Eftir 13 ár var ég að skrá mig inn hérna aftur. Er að setja tölvu sama fyrir strákinn en hann fékk góða fartölvu fyrir 3 árum og er hún ekki nógu góð fyrir hann vill hann borðtölvu. Núna er ég mjög ryðgaður í þessu og hef verið lesa mig til. Hann spila aðalega BeamNG.drive.
be quiet! Dark Rock Pro 5 Quiet Cooling CPU Cooler | Immensely High Airflow | 7 high-Performance Copper Heat Pipes | Speed Switch | Thermal Grease | BK036
Þegar maður er að setja hluti saman (td þegar meður er að elda) er sniðugt að hafa þá í smá jafnvægi. Ekki nákvæmu jafnvægi því það getur verið ágætt að hafa einhverja umframgetu hér og þar.
Þessi tillaga þín er hinsvegar ekki í neinu minnsta jafnvægi. Ég hef alveg séð svona jafnvægislaust stöff áður og það hryggir mig.
Dæmi kælingin er stórkostlegt "overkill" fyrir Ryzen 7 7700X og hið sama má segja um móðurborðið og aflgjafann. Svo er nottla næstum ekkert vit í að splæsa í 4TB SSD akkúrat núna, kannski eftir svona 2 ár.
Þarna úir og grúir af "premium" hlutum sem eiga að styðja af mikilli ofrausn við "úreltan" örgjörva og máttlaust skjákort. Fyrir sama pening geturðu fengið miklu betri tölvu með því að bæta örgjörvann og skákortið en draga úr óþörfum fjárútlátum á öðrum stöðum.
Þú getur líka fengið tölvu með sömu getu og tillagan þín er, fyrir miklu minni pening með því kaupa miklu ódýrari móðurborð, kælingu og aflgjafa, Nei þú tapar engu, bara "græðir".
Re: 13 árum siðar
Sent: Mið 25. Jún 2025 07:01
af Moldvarpan
AntiMagic skrifaði:Eftir 13 ár var ég að skrá mig inn hérna aftur. Er að setja tölvu sama fyrir strákinn en hann fékk góða fartölvu fyrir 3 árum og er hún ekki nógu góð fyrir hann vill hann borðtölvu. Núna er ég mjög ryðgaður í þessu og hef verið lesa mig til. Hann spila aðalega BeamNG.drive.
be quiet! Dark Rock Pro 5 Quiet Cooling CPU Cooler | Immensely High Airflow | 7 high-Performance Copper Heat Pipes | Speed Switch | Thermal Grease | BK036
Hvað er budgetið fyrir þetta build? Hvað er strákurinn þinn gamall?
Það má optimizea þetta sem þú settir inn. 64GB í ram er óþarfi fyrir leiki, 32GB er nóg. Persónulega tæki ég Intel og Nvidia, en menn skiptast þar oft í hópa/lið.
Myndi mæla með að kaupa þetta hjá Tölvutækni. Oftast bestu verðin og góð þjónusta.
Re: 13 árum siðar
Sent: Mið 25. Jún 2025 11:43
af AntiMagic
Sinnumtveir skrifaði:Þegar maður er að setja hluti saman (td þegar meður er að elda) er sniðugt að hafa þá í smá jafnvægi. Ekki nákvæmu jafnvægi því það getur verið ágætt að hafa einhverja umframgetu hér og þar.
Þessi tillaga þín er hinsvegar ekki í neinu minnsta jafnvægi. Ég hef alveg séð svona jafnvægislaust stöff áður og það hryggir mig.
Dæmi kælingin er stórkostlegt "overkill" fyrir Ryzen 7 7700X og hið sama má segja um móðurborðið og aflgjafann. Svo er nottla næstum ekkert vit í að splæsa í 4TB SSD akkúrat núna, kannski eftir svona 2 ár.
Þarna úir og grúir af "premium" hlutum sem eiga að styðja af mikilli ofrausn við "úreltan" örgjörva og máttlaust skjákort. Fyrir sama pening geturðu fengið miklu betri tölvu með því að bæta örgjörvann og skákortið en draga úr óþörfum fjárútlátum á öðrum stöðum.
Þú getur líka fengið tölvu með sömu getu og tillagan þín er, fyrir miklu minni pening með því kaupa miklu ódýrari móðurborð, kælingu og aflgjafa, Nei þú tapar engu, bara "græðir".
Takk fyrir svarið
Hvað mundiru breytta til væri ekki overkill báða downgrade og upgrade
AMD Ryzen 7 7800X3D var eimitt var pæla þessum eða Ryzen 9 sá að þessi örgava kæli var svoldið stór og mikil aflgafinn var pæla í 850. Hvaða skjákosrt myndiru mæla með annars.
Þetta setup kostar mi 224k í USA tók það ekki fram en ég kaupi allt í USA fer það oft út.
Re: 13 árum siðar
Sent: Mið 25. Jún 2025 11:48
af AntiMagic
Moldvarpan skrifaði:
AntiMagic skrifaði:Eftir 13 ár var ég að skrá mig inn hérna aftur. Er að setja tölvu sama fyrir strákinn en hann fékk góða fartölvu fyrir 3 árum og er hún ekki nógu góð fyrir hann vill hann borðtölvu. Núna er ég mjög ryðgaður í þessu og hef verið lesa mig til. Hann spila aðalega BeamNG.drive.
be quiet! Dark Rock Pro 5 Quiet Cooling CPU Cooler | Immensely High Airflow | 7 high-Performance Copper Heat Pipes | Speed Switch | Thermal Grease | BK036
Hvað er budgetið fyrir þetta build? Hvað er strákurinn þinn gamall?
