Ónýtur aflgjafi?
Sent: Þri 28. Jan 2025 22:44
Tölvan hjá mér datt út upp úr þurru áðan. Svartur skjár. Að vísu hafði ég fundið hitalykt nokkru áður en hélt að það tengdist öðru tæki. Þegar ég ýti núna á power takkann gerist ekkert. Reyndar blikka stundum ljós í augnablik og vifturnar hreyfast örlítið svona eins og ræsing byrji (ég hef reynt nokkrum sinnum) en oftast gerist nákvæmlega ekki neitt. Tvö lítil ljós lýsa stöðugt á skjákortinu, svona eins og til að segja að tölvan sé tengd við rafmagn. Ekkert hljóð úr móðurborðinu eða bilanablikk eða álíka. Nú er spurningin mín hvort þetta bendi til þess að aflgjafinn sé ónýtur eða er það frekar móðurborðið? Öll hjálp vel þegin áður en ég kaupi nýja tölvu að óþörfu. Ég er ekki sérfræðingur í tölvusamsetningum en get bjargað mér með réttri leiðsögn og þessi tölva dugar mjög vel í það sem ég nota hana í. Þetta er i7 8700K svo hún er ekki eldgömul 
