Síða 1 af 3

Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 08:45
af Templar
Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 08:47
af Robotcop10
Hvernar ætli tölvuverslanir byrji að bjóða uppá að taka frá kortin ? Þar að segja 5080 kortin

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 09:30
af Templar
Kisildalurinn verður snemma úti örugglega með 5080.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 09:32
af Robotcop10
Templar skrifaði:Kisildalurinn verður snemma úti örugglega með 5080.


30 janúar getur ekki komið nógu snemma :D

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 09:49
af olihar
Það koma væntanlega bara cheap-ó drasl kortin til Íslands að venju. Allavegana fyrsta árið.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 09:58
af Templar
Palit kortin eru jafn góð og hvert annað "high end" kort, er með MSI 4090 Suprim X núna og það er 0 betra en gamla Palit 4090. MSI kortið er t.d. með coil whine sem að Palit kortið var ekki með.
Ódýrasta kortið í Nvidia línunni og dýrasta, stundum munur og stundum enginn.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 10:03
af olihar
Palit er drasl, mörg ef ekki flest MSI eru drasl. Zotac toppar reyndar held ég rusl klassan, XFX og Inno3D þar á eftir

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 10:04
af Robotcop10
olihar skrifaði:Palit er drasl, mörg ef ekki flest MSI eru drasl. Zotac toppar reyndar held ég rusl klassan, XFX og Inno3D þar á eftir


Ég er nú búin að vera með Palit 3080 síðan 2020 og get ekki kvartað yfir því. Aldrei neitt vandamál og perfect temps hingað til.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 10:11
af Templar
olihar, LOL það vantar ekki yfirlýsingarnar, hvaða kort eru ekki drasl? Ertu búinn að eiga mörg Palit og MSI kort og þá nákvæmlega hvaða kort áttir þú?

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 10:21
af olihar
Já ég neyddist til að kaupa fullt af þessu rusli í Covid. En jú jú þetta eru örugglega allt í lagi kort fyrir staka leikjaspilara sem er sama um lætin og endingu.

Flest ASUS kort hafa reynst vel og auðvitað Founders Editions. Ohhh hvað maður saknar EVGA.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 10:35
af Templar
Fullt af hvaða kortum, ég var með Palit 4090 OC ed. og seldi það og keypti MSI Suprim X 4090 til að prófa. Kortin voru nákvæmlega jafn góð en MSI kortið er með coil whine sem að Palit var ekki með. Sá svo Der Bauer review af 4080 Asus ROG Strix kortið og það var með coil whine líka, ég varð alveg dispellaður af þessum MSI og Asus kortum eftir þetta.
Fer í Palit 5090 þegar þau mæta í Kísildalinn.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 10:46
af olihar
Það er coil whine í þeim öllum, því hljóðlátari kæling því meira áberandi það er, góður kassi stoppar þetta og að sjálfsögðu að cappa FPS við það sem er nothæft á þeim skjá sem þú ert að nota þá stundina, ef þú leyfir GPU að hlaupa í mörg hundruð jafnvel mörg þúsund FPS þá versnar það og versnar.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 10:47
af Templar
Það var ekkert coil whine í Palit sem hægt var að heyra jafnvel þegar það er vatnskælt, mjög impressive.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 10:50
af olihar
Þetta hérna eru langbestu skjákortin sem ég hef átt fyrir 3D vinnu þegar kemur að tölvu sem er hliðiná þér.
IMG_4878.jpeg
IMG_4878.jpeg (2.06 MiB) Skoðað 6271 sinnum


En þau eru alls ekki allra, sérstaklega að reyna að koma þeim í venjulega stóra kassa.

IMG_1219.jpeg
IMG_1219.jpeg (498.38 KiB) Skoðað 6271 sinnum

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 10:52
af olihar
Templar skrifaði:Það var ekkert coil whine í Palit sem hægt var að heyra jafnvel þegar það er vatnskælt, mjög impressive.


Láttu það hlaupa yfir 1.000 FPS er það kemur ekki þá er skjákortið að brjóta “laws of physics”

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 11:04
af Templar
Það kemur alltaf eitthvað heyranlegt coil whine with e-h aðstæður en palit kortin sem ég átti fóru aldrei yfir 1000fps og heyrðist ekki í þeim.
Ég er ekki að pimpa þau út, ég er að segja af heiðarleika að hafa haldið að Asus og MSI væru að gera eitthvað meira og betra á sínu PCB og kælingum til að komast að því að svo er ekki. Mun ekki panta MSI eða Asus kort frá Overclockers, kaupi hérna Palit beint frá Kísildalnum enda frábær þjónusta frá þeim alltaf sem skiptir líka máli.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 11:14
af olihar
Já myndi eflaust kaupa margfalt meira hjá Kísildal ef þeir svöruðu pöntunar/tilboðs/verð tölvupóstunum sínum, yfirleitt svara þeir ekki eða mánuði seinna þegar ég er löngu kominn með vörurnar annarstaðar frá.

En svo sem fengið ágæta þjónustu í búðinni sjálfri. En allt high end dót er alltaf sérpöntun hvort sem er svo græði lítið á því að mæta sérstaklega þangað. Fyrirtækjaþjónusta er líka meira til fyrirmyndar annarstaðar, svo það verður oftast fyrir valinu.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 13:33
af tanketom
hvernig hafa Intel Arc kortin verið að gera sig?

