Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”


Höfundur
Maggibmovie
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf Maggibmovie » Þri 06. Feb 2024 00:15

Ég bý á akureyri og hér er ótrúlega oft bæði low voltage “högg” og high voltage “högg” var alltaf að missa hdd diska en eftir að ég fékk mér ups þá hætti það, nú er ég hræddur um einkatölvuna líka, er eina leiðin að fjárfesta í rándýrum ups til að verja hana eða eru aðrar leiðir?
Þetta var mælt af tæknimanni frá norðurorku yfir eina helgi þegar ég vann hjá n4 og það kom fram að þetta var staðreynd
Kv einn með álpappírshatt

Póstur númer 15000 btw


Lian-Li O11 XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-13900KF | Deepcool LS720 vatnskæling | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |


blu3j3ans
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 02. Jan 2021 19:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf blu3j3ans » Þri 06. Feb 2024 03:44

Surge protector ætti að duga. Fengið fjöltengi sem dugar fyrir tölvuna, skjáinn og fleira.Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1187
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 71
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf Stuffz » Þri 06. Feb 2024 05:11Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22, KS-S9, OW Pint. CAMS: Insta360 ONE X, X3, FLOW, GO, ACE Pro. DJI Action. Skydio 2
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 961
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf brain » Þri 06. Feb 2024 07:53

passa að tenglill sé jarðtengdur.

Var með aðila í Vesturbæ Rvík, sem lenti í 2svar að power pack og í seina skipti móðurborð og power pack fóru, tengill í vegg var jarðtengdur, en engin jörð tengd í hann.

Þess vegna sló aldrei lekaliði út í rafmagnstruflunum.Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1534
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 16
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf andribolla » Þri 06. Feb 2024 16:02

Skemmtilegar pælingar, ég bý líka á akureyri, það væri gaman að vita hverslu langt síðan NO gerði þessar mælingar.

2022 var dreifikerfið til akureyrar skyrkt mjög mikið, þannig að sveiflur eru ekki mjög mikklar eftir þær breitingar.

ég er sjálfur að logga 230v heima hjá mér (oftast 230-238v)
en dreifiveiturnar eru með +\- 10% á 230v sem þær meiga skila til notenda (207-253v)
allavegana þar sem ég bý á akureyri þá er þetta nokkuð stöðugt. en það þarf ekki að vera eins allstaðar í bænum.

Ég er reindar sjálfur með UPS sem reglar 230v útaf sér þannig það er alveg sama hvaða volt eru inn á hann.
ódyrari upsar gera það ekki, og eru með sömu spennu inn og út af sér.

Gaman að Googla þetta Nedis fjöltengi sem á að vera með vörn fyrir of hárri spennu. en þegar þú skoðar Datasheet stendur Surge protection 13.500 A
þarna hefði maður frekar viljað sjá td cut off við 255v

en eins og var nefnt hér ofar, myndi ég halda að þú værir góður ef allt er í góðu með raflagnirnar og töfluna heima hjá þér og allt með góða jörð ætti allt að vera í góðu.

kv. AndriSkjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4870
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 842
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf jonsig » Þri 06. Feb 2024 16:46

Dýrari PSU eru venjulega mikið betur varin fyrir flökti á veitunni sem hafa einnig fjölbreyttar og góðar varnir á smáspennu hliðinni til að hindra/lágmarka skemmdir á tölvu íhlutum.

Þessi fjöltengi með anti - surge eru bara scam fyrir okkur með vit á rafmagni. Engir varnaríhlutir í þeim sem sægjust ekki í ódýrustu PSU

Online UPS væri málið sem væri opto isolated frá 230V veitunni.


Félagslegt frávik

Með white savior complex


Höfundur
Maggibmovie
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf Maggibmovie » Þri 06. Feb 2024 17:05

andribolla skrifaði:Skemmtilegar pælingar, ég bý líka á akureyri, það væri gaman að vita hverslu langt síðan NO gerði þessar mælingar.

2022 var dreifikerfið til akureyrar skyrkt mjög mikið, þannig að sveiflur eru ekki mjög mikklar eftir þær breitingar.

