[LEYST]Black Screen Crash - Viftur í botn


Höfundur
tandrit
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Sun 15. Nóv 2020 13:56
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

[LEYST]Black Screen Crash - Viftur í botn

Pósturaf tandrit » Mán 09. Okt 2023 09:49

Góðan dag, Endilega látið mig vita ef ég á að færa þennan þráð á annan stað.

Ég fór að lenda í því þegar ég byrjaði að spila Cyberpunk fyrir stuttu að tölvan fór að crash-a. Það lýsir sér þannig að skjárinn verður svartur og ég heyri í leiknum í stutta stund í viðbót áður en að skjárinn missir samband og allar viftur fara á fullt. Ég þarf svo að halda inni power takka til að slökkva og endurræsa svo vélina. Ég get ekkert fundið í Event Viewer sem virðist tengjast þessu.

Er með tölvu með eftirfarandi speccur, ekkert yfirklukkað eða neitt svoleiðis:

  • Cooler Master MWE Gold 750W
  • Gigabyte RTX 3070 Gaming OC
  • AMD Ryzen 3600x
  • ASRock B550 Phantom Gaming 4
  • 16 GB Corsair Vengance 3600 MHz með xmp profile

Það sem ég er búinn að gera eftir allskona gúgl:
  • Uppfæra alla driver-a tengda móðurborði
  • Nota display driver uninstaller og taka út alla drivera ásamt því að setja upp nýjasta nvidia driverinn
  • Keyra memtest86 og fá 4 pass með engin error
  • Keyra Unigen Heaven í rúmlega hálftíma með ultra quality og extreme tesselation án vandræða (CPU - 65°C / GPU - 79-81°C)
  • lækka hraða á RAM í 3200 MHz og prófa að setja bara í auto
  • Búinn að athuga power kapla á GPU

Ég prófaði svo að taka alla tesselation slider-ana í Heaven prófinu og setja þá í í max og náði þannig að búa til þessa sömu black screen villu. Crashið verður ekki á milli sena heldur í miðri senu í Heaven. Bæði í leikjaspilun og Heaven prófi er CPU hiti um 65°C og GPU hiti í kringum 79-81°C.

Er einhver hér sem hefur hugmynd um hvað þetta gæti verið eða er með eitthvað concrete próf sem ég gæti bætt við þessa bilanagreiningu hjá mér?
Síðast breytt af tandrit á Þri 10. Okt 2023 15:14, breytt samtals 1 sinni.




Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 378
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen Crash - Viftur í botn

Pósturaf Haflidi85 » Mán 09. Okt 2023 10:10

Náðu þér í gpu-z og athugaðu hver "hot spot" hitinn er
Á gpu, getur verið að kortið sé að drepa á sér vegna hita og þú þyrftir mögulega að skipta um kælikrem.



Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 976
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Tengdur

Re: Black Screen Crash - Viftur í botn

Pósturaf brain » Mán 09. Okt 2023 12:44

Lenti í sama með 2080Ti kort

Akkúrat einsog Haflidi85 segir, kælikrem á kortinu ónýtt, sem var algengt á 2080 Ti korunum.




Höfundur
tandrit
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Sun 15. Nóv 2020 13:56
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen Crash - Viftur í botn

Pósturaf tandrit » Mán 09. Okt 2023 13:11

Okay frábært, takk fyrir þetta. Byrja á að tékka á því



Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2465
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 222
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen Crash - Viftur í botn

Pósturaf GullMoli » Mán 09. Okt 2023 13:28

Ég var að lenda í svipuðu fyrir suttu með mitt 3070 kort, þeas að spila leik og vifturnar á skjákortinu voru í gjörsamlega hvínandi botni og kortið i 85°C sem endaði svo með því að inputið datt út en hljóðið hélt áfram.

Lagaði þetta með því að skipta um kælikrem OG thermal paddana á kortinu. Kortið er 10-15°C kaldara og vifturnar miklu rólegri.
Kísildalur selur góða pads en það er mismunandi eftir skjákortum og framleiðendum hversu þykkir þeir eru. Hjá mér voru þeir 0.5mm og 1.0mm.

EDIT: Kísildalur taka þetta eflaust að sér einnig ef þú treystir þér ekki í þetta
Síðast breytt af GullMoli á Mán 09. Okt 2023 15:36, breytt samtals 1 sinni.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

cmd
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Fös 17. Júl 2020 21:39
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen Crash - Viftur í botn

Pósturaf cmd » Mán 09. Okt 2023 13:57

Tek undir með lausnunum að ofan, lenti í því sama með 3070 hjá mér.

Lagaði það með því að skipta um kælikrem og thermal pads ásamt allsherjar rykhreinsun á kortinu.
Síðast breytt af cmd á Mán 09. Okt 2023 13:57, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1741
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen Crash - Viftur í botn

Pósturaf Kristján » Mán 09. Okt 2023 14:00

Hvernig er loftfæðið í kassanum ykkar?
Er ferskt loft að koma inn á kortið og svona?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 873
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Black Screen Crash - Viftur í botn

Pósturaf jonsig » Þri 10. Okt 2023 09:53

1+

Bilað Vram og skaddaður GPU getur gert þetta eða svipaða hluti.
Ofhitun hjálpar kortum að kálast.




Höfundur
tandrit
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Sun 15. Nóv 2020 13:56
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Black Screen Crash - Viftur í botn

Pósturaf tandrit » Þri 10. Okt 2023 15:14

Skipti um kælikrem og thermal pads, þetta var allt frekar slapt þegar ég losaði kortið í sundur. Needless to say þá virðist vandamálið vera leyst og allar hitatölur ca 10-15°C lægri en í fyrri keyrslum. Takk kærlega fyrir aðstoðina.