Ný fartölva?

Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Ný fartölva?

Pósturaf KaldiBoi » Mið 16. Ágú 2023 16:33

Sælir Vaktarar. Leiðinlegasta spurning aldarinnar coming up:

Konan ætlar að taka við Maccanum hjá mér og ég ætla að finna mér einhverja aðra.

Nú hef ég dealað við Apple í næstum áratug og hef alltaf fundist þeir gera ágætis fyrir mig, ég er þó ekki í neinni þungri vinnu.

Er smá spenntur fyrir Lenovo tölvunum með snertiskjá til að geta gert einhverja stærðfræði.

Ég forrita, horfi ofgnótt á myndbönd, torrent jafnvel annars bara almennt vafr.

Eitthvað sem þið mælið með meira en annað?




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 977
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 39
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf Hlynzi » Fim 17. Ágú 2023 07:26

Ég hef keypt eingöngu Asus ferðatölvur fyrir mig og mína, þær hafa yfirleitt verið mjög góðar fyrir peninginn og mjög áreiðanlegar.

Það sem ég horfi helst á er að það sé aðskilið skjákort og örgjörvi í þeim, mér finnst alveg fáránlegt að vera með 17" ferðatölvu (besta stærðin í dag er 14" skjár í 13,3" form-factor (þær eru örlítið hærri, 2-3 cm) en A4 blað svo virkilega handhægar vélar í að ferðast með.

Svo hef ég bara tengt hana við skjá, þráðlaust lyklaborð og mús þegar ég er með hana heima (áður en ég fékk mér borðtölvu)


Hlynur


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 191
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf TheAdder » Fim 17. Ágú 2023 09:53

KaldiBoi skrifaði:Sælir Vaktarar. Leiðinlegasta spurning aldarinnar coming up:

Konan ætlar að taka við Maccanum hjá mér og ég ætla að finna mér einhverja aðra.

Nú hef ég dealað við Apple í næstum áratug og hef alltaf fundist þeir gera ágætis fyrir mig, ég er þó ekki í neinni þungri vinnu.

Er smá spenntur fyrir Lenovo tölvunum með snertiskjá til að geta gert einhverja stærðfræði.

Ég forrita, horfi ofgnótt á myndbönd, torrent jafnvel annars bara almennt vafr.

Eitthvað sem þið mælið með meira en annað?


Þessi hérna er nýrri týpa af vél sem ég á og nota sjálfur:
https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 580.action
Ég hef verið að keyra Linux á henni, og snertiskjárinn hefur verið fínn þar, þó hann sé með betri stuðning á Windows (scrolling ekki alveg eins og ég vildi hafa það). Ef þú vilt öflugri útgáfu, þá eru X13 of X1 ofar í línunni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf cocacola123 » Fim 17. Ágú 2023 12:37

Ég hef átt nokkrar windows fartölvur í gegnum tíðina og þær hafa alltaf endað eins. Háværar og hægar.
Keypti mína fyrstu macbook fartölvu fyrir 2 árum (m1 pro 14'') og hún virkar enþá eins og hún sé glæný. Galið hraðvirk og heyrist aldrei neitt í henni.
Ef ég væri að leita mér af fartölvu í dag þá myndi ég örugglega kaupa mér macbook air m2 15''.
Þær eru á einhverjum smá afslætti þessa dagana ( https://macland.is/vara/macbook-air-15-m2/ )


Drekkist kalt!

Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf cocacola123 » Fim 17. Ágú 2023 22:19

En ef þig langar í windows fartölvu með snertiskjá sem þú getur notað sem tablet þá var ég að rekast á þetta tilboð hjá elko: https://elko.is/vorur/samsung-galaxy-bo ... 30QFGKA4SE
Fylgir einhver svaka skjár með tölvunni og penni til að skrifa á skjáinn.
Alls ekki slæmur pakki.


Drekkist kalt!

Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf KaldiBoi » Fös 18. Ágú 2023 16:17

Þakka svörin!

cocacola123 skrifaði:Ég hef átt nokkrar windows fartölvur í gegnum tíðina og þær hafa alltaf endað eins. Háværar og hægar.
Keypti mína fyrstu macbook fartölvu fyrir 2 árum (m1 pro 14'') og hún virkar enþá eins og hún sé glæný. Galið hraðvirk og heyrist aldrei neitt í henni.
Ef ég væri að leita mér af fartölvu í dag þá myndi ég örugglega kaupa mér macbook air m2 15''.
Þær eru á einhverjum smá afslætti þessa dagana ( https://macland.is/vara/macbook-air-15-m2/ )


Ég einmitt hefði haldið minni M1 ef ég ætlaði ekki að láta konuna fá hana. Langaði að breyta til.


cocacola123 skrifaði:En ef þig langar í windows fartölvu með snertiskjá sem þú getur notað sem tablet þá var ég að rekast á þetta tilboð hjá elko: https://elko.is/vorur/samsung-galaxy-bo ... 30QFGKA4SE
Fylgir einhver svaka skjár með tölvunni og penni til að skrifa á skjáinn.
Alls ekki slæmur pakki.


