Síða 1 af 1

1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 15:14
af Skippo
Er að spá í að uppfæra í einhverjum skrefum og byrja á mb og örgjörva. Enga geðveiki en koma sér að nýrra plattform en 1151 og þá er AM5 og 1851 efst í grautnum.

Er með vatnskælingu á örgjörvanum sem er i7 7700K, myndi hún ganga á milli þe. á AM5 eða 1851?

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 15:27
af gunni91
AM5 allan daginn,

Myndi alls ekki nota gömlu AIO í þetta, kemur mér á óvart að svona gömul kæling sé ennþá á lífi!

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 15:37
af Langeygður
gunni91 skrifaði:AM5 allan daginn,

Myndi alls ekki nota gömlu AIO í þetta, kemur mér á óvart að svona gömul kæling sé ennþá á lífi!


AIO missa vatn með tímanum, þarf alltaf að skipta þeim út á nokkra ára fresti.

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 15:49
af Templar
Ég fór í intel, man enn eftir hvað allt var meira smooth þegar ég fór frá AMD 5950X í intel 12900K.
Þetta er samt algert AMD fan spjall hérna og þú færð ekkert nema AMD meðmæli en 1851 er búinn að fá uppfærslur og er að virka mjög vel en ég er með Core Ultra 1851.
Ég er í 4k gaming og það er allt silki smooth, þessi AMD dip er ekki mýta. Svaka hátt average fps en svo kemur þetta eina og eina dip og það gerist víst enn þó svo menn sem eiga AMD vilja ekki kannast við það. Man vel eftir þessu helv. dip td. í Red Dead Redemption 2, keypti hraðara RAM og það varð betra en fór aldrei alveg.
Ef þú ert ekki í leikjum þá myndi ég jafnvel segja AMD hafa vinninginn og vera betri kost.
Kælingarnar virka ekki á milli.
Hvað sem þú gerir verður þetta svaka stökk og þú græðir alltaf.

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 16:13
af olihar
9800X3D ef þú ætlar að spila tölvuleiki. 9950X3D er líka á leiðinni ef þú ætlar að fara í heavy productivity líka.

Það snýst ekkert um AMD fanboys hérna, AMD er bara ofaná þessa dagana, sést í öllum sölutölum um allan heim.

Intel kemst varla á neina lista í sölutölum, hvað þá nýju Ultra sem nánast engin sala er á.

Þetta er hræðilegt, við viljum samkeppni, það er eina sem virkar.

https://www.tomshardware.com/pc-compone ... t-one-week

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 16:23
af Skippo
olihar skrifaði:9800X3D ef þú ætlar að spila tölvuleiki. 9950X3D er líka á leiðinni ef þú ætlar að fara í heavy productivity líka.

Það snýst ekkert um AMD fanboys hérna, AMD er bara ofaná þessa dagana, sést í öllum sölutölum um allan heim.

Intel kemst varla á neina lista í sölutölum, hvað þá nýju Ultra sem nánast engin sala er á.

Þetta er hræðilegt, við viljum samkeppni, það er eina sem virkar.

https://www.tomshardware.com/pc-compone ... t-one-week


Þetta verður eitthvað bland en eins og ég sagði ekkert að missa mig í þessu, Core 7 eða AMD Ryzen 7800 3D er rúmlega nóg. Core 5 væri ok. Meira spurning um móðurborðið, skjákortið uppfærist síðar.

Já og vökvakælingin sem ég er með er Corsair https://tl.is/corsair-icue-h150i-rgb-el ... aling.html hún ætti að ganga á báðar týpurnar.

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 16:25
af olihar
Já það myndi ég allavegana fara i AM5, það socket verður næstu 5 árin að lágmarki.

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 16:29
af Trihard
Þú finnur engan mun á öllum nýjustu örgjörvunum í 4k spilun. Þú sleppur vel með að kaupa þér bara 7600X og svo öflugt skjákort, munurinn milli 7600X og einhverjum top boy intel/amd örgjörva í 4k leikjum er kannski 5-10%.

