Dauð pc eftir rafmagnsleysi

Skjámynd

Höfundur
Hrotti
Geek
Póstar: 804
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Dauð pc eftir rafmagnsleysi

Pósturaf Hrotti » Sun 28. Jan 2024 13:32

PC hjá dóttur minni steindrapst í rafmagnsleysinu um daginn, mig grunaði psu og skipti um það en ennþá gerist ekkert. Hefur þetta ekki bara drepið móðurborð? ef það væri eitthvað annað þá kæmu amk einhver ljós eða píp einhverstaðar ekki satt?


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4161
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1210
Staða: Ótengdur

Re: Dauð pc eftir rafmagnsleysi

Pósturaf Klemmi » Sun 28. Jan 2024 21:34

Líklegast jú móðurborðið ef það sýnir engin viðbrögð.
Vonandi ekkert fleira sem fór með :(

Það er þó séns að ekkert sé skemmt, heldur að móðurborðið hafi farið í algjöra vörn og það dugi að resetta CMOS.

Annars myndi ég prófa að taka allt sem hægt er úr sambandi og reyna að ræsa. Jafn vel skjákort og vinnsluminni, bara svona til að vera viss um að ekkert annað sé að trufla...
Síðast breytt af Klemmi á Sun 28. Jan 2024 21:35, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1188
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 71
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dauð pc eftir rafmagnsleysi

Pósturaf Stuffz » Sun 28. Jan 2024 23:52

undarlegt


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22, KS-S9, OW Pint. CAMS: Insta360 ONE X, X3, FLOW, GO, ACE Pro. DJI Action. Skydio 2
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 970
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 38
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dauð pc eftir rafmagnsleysi

Pósturaf Hlynzi » Fim 01. Feb 2024 07:21

Spurning hvort þú eigir þá hreinlega ekki kröfu á rafveituna vegna skemmda út frá þeirra kerfi. Eru sjáanlegir þéttar á móðurborðinu ? Hef einusinni fengið tölvu þar sem power supply gaf sig líklegast og sprengdi alla þétta á móðurborðinu, ég skipti þeim út og þá fór það aftur í gang.


Hlynur

Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 966
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Dauð pc eftir rafmagnsleysi

Pósturaf brain » Fim 01. Feb 2024 08:13

Klemmi skrifaði:Líklegast jú móðurborðið ef það sýnir engin viðbrögð.
Vonandi ekkert fleira sem fór með :(

Það er þó séns að ekkert sé skemmt, heldur að móðurborðið hafi farið í algjöra vörn og það dugi að resetta CMOS.

Annars myndi ég prófa að taka allt sem hægt er úr sambandi og reyna að ræsa. Jafn vel skjákort og vinnsluminni, bara svona til að vera viss um að ekkert annað sé að trufla...


Taka líka. rafhlöðuna úr, sem heldur bios inni.