Þetta er akkúrat vélin sem ég skoðaði, eina sem mér fannst fráhrindandi var 8gb ram, i5, 1080p skjá 60hz og næsta "uppfærsla" var í ca 320 þ. https://elko.is/vorur/samsung-galaxy-bo ... 40XFGKC4SE


Ég endaði á þessari hér: https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 937.action
Gef review eftir viku:)




Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 281
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf Trihard » Lau 19. Ágú 2023 14:38

Ég átti Lenovo Yoga 360 gráðu fartölvu með snertiskjá, eftir um 5 ára notkun voru lamirnar sveigðar og skjárinn lokaðist ekki flatt, almennt er enginn styrkleiki í þessari plast grind sem þeir nota, fékk mér bara macbook pro og ipad og hef ekki séð eftir því
Síðast breytt af Trihard á Lau 19. Ágú 2023 14:41, breytt samtals 4 sinnum.




Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf Sinnumtveir » Lau 19. Ágú 2023 22:51

Síðast breytt af Sinnumtveir á Lau 19. Ágú 2023 22:59, breytt samtals 2 sinnum.




Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf Sinnumtveir » Lau 19. Ágú 2023 22:58

Sinnumtveir skrifaði:Ég myndi sjálfur taka einhverja Zen-4 fartölvu af computeruniverse.net. Í valinu hér útilokaði ég tölvur með stærri skjá en 16.2", þú getur breytt því vali.



Að auki myndi ég ekki kaupa neina fartölvu af nýjustu sort ef hún er ekki með stækkanlegt minni eða amk 32GB minni (ók ef amma er yfir nírætt, duga 16GB kannski).



Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf Henjo » Sun 20. Ágú 2023 00:15

Fer auðvitað hvað þú ferð að nota hana í. Hef sjálfur ekkert við meira en 8GB. Og ef þú ert með I3 örgjörva eða eithv þá skil ég ekki hvað 32gb eru að fara nýtast þér í. Núverandi fartölva hjá mér sem ég nota mest í að skrifa er með 2GB Ram (1.75gb nýtilegt)



Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf KaldiBoi » Mán 21. Ágú 2023 17:30

Sinnumtveir skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:Ég myndi sjálfur taka einhverja Zen-4 fartölvu af computeruniverse.net. Í valinu hér útilokaði ég tölvur með stærri skjá en 16.2", þú getur breytt því vali.



Að auki myndi ég ekki kaupa neina fartölvu af nýjustu sort ef hún er ekki með stækkanlegt minni eða amk 32GB minni (ók ef amma er yfir nírætt, duga 16GB kannski).


Er ekki 16 DDR5 5200mhz bara mjög ágætis? 3200mhz 16gb hefur dugað mér miklu lengra að ég þurfi yfir það. Held að menn séu komnir í eth blæti ef þetta fer yfir 16 =;

Trihard skrifaði:Ég átti Lenovo Yoga 360 gráðu fartölvu með snertiskjá, eftir um 5 ára notkun voru lamirnar sveigðar og skjárinn lokaðist ekki flatt, almennt er enginn styrkleiki í þessari plast grind sem þeir nota, fékk mér bara macbook pro og ipad og hef ekki séð eftir því


Ég verð að segja að fimm ára ending er allt í lagi ef maður er að djöflast á þessu daglega. Enn þeir eru mættir með álgrindur eins og er og mér finnst vélin vera ansi sterkbyggð eins og er.



Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf KaldiBoi » Sun 01. Okt 2023 14:48

Hérna er review frá mér sem enginn bað um.

Ég endaði eftir miklar hrókeringar og samanburði endaði ég á þessari hérna https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 937.action

Mínar væntingar voru mjög, mjög einfaldar;
- Skjár sem ég gæti krotað á, f. stærðfræði dæmi og fleirra í þeim dúr.
- Góðir íhlutir f. "erfiða vinnslu". (Er ekki í að edita myndbönd eða neitt þannig, bara að ég gæti runnað allt sem ég þyrfti og meir)
- Góðan skjá þar sem ég horfi mikið á Youtube.
- Gott lyklaborð sem væri óþjált að skrifa á
- Góða rafhlöðuendingu.

