Ný tölva 1440p/144Hz - Aðstoð óskast


Höfundur
dori97
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 16. Sep 2023 12:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ný tölva 1440p/144Hz - Aðstoð óskast

Pósturaf dori97 » Lau 16. Sep 2023 13:12

Sæl öll,

Ég er búinn að vera í þeim hugleiðingum að færa mig loksins yfir í borðtölvu þar sem fartölvan, sem er í góðu standi, hefur ekki hreyft sig eftir að ég kláraði skólann fyrir tveimur árum. Ég er nú þegar með auka skjá, lyklaborð og mús og þarf því "bara" borðtölvuna. Ég er algjör nýgræðingur í samsetningu borðtölva og hef því enga hugmynd hvar ég á að byrja og hvað núverandi verðmat fartölvunnar gæti verið (keypt 2019 á 320k ef ég man rétt).

Plan:
Eins og staðan er núna myndi ég helst ekki vilja eyða meira en 150-200k + það sem ég gæti selt fartölvuna á. Vil geta keyrt nýrri leiki á 1440p við 144Hz á sæmilegum stillingum (þ.e.a.s. ef það er hægt fyrir þetta budget) og væri nú ekki verra að hún endist í einhver ár. Er þetta raunsætt?

Núverandi fartölva:
https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skjair/Fartolvur/Lenovo-Legion-Y740-fartolva-17%2C3%22-FHD-i7-8750H-16GB-1%2C5TB-RTX2070-W10/2_16854.action
Síðast breytt af dori97 á Sun 17. Sep 2023 00:20, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

Drilli
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Þri 24. Sep 2013 21:31
Reputation: 19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva 1440p/144Hz - Aðstoð óskast

Pósturaf Drilli » Sun 17. Sep 2023 01:38

Hér er hugmynd:

BUILD/C34A0

https://builder.vaktin.is/build/C34A0

Þetta er þrusu fín vél, meðað við það úrval sem til er hér á klakanum.

Þá þarftu bara að redda þér skjákorti. Best er að kaupa það að utan, eða notað kort hér af vaktinni.

Ég myndi horfa á 3080/3080Ti eða 4070/4070Ti. Einnig geturðu skoðað RX 7800 XT eða RX 6800 XT. 4080 er svolítið dýrt kort og líklega over your budget. 3070 kortið er svo bara ekki nægilega "future proof" kort, ef svo má að orði komast.

Ef þetta er nú þegar of dýrt, þá getur þú skorið aðeins niður með því að fara í 1TB M.2 disk, aðeins slakara móðurborð og farið með vinnsluminni í 2x8GB, en þá verður aldrei með meira en 32GB, fyrir framtíðina. Þarna gætirðu sparað þér 20-40þ.

Anyway, thats my 2 cents.

...(Edited spelling)
Síðast breytt af Drilli á Sun 17. Sep 2023 01:59, breytt samtals 4 sinnum.


CPU: i9-13900K | CPUC: Aorus Waterforce x 360 | GPU: Gigabyte RTX 4090 24GB | MOB: Gigabyte Z790 Aorus Master | PSU: Corsair RM1000i | RAM: Corsair Dominator DDR5 6400MHz (2x32GB) | SDD M.2: Samsung 990 + 980 PRO 2 TB(4Gen) & 970 PRO 500GB & 970 EVO 500GB | SDD: Samsung 840 EVO 120GB & 500GB | PCC: Lian Li O11 Dynamic XL | Monitor: Philips 279M1RV (4K)


Höfundur
dori97
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 16. Sep 2023 12:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva 1440p/144Hz - Aðstoð óskast

Pósturaf dori97 » Mið 27. Sep 2023 21:18

Drilli skrifaði:Hér er hugmynd:

BUILD/C34A0

https://builder.vaktin.is/build/C34A0

Þetta er þrusu fín vél, meðað við það úrval sem til er hér á klakanum.

Þá þarftu bara að redda þér skjákorti. Best er að kaupa það að utan, eða notað kort hér af vaktinni.


Smá seinn í að svara en takk æðislega fyrir hjálpina. Gott að hafa eitthvað viðmið til að vinna með!