Alvöru skjáumræða!


Höfundur
castino
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Mið 16. Nóv 2011 09:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Alvöru skjáumræða!

Pósturaf castino » Fös 19. Ágú 2022 16:47

Nú er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara úr tveimur 27" 4k skjám yfir í einn t.d. 34" Ultrawide.

Ég vinn mikið með tvo skjái í minni auglýsingastofu vinnu. Þessi skjáir sem ég er með frá Asus bjóða bara upp á að einn sé tengdur með display port og er því hinn ekki að gefa full gæði í gegnum hdml.

Það er mjög þægilegt að vinna aðð skrifstofu vinnu með tvo, en hefur einhver reynslu af Ultrawide, ætti að vera hægt að vinna eins og maður væri með tvo eða hvað ?

Ég spila einstaka sinnum leiki og ég veit að þar er Ultrawide klár sigurvegari.

Væri til í að fá ykkar álit, sérstakleg þeirra sem hafa mögulega skipt úr tveggja skjáa setupi yfir í einn Ultrawide.

Svo er spurning hvaða skjá ætti maður að fá sér. Þessi er á nokkuð góðu verði með afslætti núna á tl.is ?

https://tl.is/acer-34-nitro-xv340ckpbmi ... x1440.html



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1254
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 140
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru skjáumræða!

Pósturaf Minuz1 » Fös 19. Ágú 2022 18:24

Quantum led alien ware skjáinn.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 190
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru skjáumræða!

Pósturaf TheAdder » Fös 19. Ágú 2022 18:37

Ég er búinn að vera þeirrar skoðunar, að þegar ég fer úr tveimur skjáum, þá vil ég fara í 49" eða álíka, þar sem upplausnin er sambærileg því að vera með tvo 27" skjái hlið við hlið. 5120x1440 í upplausn.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Tengdur

Re: Alvöru skjáumræða!

Pósturaf Frussi » Fös 19. Ágú 2022 19:50

Ég fór úr tveimur 27" í einn ultrawide, 34" minnir mig. Ég skipti til baka í tvo því mér finnst miklu meira productivity value þannig


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 500
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 103
Staða: Tengdur

Re: Alvöru skjáumræða!

Pósturaf kornelius » Fös 19. Ágú 2022 19:57





Höfundur
castino
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Mið 16. Nóv 2011 09:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru skjáumræða!

Pósturaf castino » Fös 19. Ágú 2022 21:55

Ég er búin að vera að skoða "Best 4k gaming monitors 27" og yfirleitt þeir skjáir sem eru í top 5 er ekki að finna í neinni búð hér heima. Þarf maður þá að fara að panta þetta ef maður vill best of the best ?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2287
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 386
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru skjáumræða!

Pósturaf Moldvarpan » Lau 20. Ágú 2022 15:52

Afhverju ekki að íhuga 2x 32" ?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3106
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 525
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Alvöru skjáumræða!

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 20. Ágú 2022 16:59

Sjálfur ætti ég erfiðara með að venjast split screen forriti eða nota Virtual desktop til að Multitaska á einum skjá.
Vonandi kemur einhver með góða reynslusögu af því að vinna á Ultrawide skjá án þess að það hafi áhrif á vinnuhraða.


Just do IT
  √


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 977
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 39
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru skjáumræða!

Pósturaf Hlynzi » Lau 20. Ágú 2022 21:47

Þú gætir alltaf keyrt ultrawide skjá með "split screen" style hugbúnaðarlausn (þá er hugbúnaður sem lætur samfellda skjáinn haga sér eins og dual monitor setup)
Út frá vinnulegu sjónarmiði ef þú ferð í ultra wide er það skjár sem er sambærilegur 2x 1440 upplausn (27" í 1440 er fullkomin upplausn fyrir þá skjástærð), 32" í 1440 er orðinn frekar teigður (en mæli með honum á lágmark 80 cm skrifborði), ég persónulega er ekkert rosalega hrifinn af þessum póstulúgu skjám svo ég fór í 40" 4K skjá ásamt því að setja einn 24" á hlið sem skjá nr. 2 .

Hér getur þú séð myndir af þessu.
viewtopic.php?f=57&t=16638&start=1425


Hlynur


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 977
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 39
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru skjáumræða!

Pósturaf Hlynzi » Lau 20. Ágú 2022 21:51

Moldvarpan skrifaði:Afhverju ekki að íhuga 2x 32" ?


2x32" er eiginlega of stórt til að vera þægilegt í notkun, þú þarft helst 80 cm skrifborð fyrir það, upplausnin þyrfti að lágmarki að vera 1440 en 4K væri enn betra, en 4K í 100% scaling er orðið ill lesanlegt í 80 cm fjarlægð (gæti sloppið með 60 cm skrifborðsplötu), en hlið við hlið eru þessir skjáir plássfrekir. Gæti jafnvel verið betra fyrir productivity að vera þá með 32" skjá og svo einn vertical 24" við hliðiná honum.

Mun frekar 2x27" í 1440 upplausn er alveg perfect.

Næsta fyrir ofan er ultra-super wide screen eða 40" 4K.


Hlynur


halipuz1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 39
Staða: Tengdur

Re: Alvöru skjáumræða!

Pósturaf halipuz1 » Mið 24. Ágú 2022 19:08

1x34" eða jafnvel stærra, splitta honum bara upp. Nota svona í vinnuni mega þæginlegt.