Síða 1 af 1

Harður diskur fyrir Plex

Sent: Fim 26. Jan 2023 21:48
af Fautinn
Sælir, er að spá í að bæta við hörðum disk í tölvuna sem dugar fyrir plex serverinn sem ég er með, dl öllu þar inn og sækja.

Hvaða diskar eru bestir í svona ? spá í 2-4tb.

Er þessi sniðugur ?

https://www.computer.is/is/product/hard ... 7200-256mb

Re: Harður diskur fyrir Plex

Sent: Fim 26. Jan 2023 22:25
af Benzmann
Mæli með Seagate Ironwolf Pro diskunum

Re: Harður diskur fyrir Plex

Sent: Fim 26. Jan 2023 23:36
af raggzn
Ég hef verið að nota þessa Toshiba diska með góðum árangri, búnir að vera í gangi hjá mér í að verða 1 og hálft ár. Fljótt að fyllast amk hjá mér, myndi mæla með 8tb, þarf að fara uppfæra hjá mér úr 4tb

Re: Harður diskur fyrir Plex

Sent: Fös 27. Jan 2023 08:48
af Dropi
Seagate Ironwolf eru mikið notaðir í þetta, ég sparaði mér slatta aur með því að fara í SAS og kaupa notaða Exos 4TB diska en það var tómt bras að koma þeim í gang og mikill hávaði í þeim. Hef verið mjög ánægður með þá síðan þeir fóru að keyra og hafa verið í 24/7 notkun síðan í hittifyrra.

Edit: rakst á þennan rétt í þessu á 17k
https://bland.is/til-solu/raftaeki/tolv ... 3/4759362/

Re: Harður diskur fyrir Plex

Sent: Lau 28. Jan 2023 13:06
af Fautinn
Takk Dropi, ég keypti þennan :)