Tölvukaup
Sent: Mið 19. Feb 2025 22:17
Góðan daginn,
Til að gera langa sögu stutta, þá hef ég hug á að kaupa mér nýja tölvu. Tölvan sem ég nota í dag, sem er um 10 ára gömul, er eingöngu notuð fyrir niðurhal og ljósmynda vörslu (tímabundið, áður en ég færi þær á flakkara).
Fyrir mörgum árum, þegar tölvan sem ég nota núna var sett saman, fékk ég aðstoð frá starfsmanni í tölvuverslun við val á íhlutum. Núna gerði ég það sama, fór að lesa mig til um skjákort, vinnsluminni og allt hitt, og setti saman lista. Ég sendi svo minn lista á tölvuverslunina þar sem ég ætla að kaupa þessa hluti, en Þeir hafa ekki svarað tölvupósti mínum (ég ætla ekki að nefna verslunina ef þetta fór fram hjá þeim). Mögulega munu einhverjir ykkar átta sig á hvaða verslun þetta er, en það skiptir ekki máli.
Mér vantar ráð og leiðbeiningar. Það sem mig langar að gera í þessari tölvu er tvennt: spila leiki og vinna með ljósmyndir. Ég hef ekki spilað leiki í mörg ár og geri engar kröfur um hámarks gæði. Ég er að vinna ljósmyndir sem áhugamál, en ekki í atvinnuskyni.
Ætti ég að leggja í þá vinnu að setja tölvuna sjálfur saman eða láta verslunina sjá um það fyrir mig? Ég er með 1920x1200 (2K) tölvuskjá, en ég ætla líka að tengja við sjónvarp sem er Samsung QLED.
Ég deili listanum með ykkur ef ég get dregið eitthvað út eða hvort ég þurfi að bæta við eitthvað.
• Intel i5-14600KF Raptor Lake LGA1700
• Z790 PG Lightning ATX Intel LGA1700
• Be Quiet Pure Power 12 850W
• G.Skill 32GB (2x16GB) Ripjaws S5 6000MHz DDR5
• 500GB WD PCIe 4.0 M.2 NVMe SSD (fyrir OS)
• 2x.1TB PCIe 4.0 M.2 NVMe SSD (1. leikir, 2. ljósmyndir/torrent)
• GeForce RTX 4070 Dual 12GB
Takk fyrir að lesa yfir þetta, ég met allar ábendingar og ráð sem þið hafið um málið.
Bestu kveðjur
RK
Til að gera langa sögu stutta, þá hef ég hug á að kaupa mér nýja tölvu. Tölvan sem ég nota í dag, sem er um 10 ára gömul, er eingöngu notuð fyrir niðurhal og ljósmynda vörslu (tímabundið, áður en ég færi þær á flakkara).
Fyrir mörgum árum, þegar tölvan sem ég nota núna var sett saman, fékk ég aðstoð frá starfsmanni í tölvuverslun við val á íhlutum. Núna gerði ég það sama, fór að lesa mig til um skjákort, vinnsluminni og allt hitt, og setti saman lista. Ég sendi svo minn lista á tölvuverslunina þar sem ég ætla að kaupa þessa hluti, en Þeir hafa ekki svarað tölvupósti mínum (ég ætla ekki að nefna verslunina ef þetta fór fram hjá þeim). Mögulega munu einhverjir ykkar átta sig á hvaða verslun þetta er, en það skiptir ekki máli.
Mér vantar ráð og leiðbeiningar. Það sem mig langar að gera í þessari tölvu er tvennt: spila leiki og vinna með ljósmyndir. Ég hef ekki spilað leiki í mörg ár og geri engar kröfur um hámarks gæði. Ég er að vinna ljósmyndir sem áhugamál, en ekki í atvinnuskyni.
Ætti ég að leggja í þá vinnu að setja tölvuna sjálfur saman eða láta verslunina sjá um það fyrir mig? Ég er með 1920x1200 (2K) tölvuskjá, en ég ætla líka að tengja við sjónvarp sem er Samsung QLED.
Ég deili listanum með ykkur ef ég get dregið eitthvað út eða hvort ég þurfi að bæta við eitthvað.
• Intel i5-14600KF Raptor Lake LGA1700
• Z790 PG Lightning ATX Intel LGA1700
• Be Quiet Pure Power 12 850W
• G.Skill 32GB (2x16GB) Ripjaws S5 6000MHz DDR5
• 500GB WD PCIe 4.0 M.2 NVMe SSD (fyrir OS)
• 2x.1TB PCIe 4.0 M.2 NVMe SSD (1. leikir, 2. ljósmyndir/torrent)
• GeForce RTX 4070 Dual 12GB
Takk fyrir að lesa yfir þetta, ég met allar ábendingar og ráð sem þið hafið um málið.
Bestu kveðjur
RK