Hvernig eru 1080p 32 tommu skjáir?


Höfundur
bjorgvinhrafn
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Mán 15. Mar 2021 21:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvernig eru 1080p 32 tommu skjáir?

Pósturaf bjorgvinhrafn » Mán 28. Nóv 2022 16:53

Góðan daginn!

Ég er að velta því fyrir mér hvernig reynslu fólk hefur af 1080p 32 tommu skjám. Hef lesið að sumum finnst það of lítið resolution fyrir svona stóran skjá og er að velta því fyrir mér hvort einhverjir notendur hér hafi svipaða upplifun. Ég er með gtx 1070ti kort í tölvunni minni og efast um að það geti keyrt alla þá leiki sem ég vil keyra á 1440p. Þess vegna er ég að velta því fyrir mér hvað fólki finnst um 1080p á 32 tommu skjá.




einarn
Gúrú
Póstar: 538
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig eru 1080p 32 tommu skjáir?

Pósturaf einarn » Mán 28. Nóv 2022 17:11

Ég persónulega myndi ekki fá mér 32" 1080p skjá. Er sjálfur með 27" 1440p og gtx 1080 kort og ég næ alveg solid performance á 1440p í medium/high stillingum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig eru 1080p 32 tommu skjáir?

Pósturaf appel » Mán 28. Nóv 2022 18:21

1080p á 27" skjá er of lítil upplausn. 1080p á 32" skjá er bara vitleysa, nema þú ert að nota þetta bara sem HD sjónvarp og horfa á úr fjarlægð, og ekki nota sem tölvuskjá.

Myndi skoða hver punktastærðin er. Persónulega er ég með skjá með 0.2451mm punktastærð, en það myndi sleppa að vera með 0.256mm svona ímynda ég mér. T.d. er 27" 1080p skjár með 0,3114 mm punktaupplausn og það sést vel þar.

Myndi íhuga þetta.


*-*

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1559
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvernig eru 1080p 32 tommu skjáir?

Pósturaf audiophile » Mán 28. Nóv 2022 18:45

24" er alveg max fyrir 1080p.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1252
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 129
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig eru 1080p 32 tommu skjáir?

Pósturaf Minuz1 » Mán 28. Nóv 2022 19:37

Er með svoleiðis, fínt fyrir það sem ég nota skjáinn í sem eru 4x og grand strategy leikir + vefráp og eitthvað létt gláp úr fjarlægð.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2236
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 371
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig eru 1080p 32 tommu skjáir?

Pósturaf Moldvarpan » Mán 28. Nóv 2022 21:10

Þú getur fengið 32" IPS 1440p 75hz á 40-50k í búðunum.

Það er drullufínt fyrir flest allt nema counter-strike liðið.




thor12
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Þri 14. Apr 2020 01:11
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig eru 1080p 32 tommu skjáir?

Pósturaf thor12 » Þri 29. Nóv 2022 00:46

Ég á fyrir þig 60/75Hz 1440p 32" bogadreginn skjá frá Philips, sendu á mig pm ef þú hefur áhuga.




Höfundur
bjorgvinhrafn
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Mán 15. Mar 2021 21:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig eru 1080p 32 tommu skjáir?

Pósturaf bjorgvinhrafn » Þri 29. Nóv 2022 14:45

appel skrifaði:1080p á 27" skjá er of lítil upplausn. 1080p á 32" skjá er bara vitleysa, nema þú ert að nota þetta bara sem HD sjónvarp og horfa á úr fjarlægð, og ekki nota sem tölvuskjá.

Myndi skoða hver punktastærðin er. Persónulega er ég með skjá með 0.2451mm punktastærð, en það myndi sleppa að vera með 0.256mm svona ímynda ég mér. T.d. er 27" 1080p skjár með 0,3114 mm punktaupplausn og það sést vel þar.

Myndi íhuga þetta.


Já hugsaði þetta aðeins betur og endaði á því að kaupa mér 32" í 1440p upplausn. Takk fyrir hjálpina!




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 971
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 38
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvernig eru 1080p 32 tommu skjáir?

Pósturaf Hlynzi » Þri 29. Nóv 2022 20:38

Svona þumalputta-reglan með skjái (þó svo þú sért búinn að kaupa þér skjá)
1080 - Flottastur í 24"
1440 - Flottastur í 27" (mæli með honum almennt þar sem þeir eru skýrir, eru frekar nettir á skrifborðinu og oftast ekki mjög dýrir)
1440 - 32" er frekar teygður (svipaður og 1080 á 27" skjá) of gróf upplausn fyrir þá
4K - 32" (persónulega of lítill texti fyrir mig í 100% scaling)
4K - 40" HINN fullkomni vinnuskjár, dugar alveg í leiki líka ef maður er ekki of kröfuharður.


Hlynur