Það má optimizea þetta sem þú settir inn. 64GB í ram er óþarfi fyrir leiki, 32GB er nóg. Persónulega tæki ég Intel og Nvidia, en menn skiptast þar oft í hópa/lið.
Myndi mæla með að kaupa þetta hjá Tölvutækni. Oftast bestu verðin og góð þjónusta.
Takk fyrir svarið
Hann er 17 ára með einhverfu. Tala er ég reyna halda 200þús en þessi kostar mig 224þús en þetta veslað í USA. Siðast var gert 2010. Held þessi tölva væri 450k eöa meira hérna heima.
Ekkert móti þjónstu hér heima en það sem erlendis er ofast mun betri.
Re: 13 árum siðar
Sent: Mið 25. Jún 2025 12:15
af Moldvarpan
Ok en ertu að hugsa þér að fara í tölvubúð eða panta á netinu?
Þetta er það sem ég myndi kaupa fyrir þennann pening til þess að spila BeamNG: https://newegg.io/06570a5
Re: 13 árum siðar
Sent: Mið 25. Jún 2025 14:59
af AntiMagic
Moldvarpan skrifaði:Ok en ertu að hugsa þér að fara í tölvubúð eða panta á netinu?
Mundi kaupa ef ég gæti í Bestbuy er með allt þar kaskó tryggt sem ég kaupi. Veit af Microcenter og hef notað Amazon mikið en meiri líkur á fake eða skemmt en ofast allt okey 99% hef Veslað mikið við þá í 15 ár . En Newegg var vesen síðast að þeir tóku ekki Íslensk kort.
Re: 13 árum siðar
Sent: Mið 25. Jún 2025 20:08
af Moldvarpan
Ég er þó Intel/nvidia megin í lífinu En þetta video er samt relevant og gefur þér smá hugmynd.
Re: 13 árum siðar
Sent: Fim 26. Jún 2025 02:21
af Zensi
gnarr skrifaði:Þetta er það sem ég myndi kaupa fyrir þennann pening til þess að spila BeamNG: https://newegg.io/06570a5
Geggjuð vél fyrir ungling, 1440p vél án upscale. Líka juicy tilboð að fá 1TB nvme uppa 70$ fríann með Ryzen CPU
Re: 13 árum siðar
Sent: Fim 26. Jún 2025 10:39
af gnarr
Fyrst newegg virkar ekki fyrir þig, þá myndi ég taka þennann pakka í microcenter fyrir $1,790.92
Allan daginn taka x3D örgjörva, hvort sem það er 9800x3D, 7800x3D eða 7600x3D
32 GB RAM er nóg
Betra að bumba skjákortinu uppí 5070 kort.
Re: 13 árum siðar
Sent: Fim 26. Jún 2025 22:06
af jericho
Skjákortið sem gnarr vísar til er nánast ófáanlegt hjá Microcenter. Það er til í ca. þremur af tuttuguogeitthvað-ish verslunum. Bara hægt að kaupa in-store. Nvidia 5070 ti eru nánast ófáanleg undir $1000.
Hægt að gera mun betri kaup með 9070xt, t.d. í Microcenter.
Vildi bara henda þessu fram.
Re: 13 árum siðar
Sent: Fös 27. Jún 2025 09:18
af gnarr
Já, um að gera að taka AMD Radeon 9070 XT og spara fullt af pening líka, ef það hentar stráknum.
9070 línan er meira að segja þokkaleg sterk í raytracing. Hinsvegar ef hann æltar að leika sér með AI, video vinnslu eða streaming, þá gæti NVIDIA verið betri kostur.
Re: 13 árum siðar
Sent: Lau 28. Jún 2025 02:09
af Sinnumtveir
gnarr skrifaði:Fyrst newegg virkar ekki fyrir þig, þá myndi ég taka þennann pakka í microcenter fyrir $1,790.92
Þetta er ágætis tillaga. En, ef einhver ætlar að koma með þetta dót sem farþegi í flugi gæti verið sniðugt að sleppa kassanum og jafnvel aflgjafanum líka og kaupa það á Íslandi.
Ég er mjög hrifinn af Microcenter og hef oft keypt af þeim. Í tilfellinu með Ryzen 7 9800x3d bjóða þeir upp á talsverðan afslátt ef tekinn er fyrirskilgreindur vöndull af CPU, MB & RAM. Enginn, alls enginn stenst þeim snúning í þessum vöndlum.
Ég myndi sjálfur taka 9070 eða 9070xt frekar en 5070, því þau eru hraðvirkari en 5070, já líka í ray-tracing og hafa að auki 16GB VRAM sem tryggir eitthvað betri framtíðargetu. 5070ti er betra en 9070* kortin en ekkert rosalega.
Ég myndi hiklaust taka Inland (merki Microcenter, já ég hef keypt slatta af Inland drifum gegnum tíðina) ssd drif en passa upp á að það sé TLC en ekki QLC. Þetta atriði, hverskonar flash er í drifunum er aldrei feimnismál hjá Inland / Microcenter en margir framleiðendur fara með þá vitneskju eins og mannsmorð og skipta jafnvel úr TLC í QLC eftir einhvern tíma á markaði (sem er í mínum huga, rétt og slétt svik).