Mér finnst tölvan hafa fyllt mjög vel upp í alla þessa hluti, hún er sterkbyggð með álramma sem sveigist ekki í fallegum bláum lit og er hálfgert augnkonfekt. Skjárinn er mjög þægilegur með lítinn ramma í kringum sig sem hægt er að snúa og leggja tölvuna saman í "tab" mode og þá óvirkjast lyklaborðið þannig tölvan verður að einskonnar stórri spjaldtölvu. Ég er ekki ennþá búinn að lenda á vegg hvað tölvan getur ekki runnað og ég vona ég finni hann ekki von bráðar, hún er fljót að opna Word, OneNote ofl forrit. Skjárinn er 2.8K og mjög þægilegt að horfa tímunum saman á eitthvað efni. Lyklaborðið er virkilega gott að skrifa á og jafnvel betra en fyrrveri hennar MacBook Air M1 sem var eflaust þægilegasta lyklaborð Apple til þessa.
Ókostirnir eru þó 3, virkilega pirrandi hlutir sem mér finnst draga þessa vél langt undir getu og ég er eiginlega næst því að hringja í hönnunardeild Lenovo og láta þá fá það óþvegið. Það fyrsta er touchpadinn, sem þegar maður smellir á hann hljómar eins og ég hafi keypt mér Linglong tölvu af Ali-Express, án þess að sverta þá ágætu tegund dekkjaframleiðanda, en samt án gríns, smellurinn hljómar ofboðslega ófullnægjandi og þegar ég er að hreyfa glugga á FireFox þá kemur það fyrir þegar ég fer af bendlinum að ég dragi gluggan frá hinum gluggunum. Touchpadinn hjá Apple er þess virði.
Næsta atriði er viftann, eftir að hafa verið með M1 sem flestir vita er viftulaus þá hrökk ég til og hélt að tölvan væri að skemmast er viftan fór á fullt við að horfa á fyrsta Youtube myndbandið í háum gæðum. Afhverju er fleirri framleiðendur búnir að henda viftunni?
Þriðja er greyið Windows stýrikerfið, þar sem það vill updates á ca korters fresti.
Rant over
3,5/5 Fengi 4,9 ef touchpadinn væri boðlegur.
Takk fyrir mig:)
Síðast breytt af KaldiBoi á Sun 01. Okt 2023 14:48, breytt samtals 1 sinni.




Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 281
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf Trihard » Sun 01. Okt 2023 21:13

Ef einhver finnur tölvu sem vegur 1.4kg eða minna, er með 360°snertiskjá og trackpad sem er ekki hannað eins og stökkbretti (e. diving board), hljóðlaus og sterkbyggð með Windows stýrikerfi þá yrði sú tölva Macbook killer fyrir mér.
Eina tölvan sem kemur næst þessu er Samsung Galaxy Book 360 tölvan frá 2021 en hún vegur 1.4kg og er með 16'' OLED skjá, líka hægt að stilla örgjörvan til að keyra á minni tíðni til að hægja á viftunum en þá fórnaru performance, svo lengi sem þú notar bara onenote og horfir t.d. ekki á myndband á sama tíma þá ofhitnar hún sjaldnast.
Síðast breytt af Trihard á Sun 01. Okt 2023 21:34, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf KaldiBoi » Mán 02. Okt 2023 07:54

Trihard skrifaði:Ef einhver finnur tölvu sem vegur 1.4kg eða minna, er með 360°snertiskjá og trackpad sem er ekki hannað eins og stökkbretti (e. diving board), hljóðlaus og sterkbyggð með Windows stýrikerfi þá yrði sú tölva Macbook killer fyrir mér.
Eina tölvan sem kemur næst þessu er Samsung Galaxy Book 360 tölvan frá 2021 en hún vegur 1.4kg og er með 16'' OLED skjá, líka hægt að stilla örgjörvan til að keyra á minni tíðni til að hægja á viftunum en þá fórnaru performance, svo lengi sem þú notar bara onenote og horfir t.d. ekki á myndband á sama tíma þá ofhitnar hún sjaldnast.


Ég skoðaði einmitt þá vél og verðið fór alveg með mig.

Þú færð bara 1080 skjá og 8gb ram fyrir 240 þúsund og ef þú ætlar að fá eitthvað betra þá greiðir þú 325 þúsund íslenskar, sem mér finnst galin upphæð.

En þú gleymdir líka að tala um rafhlöðuendingu, ég tók eiginlega ekki eftir því fyrr en ég keypti þessa hversu mikilvægt það er að þurfa ekki alltaf að böglast með þetta hleðslutæki.




frr
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Ný fartölva?

Pósturaf frr » Þri 03. Okt 2023 14:25

Ef ég væri að fá mér netta fartölvu í dag væri það með nýjustu kynslóð AMD án auka GPU og með USB-4.
Staðan núna er sú að flestar fartölvur í boði eru með Nvidia korti, þó svo að þessi kynslóð ráði við merkilega góða grafík, t.d. 7840HS. Úrvalið er þó að aukast.
Með USB-4 er mögulegt að tengja external GPU, þó performance sé e-ð minni í gegnum það..