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 17:34
af Henjo
Var það ekki AMD núna í vikunni að kenna intel um að 9800x3D er alltaf endalaust búin. Þeir svona sögðu óbeinum orðum ef intel væri ekki svona mikið drasl í dag, og fólk væri að kaupa þá, þá væri AMD ekki í þeim vandræðum að eiga ekki til örgjörva. Svarið er einfalt, AM5.

Er allavega gífurlega sáttur að hafa fengið mér AM4 árið 2019 því núna um daginn var ég að uppfæra og ég fór bara útí búð og keypti nýjan Ryzen 3Dx örgjörva og notaði gamla móðurborðið og allt. Ólíkt intel þá er AMD ekki með þessa þráhyggju að uppfæra sökkulinn á vikufresti. Og eru ennþá, allvega árið 2024, að gefa út örgjörva fyrir AM4. AM4 kom út árið 2016.

Templar vill halda því fram að vaktin sé svona AMD fan forum, en sama hvert þú ferð, þá virðast bara allir í dag vera AMD aðdáendur. Það er kannski góð ástæða fyrir því. Ég vona samt að Intel taki við sér. Það væri hræðilegt ef AMD myndu verða eins og þeir. Hver man ekki eftir því þegar Intel ætlaði að fæða okkur quad core til eilífðar?

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 17:43
af Dropi
Það er jafn auðvelt að vera AMD fan núna og það var að vera AMD hater frá 2011-2017. Varan er bara góð eins og er miðað við samkeppnina sem er alveg í molum.

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 20:43
af emil40
Trihard skrifaði:Þú finnur engan mun á öllum nýjustu örgjörvunum í 4k spilun. Þú sleppur vel með að kaupa þér bara 7600X og svo öflugt skjákort, munurinn milli 7600X og einhverjum top boy intel/amd örgjörva í 4k leikjum er kannski 5-10%.


5090 er málið sem öflugt skjákort :happy

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Sun 12. Jan 2025 21:19
af Templar
Allt rétt sem menn segja um AMD hérna, frábær frammistaða hjá þeim í fyrsta sinn er Puget kerfin með yfir 50% af seldum kerfum AMD.
Breytir samt ekki því að fyrir pure gaming PC er það mín persónulega skoðun fyrir sjálfan mig að ég kýs Intel, þetta snýst alltaf um þessi 0.1% lows og frame times.
Það var einn að segja að allir þessir tech tubers lofa AMD hástert en eru svo með Intelinn heima hjá sér í leikina.

Þú tapar samt ekki sama hvað þú ferð í, þetta er alger veisla fyrir neytendur og þú græðir aðeins..
Gangi þér vel.

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Mán 13. Jan 2025 01:46
af kizi86
Templar skrifaði:Ég fór í intel, man enn eftir hvað allt var meira smooth þegar ég fór frá AMD 5950X í intel 12900K.
Þetta er samt algert AMD fan spjall hérna og þú færð ekkert nema AMD meðmæli en 1851 er búinn að fá uppfærslur og er að virka mjög vel en ég er með Core Ultra 1851.
Ég er í 4k gaming og það er allt silki smooth, þessi AMD dip er ekki mýta. Svaka hátt average fps en svo kemur þetta eina og eina dip og það gerist víst enn þó svo menn sem eiga AMD vilja ekki kannast við það. Man vel eftir þessu helv. dip td. í Red Dead Redemption 2, keypti hraðara RAM og það varð betra en fór aldrei alveg.
Ef þú ert ekki í leikjum þá myndi ég jafnvel segja AMD hafa vinninginn og vera betri kost.
Kælingarnar virka ekki á milli.
Hvað sem þú gerir verður þetta svaka stökk og þú græðir alltaf.

dippið hjá mér lagaðist til muna með að setja músina og lyklaborð á 500ms polling rate for some reason, er eiginlega alveg hættur að fá dips núna

Re: 1851 eða AM 5?

Sent: Mán 13. Jan 2025 13:50
af gnarr
MSI Afterburner er það sem olli "AMDip".