Síða 1 af 1

Gott verð á HDD

Sent: Fös 04. Júl 2025 10:50
af Snaevar
Bara smá FYI

Ofar/Origo eru með flott tilboð á Seagate Exos hér: https://ofar.is/tolvur-og-skjair/ihluti ... -box-33262

16TB á 47.515kr. Gerir u.þ.b. 2970kr / TB

Maður er vanalega að borga 4-5þ per TB hér á Íslandi.

Ath, engin tenging hjá mér við Ofar/Origo, diskar kosta mikið og ég kannast vel við það, svo ég vildi bara benda ykkur á þetta :)

Re: Gott verð á HDD

Sent: Lau 05. Júl 2025 23:35
af Longshanks
Awesome!

Re: Gott verð á HDD

Sent: Sun 06. Júl 2025 17:40
af Hjaltiatla
Freystandi :)

Re: Gott verð á HDD

Sent: Mán 22. Des 2025 20:33
af gilli666
Snaevar skrifaði:Bara smá FYI

Ofar/Origo eru með flott tilboð á Seagate Exos hér: https://ofar.is/tolvur-og-skjair/ihluti ... -box-33262

16TB á 47.515kr. Gerir u.þ.b. 2970kr / TB

Maður er vanalega að borga 4-5þ per TB hér á Íslandi.

Ath, engin tenging hjá mér við Ofar/Origo, diskar kosta mikið og ég kannast vel við það, svo ég vildi bara benda ykkur á þetta :)



Takk :happy Ennþá í dag er þetta solid, var að enda við að sækja 2. Að vísu eru þeir aðeins búnir að hækka, en ekkert miðað við búllurnar.

Re: Gott verð á HDD

Sent: Mán 22. Des 2025 21:08
af DJOli
Af hverju ætli Origo/Ofar séu ekki komnir á vaktina?

Re: Gott verð á HDD

Sent: Mán 22. Des 2025 21:24
af GuðjónR
DJOli skrifaði:Af hverju ætli Origo/Ofar séu ekki komnir á vaktina?

Origo/Ofar = Tölvutækni

Re: Gott verð á HDD

Sent: Mán 22. Des 2025 21:38
af audiophile
GuðjónR skrifaði:
DJOli skrifaði:Af hverju ætli Origo/Ofar séu ekki komnir á vaktina?

Origo/Ofar = Tölvutækni


Þú meinar Tölvutek?

Re: Gott verð á HDD

Sent: Mán 22. Des 2025 22:20
af GuðjónR
audiophile skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
DJOli skrifaði:Af hverju ætli Origo/Ofar séu ekki komnir á vaktina?

Origo/Ofar = Tölvutækni


Þú meinar Tölvutek?

Já Tölvutek! :face :D

Re: Gott verð á HDD

Sent: Þri 23. Des 2025 21:41
af johnbig
Ég var að kaupa 5x16tb seagate ironwolf á 65k stykkið.
þessir hefðu verið alveg eðal í þetta verkefni.
enda uppselt hjá þeim

Re: Gott verð á HDD

Sent: Þri 23. Des 2025 21:54
af GuðjónR
johnbig skrifaði:Ég var að kaupa 5x16tb seagate ironwolf á 65k stykkið.
þessir hefðu verið alveg eðal í þetta verkefni.
enda uppselt hjá þeim

325k fyrir spinning disks...
Hef ekki notað svoleiðis í ... 7 ár ef ég man rétt.

Re: Gott verð á HDD

Sent: Mið 24. Des 2025 09:43
af ABss
Hvað kosta 80TB af SSD?

Re: Gott verð á HDD

Sent: Mið 24. Des 2025 09:57
af brain
ABss skrifaði:Hvað kosta 80TB af SSD?


Ekki miðið ef þú átt nóg að peningum. 10 x 8TB, ca $ 8-9000

Sumir eyða 50 mills í bíl og 250 mills í hús

bara skiptimynt að eyða ca milljón í 80 TB.

Re: Gott verð á HDD

Sent: Mið 24. Des 2025 11:30
af ABss
Jájá, það á við um allt. 1kg af trufflum út á seríósið, flott.

Re: Gott verð á HDD

Sent: Mið 24. Des 2025 11:50
af johnbig
já, það var aðalega að 7tb SSD NAS grade ssd diskur kostar 322þ stk,
ég fékk um 55. terrabyte fyrir ekki mikið meira. eða um 349 þ fyrir 5 stk, 69.900 kr, ég er nokkuð sáttur,

hefði viljað kaupa þessa synology diska frekar bara útaf þessu pre DS7.3 diska einokun, en það er að hluta aflétt, þeir aflétta svo M2 seinna, en get notað pro980 m2 diska fyrir cache eins og er.