Síða 1 af 1

Hljóðlátt led lyklaborð

Sent: Sun 03. Des 2023 22:11
af kornelius
Sæl öll á Vaktinni.

Er að leyta að lyklaborði og nenni ekki að heimsækja allar verslanirnar, er að vona að einhver sé nýbúin að fara í gegnum þetta, en þær kröfur sem ég er að leyta eftir eru:

ekki gert fyrir leikjaspilun
USB tengt
ekki mechanic = hljóðlát
með stillanlegu led

UPPFÆRT: væri líka gott að það sé með íslenskum stöfum

K.

Re: Hljóðlátt led lyklaborð

Sent: Mán 04. Des 2023 00:22
af Andri Þór H.
Ég fór einmitt í gegnum sama pakka fyrir 2 vikum. Ætlaði að finna baklíst lyklaborð en ekki leykjaborð endilega.

Búinn að skoða allar netverlanir hérna heima og nokkrar út. Fann auðvitað ekkert úti með íslenskum stöfum.

Endaði svo að fara niður í tölvutek og skoða Ducky lyklaborðin þar því þau væru með íslenskum stöfum.
Ég vildi einmitt hafa það svona nett eins og Ducky One 2 SF Cherry MX Brown. Sem heyrist reyndar smá í. Ég hef alltaf haft fartölvu eins og Thinkpad
T14s og T470s og allt með frábærum lyklaborðum og allt baklíst með íslenskum stöfum. Ég stóðst ekki freystinguna að prófa og hann sagði að ef ég vildi þá gæti ég prófað annað eins og að fara í MX Blue (meiri læti) en MX Brown vennst allveg og konan fílar meira segja að skrifa á það.

Og það endaði þannig að ég keypti þetta hjá Tölvutek og er mjög ánægður :8)

Mynd
Mynd

Re: Hljóðlátt led lyklaborð

Sent: Mán 04. Des 2023 22:29
af kornelius
Takk fyrir svarið Andri.

Þar sem ég nennti ekki að fara á alla staðina þá leitaði ég þess i stað á vefsíður flestra tölvufyrirtækja og fann hvergi það sem ég var að leita eftir, aftur á móti endaði ég þá því að kaupa mér lyklaborð frá Amazon sem heitir:

Arteck USB Wired Keyboard Universal Backlit 7-Colors
https://www.amazon.com/Arteck-Keyboard- ... 158&sr=8-3

Fannst það hálf skrýtið að ef ég vildi fá þokkalegt lyklaborð með baklýsingu að þá þyrfti það endilega að vera þráðlaust.

K.

Re: Hljóðlátt led lyklaborð

Sent: Þri 05. Des 2023 00:42
af dadik
Ég keypti Logitech 815 sem er tengt með usb, hljóðlátt og með einhverju litadóti

Re: Hljóðlátt led lyklaborð

Sent: Þri 05. Des 2023 01:04
af kornelius
dadik skrifaði:Ég keypti Logitech 815 sem er tengt með usb, hljóðlátt og með einhverju litadóti


Ertu að tala um þetta? https://elko.is/vorur/logitech-leikjaly ... 578/LTG815

K.

Re: Hljóðlátt led lyklaborð

Sent: Þri 05. Des 2023 01:12
af dadik
Yes sir

Re: Hljóðlátt led lyklaborð

Sent: Þri 05. Des 2023 14:26
af kornelius
dadik skrifaði:Yes sir


En það fellur ekki undir tvö skilyrði sem ég setti sem eru:

ekki gert fyrir leikjaspilun
ekki mechanic = hljóðlát

Auk þess að lyklaborðið sem ég pantaði, get næstum því fengið þrjú fyrir eitt G815 borð.
En til hamingju með þitt Logitech G815, ábyggilega mjög gott lyklaborð.

K.

Re: Hljóðlátt led lyklaborð

Sent: Þri 05. Des 2023 17:48
af axyne
Hvað með logitech MX Keys

Re: Hljóðlátt led lyklaborð

Sent: Þri 05. Des 2023 17:50
af kornelius
axyne skrifaði:Hvað með logitech MX Keys


Er það til USB tengt? - fann bara wireless.

K.

Re: Hljóðlátt led lyklaborð

Sent: Þri 05. Des 2023 20:02
af axyne
kornelius skrifaði:
axyne skrifaði:Hvað með logitech MX Keys


Er það til USB tengt? - fann bara wireless.

K.


Já það er wireless eingöngu. Ég helt það væri samt hægt að hafa það USB only, en var að prufa á mínu og fékk það ekki til að virka og google segir það sama. Geggjað lyklaborð samt :-"