvö lyklaborð, tvær mýs?

Ein tölva, tveir skjáir, eitt lyklaborð, ein mús...

Það kemur nú fyrir að við erum 2 að spila saman.....

Önnur er samt aðalega notuð fyrir skjávarpann í stofunni,
litli skjárinn er btw tengdur við báðar tölvurnar


Squinchy skrifaði:Hvað með veggfestingar fyrir skjánna ?

Var að spá í því, en hentar mér betur að vera með þá lausa

Re: Hugmynd að nýju tölvuborði

Sent: Fim 29. Nóv 2012 17:42
af littli-Jake
verður ekki leiðinlegt að vera alltaf með tölvurnar fyrir framan lappirnar?