ég er sjálfur að logga 230v heima hjá mér (oftast 230-238v)
en dreifiveiturnar eru með +\- 10% á 230v sem þær meiga skila til notenda (207-253v)
allavegana þar sem ég bý á akureyri þá er þetta nokkuð stöðugt. en það þarf ekki að vera eins allstaðar í bænum.

Ég er reindar sjálfur með UPS sem reglar 230v útaf sér þannig það er alveg sama hvaða volt eru inn á hann.
ódyrari upsar gera það ekki, og eru með sömu spennu inn og út af sér.

Gaman að Googla þetta Nedis fjöltengi sem á að vera með vörn fyrir of hárri spennu. en þegar þú skoðar Datasheet stendur Surge protection 13.500 A
þarna hefði maður frekar viljað sjá td cut off við 255v

en eins og var nefnt hér ofar, myndi ég halda að þú værir góður ef allt er í góðu með raflagnirnar og töfluna heima hjá þér og allt með góða jörð ætti allt að vera í góðu.

kv. Andri


2017 var þetta mælt í linduhúsinu


Lian-Li O11 XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-13900KF | Deepcool LS720 vatnskæling | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |


Höfundur
Maggibmovie
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf Maggibmovie » Þri 06. Feb 2024 17:07

Er ég kanski bara að taka placebo ? Er með þennan ups á serverinn og unify kerfið mitt, er hann ekki að verja við surges

https://verslun.opinkerfi.is/hpbeint/ui ... id=5P650IR


Lian-Li O11 XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-13900KF | Deepcool LS720 vatnskæling | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |

Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1534
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 16
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf andribolla » Þri 06. Feb 2024 19:29

Maggibmovie skrifaði:Er ég kanski bara að taka placebo ? Er með þennan ups á serverinn og unify kerfið mitt, er hann ekki að verja við surges

https://verslun.opinkerfi.is/hpbeint/ui ... id=5P650IR


Mér synist þessi vera að regla útgangs spennuna,
Þu velur hvaða volt þu vilt fa ut þegar þu setur hann upp
Þannig hann er að verja bunaðinn þinn fyrir spennu flökti hja veituniSkjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4870
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 842
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf jonsig » Þri 06. Feb 2024 19:37

Var nýlega að panta online ups fyrir scada kerfin í vinnunni til að verja fyrir óstöðugleika á veitunni.
Held að ódýrasti online hafi kostað 600þ samt bara 4-5kVA

Held að þeir séu true sine wave týpur.

Venjulegir kassabylgu áriðlar mega fara norður og niður mín vegna því þeir stressa allt elektrónísk álag sem tengist við þá.


Síðan logga spennuna heim til sín ? Ertu með alvöru græju sem mælir spennusveiflu sem varir kannski í nokkrar msek ?
Síðast breytt af jonsig á Þri 06. Feb 2024 19:37, breytt samtals 1 sinni.


Félagslegt frávik

Með white savior complex


Höfundur
Maggibmovie
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf Maggibmovie » Þri 06. Feb 2024 20:55

Ég er ekki með neitt sjálfur til að mæla þetta og norðurorka hefur engann áhuga á að mæla þetta hjá mér yfir einhvern tíma.
Ég sé ekki betur en að ég þurfi að leggja út að minnsta kosti 150kall í ups fyrir leikjatölvuna ef ég vill vera með álpappîrshattinn á mér. Eru menn með einhver meðmæli á ups fyrir tölvu sem er með 14900k og 4090 kort. Ég vill helst að ég sé varinn þegar ég er með allt í gangi, það gææti allveg verið 600w notkun á full blast ég myndi ekki vilja rackmount fyrir þetta verkefni. Þarf að koma þessu einhverstaðar við tölvuborðið. Èg er ekki að ætlast til að þetta rönni einhvern mikinn tíma ef það slær út rafmagnið, bara svoba helst að maður nái að gera graceful shutdown. Ég er að fara að leggja sér rafmagn í töfluna fyrir tölvuna á sér öryggi þar sem núna er hún á sama öryggi og allur bílskúrinn, ljósin þar og allir tenglar. Er í rými sem var smîðað innan úr bílskúrnum


Lian-Li O11 XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-13900KF | Deepcool LS720 vatnskæling | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 182
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf TheAdder » Þri 06. Feb 2024 21:27

Ég hef notað APC SmartUPS 1500 sjálfur, veit ekki betur en hann sé nokkuð góður.
Gæti mögulega reddað þannig á sanngjörnu verði ef áhugi er fyrir því. Er staðsettur á norðurlandi og býst við að vera á Akureyri næsta laugardag ef veður og færð leyfir.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4870
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 842
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf jonsig » Þri 06. Feb 2024 23:43

Hef alveg lent í útslætti með minn 13900kf og 3080ti...

