Mýs á Mac

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Mýs á Mac

Pósturaf REX » Þri 10. Jan 2023 21:20

Kvöldið, ég var að byrja nota Macbook Air M1 og ég er nánast farinn að missa vitið yfir músarbendlinum þegar ég tengi við hana mús. Ég er með eina þráðlausa mús og aðra snúrutengda en þegar ég tengi þær við Mac-ann finnst mér ég hafa voðalega erfiða stjórn á bendlinum. Best væri að lýsa því sem að hann væri choppy, ónákvæmur eða laggar/hoppar. Þetta er ekki bluetooth vesen því ég tengdi báðar mýsnar við Windows borðtölvuna hjá mér og þar virka þær eins og draumur á meðan sömu mýs í Macbook stjórnast eins og "þungar" og hoppa.

Trackpadið sjálft virkar mjög vel á tölvunni, í rauninni eins og mýsnar ættu að vera.

Ég hef disable-að shake to find en það gagnaðist ekki.
Síðast breytt af REX á Þri 10. Jan 2023 22:13, breytt samtals 3 sinnum.
oon
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 19. Jan 2011 15:52
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Mýs á Mac

Pósturaf oon » Þri 10. Jan 2023 22:37

Er músin native Bluetooth eða tengd með USB dongle?Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Re: Mýs á Mac

Pósturaf daremo » Fös 13. Jan 2023 15:03

Hljómar eins og þú sért bara að lýsa acceleration curve-inu í MacOS, sem er gott fyrir touchpad en hræðilegt fyrir mýs.
Ég nota forrit sem heitir Smooze til að laga þetta, þeas slökkva á acceleration, láta hljólið á músinni scrolla í rétta átt ofl.