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 15:10
af Langeygður
Er eins og er með 4080, ætla hinsvegar að uppfæra móðurborð, örgjörva, minni, og kælingu.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 15:45
af Monarch
olihar skrifaði:Já myndi eflaust kaupa margfalt meira hjá Kísildal ef þeir svöruðu pöntunar/tilboðs/verð tölvupóstunum sínum, yfirleitt svara þeir ekki eða mánuði seinna þegar ég er löngu kominn með vörurnar annarstaðar frá.

En svo sem fengið ágæta þjónustu í búðinni sjálfri. En allt high end dót er alltaf sérpöntun hvort sem er svo græði lítið á því að mæta sérstaklega þangað. Fyrirtækjaþjónusta er líka meira til fyrirmyndar annarstaðar, svo það verður oftast fyrir valinu.


Hæ, hvaða þjónustu mælir þú með til að sérpanta 5090? Og helst ef þeir geta raðgreitt haha

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 16:40
af olihar
Monarch skrifaði:
olihar skrifaði:Já myndi eflaust kaupa margfalt meira hjá Kísildal ef þeir svöruðu pöntunar/tilboðs/verð tölvupóstunum sínum, yfirleitt svara þeir ekki eða mánuði seinna þegar ég er löngu kominn með vörurnar annarstaðar frá.

En svo sem fengið ágæta þjónustu í búðinni sjálfri. En allt high end dót er alltaf sérpöntun hvort sem er svo græði lítið á því að mæta sérstaklega þangað. Fyrirtækjaþjónusta er líka meira til fyrirmyndar annarstaðar, svo það verður oftast fyrir valinu.


Hæ, hvaða þjónustu mælir þú með til að sérpanta 5090? Og helst ef þeir geta raðgreitt haha


Ég margreyndi að kaupa t.d. 4090 kort hjá Tölvulistanum held meira að segja að ég sé enn á biðlistanum, en gafst upp að lokum og allt kom frá BH, hef tekið mjög mikið þaðan af GPUs, móðurborðum og CPUs. RAM er reyndar eitthvað sem er ekki mikið úrval hjá þeim af. Þá er það Amazon, en reyni að nota það bara í neyð þar sem það er vaðandi í scams.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 17:44
af emil40
Ég mun kaupa 5090 kort frá Kísildalnum enda er ég sammála Templar að það er frábær þjónusta hjá þeim. Ég hef í mörg ár eingöngu verslað við Kísildalinn enda er maður líka að kaupa þjónustuna.

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 18:17
af gunni91
olihar skrifaði:Palit er drasl, mörg ef ekki flest MSI eru drasl. Zotac toppar reyndar held ég rusl klassan, XFX og Inno3D þar á eftir


Hef farið í gegnum ansi mörg skjákort síðustu árin og palit er langt frá því að fara í drasl flokk en fer alls ekki í top of the top tier vendor... Enda ekki dýrustu kortin. GameRock línan er samt alveg rock solid frá Palit.

MSI kortin standa uppi og fá vinninginn varðandi endingu á kælikremi, pöddum o.s.f. RogStrix kortin alveg á sama leveli.

Ég hef samt alveg þurft að þjónusta skjákort innan ábyrgðar frá öllum þeim vendorum sem eru seld hérna á klakanum.
Þetta er allt fjöldaframleitt í massavís og því verða alltaf einhverjir gallagripir í umferð :megasmile

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 18:24
af Monarch
olihar skrifaði:
Monarch skrifaði:
olihar skrifaði:Já myndi eflaust kaupa margfalt meira hjá Kísildal ef þeir svöruðu pöntunar/tilboðs/verð tölvupóstunum sínum, yfirleitt svara þeir ekki eða mánuði seinna þegar ég er löngu kominn með vörurnar annarstaðar frá.

En svo sem fengið ágæta þjónustu í búðinni sjálfri. En allt high end dót er alltaf sérpöntun hvort sem er svo græði lítið á því að mæta sérstaklega þangað. Fyrirtækjaþjónusta er líka meira til fyrirmyndar annarstaðar, svo það verður oftast fyrir valinu.


Hæ, hvaða þjónustu mælir þú með til að sérpanta 5090? Og helst ef þeir geta raðgreitt haha


Ég margreyndi að kaupa t.d. 4090 kort hjá Tölvulistanum held meira að segja að ég sé enn á biðlistanum, en gafst upp að lokum og allt kom frá BH, hef tekið mjög mikið þaðan af GPUs, móðurborðum og CPUs. RAM er reyndar eitthvað sem er ekki mikið úrval hjá þeim af. Þá er það Amazon, en reyni að nota það bara í neyð þar sem það er vaðandi í scams.


Takk fyrir að svara, skal skoða BH!

Svakalega svekkjandi að það er ekki hægt að treysta á tölvufyrirtækinn hérna á landi..

Re: Hvaða skjákort ætlar þú að kaupa á þessu ári?

Sent: Þri 07. Jan 2025 18:43
af gunni91
Kísildalur er kominn með biðlista, versla við þá.. Þeir standa alltaf við sitt.