Góð psu senda merki á móðurborðið um að allt sé í góðu. PGood minnir mig. Þess vegna er talað um psu hold up time svo psu fái nokkrar ms til að vara móðurborðið við spennufalli og láta stýrikerfið bjarga krítískum gögnum.

Í high end psu er yfirdrifið af vörnum á 230V hliðinni. Og þessir surge protector eru bara bs.

Bara tvö stk af MOV sem kosta 20kr til að tvöfalda verðið á fjöltengi.
Þú ættir að vera vel settur með high end psu.


Félagslegt frávik

Með white savior complex


Höfundur
Maggibmovie
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf Maggibmovie » Þri 06. Feb 2024 23:51

jonsig skrifaði:Hef alveg lent í útslætti með minn 13900kf og 3080ti...

Góð psu senda merki á móðurborðið um að allt sé í góðu. PGood minnir mig. Þess vegna er talað um psu hold up time svo psu fái nokkrar ms til að vara móðurborðið við spennufalli og láta stýrikerfið bjarga krítískum gögnum.

Í high end psu er yfirdrifið af vörnum á 230V hliðinni. Og þessir surge protector eru bara bs.

Bara tvö stk af MOV sem kosta 20kr til að tvöfalda verðið á fjöltengi.
Þú ættir að vera vel settur með high end psu.


Hvað flokkaru sem high end, gold? Platinum ?


Lian-Li O11 XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-13900KF | Deepcool LS720 vatnskæling | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4870
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 842
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf jonsig » Mið 07. Feb 2024 08:11

Seasonic Prime gold ,platinum og titanium aflgjafar eru byggðir á sama platformi, amk hérna áður. Svo það rating hefur ekkert með þetta að gera.

Sum fyrirtækin hafa metnað til að gera eitthvað mjög flott high end en auðvitað yfirleitt dýrustu seríurnar.
Bequiet! dark power pro (ekki OEM)
Seasonic prime (OEM)
Superflower leadex (OEM)
Corsair AX og AXi (ekki OEM)
EVGA supernova G3. samt ekki G4,G5 (ekki OEM)
Síðast breytt af jonsig á Mið 07. Feb 2024 08:12, breytt samtals 1 sinni.


Félagslegt frávik

Með white savior complex


Höfundur
Maggibmovie
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf Maggibmovie » Mið 07. Feb 2024 08:23

Daek power pro verður fyrir valinu, en ég hugsa að álpappírshatturinn réttlæti ups líka ef ég finn notaðan


Lian-Li O11 XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-13900KF | Deepcool LS720 vatnskæling | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4870
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 842
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verja tölvu gegn rafmagns “höggum”

Pósturaf jonsig » Fim 08. Feb 2024 23:00

Einföld atriði sem ég hef í huga til að reyna halda dótinu mínu ódauðlegu.

1. High end PSU
2. High end kæling
3. Búnaðinum er haldið snyrtilegum ,engir ryksallar inní kassanum.
4. Passa mig á GPU flexi, hef það vertical mount eða fæ mér support brakcet undir kortið.
5. Nota Msi afterburner, geri undervolt á kortið ef það á við og DISABLE á FAN STOP stillinguna. (FAN STOP er ekki að hjálpa með langlífi á $$$ kortinu).

Sé þetta allt í góðu verður 2-3 ára ábyrgðin ekkert vandamál. Og eftir 2-3ár er búnaðurinn ekkert merkilegur lengur.

High end psu eru hönnuð til að eiga við spennusveiflur mikið verri en þær sem sjást hérna á klakanum.


Félagslegt frávik

Með white savior complex