Síða 1 af 1

Smá dilemma

Sent: Fös 15. Júl 2022 21:42
af valli94
Hæ hæ.

Ég er að fara flytja út til DK eftir rúman mánuð í amk nokkur ár. Vandamálið er að ég er ekki alveg viss hvort það sé hægt að taka turninn minn með, hefur einhver reynslu á því að ferðast með turna í flugi?

Annars var næsta hugmyndin mín að selja til að fá eitthvað smá fyrir og kaupa aðra úti. Hef samt ekki hugmynd um verðlagningu, vill alls ekki kreysta neitt en væri til í sanngjarnt verð.

Specs:
Mynd

Sirka 3-4 árs gömul í góðu standi, keypt í Elko.

Þakka öll ráð :happy

Re: Smá dilemma

Sent: Sun 17. Júl 2022 21:45
af einarenergy
Eg tók turninn minn með til Dk
var með hana í stórri tösku og mörg handklæði utanum hana.
inní tölvunni var ég með boli,sokka og eithvað til að koma í veg fyrir að það gæti hreyst en kannski sniðugt að taka GPU úr og pakka því sér.
hún er ennþá góð í dag

Re: Smá dilemma

Sent: Sun 17. Júl 2022 22:47
af valli94
einarenergy skrifaði:Eg tók turninn minn með til Dk
var með hana í stórri tösku og mörg handklæði utanum hana.
inní tölvunni var ég með boli,sokka og eithvað til að koma í veg fyrir að það gæti hreyst en kannski sniðugt að taka GPU úr og pakka því sér.
hún er ennþá góð í dag


Vá hvað mér hefði ekki dottið í hug að setja föt inn í tölvuna! Ætli að ég reyni þá ekki frekar bara að taka hana með.

Takk kærlega <3

Re: Smá dilemma

Sent: Mán 18. Júl 2022 14:58
af appel
Spurning hvort kassinn sé of stór í handfarangur. Flugfélögin gefa upp málin á vefsíðum sínum.

Re: Smá dilemma

Sent: Mán 18. Júl 2022 15:21
af valli94
appel skrifaði:Spurning hvort kassinn sé of stór í handfarangur. Flugfélögin gefa upp málin á vefsíðum sínum.


Mhm, hann er of stór fyrir handfarangur. Handfarangur má vera 55x40x23cm og turninn minn er 50x45x20

En væri alveg alltof risky að setja hann í stóru töskunar? Miðað við hvernig þeir kasta töskunum þá hugsa ég allavegana að það væri góðar líkur að íhlutir eyðileggist.

Re: Smá dilemma

Sent: Mán 18. Júl 2022 15:48
af sulta
Ég tók turnin minn erlendis fyrir ekkert svo löngu. Setti alla íhlutina í kassana sem þeir komu í, og tók íhlutina með í handfarangri. Tók reyndar ekki kassan né aflgjafan með mér og keypti mér nýtt í útlandinu. Mæli með að reyna taka sem mest meðí handfarangri þar sem það virðist all vera að týnast og "týnast" á flugvöllum ákkúrat núna.

Þú vilt alveg örugglega ekki lenda í því sama og þessi :P https://www.youtube.com/watch?v=5YGc4zOqozo

Re: Smá dilemma

Sent: Mán 18. Júl 2022 17:52
af appel
Já, ehe, gætir tekið bara alla íhlutina í handfarangri, móðurborð settið með öllu, skjákortið og aflgjafann, þetta er það dýrasta, innvolsið.
Setur svo tóma kassann í stærri ferðatösku, og ef hann kemur út óskaddaður þá fínt, getur notað áfram, annars geturu bara keypt nýjan á 15 þús kall eða hvað sem hann kostar.

Annars er séns á að koma kassanum í handfarangri, margir sem fara umfram þessi stærðarmörk. Þú gætir spurt flugfélagið hvort þetta sleppi. Systir mín er flugfreyja og segir að þessi stærðarmál séu svona "safe" stærðarmál, stærri ferðatöskur komist oftast fyrir.

Re: Smá dilemma

Sent: Mán 18. Júl 2022 18:11
af kjartanbj
Ég persónulega myndi selja þetta hér heima, halda hörðu diskunum mögulega , versla mér svo nýtt úti öflugra og nýlegra.

Re: Smá dilemma

Sent: Mán 18. Júl 2022 18:32
af valli94
sulta skrifaði:Ég tók turnin minn erlendis fyrir ekkert svo löngu. Setti alla íhlutina í kassana sem þeir komu í, og tók íhlutina með í handfarangri. Tók reyndar ekki kassan né aflgjafan með mér og keypti mér nýtt í útlandinu. Mæli með að reyna taka sem mest meðí handfarangri þar sem það virðist all vera að týnast og "týnast" á flugvöllum ákkúrat núna.

Þú vilt alveg örugglega ekki lenda í því sama og þessi :P https://www.youtube.com/watch?v=5YGc4zOqozo


appel skrifaði:Já, ehe, gætir tekið bara alla íhlutina í handfarangri, móðurborð settið með öllu, skjákortið og aflgjafann, þetta er það dýrasta, innvolsið.
Setur svo tóma kassann í stærri ferðatösku, og ef hann kemur út óskaddaður þá fínt, getur notað áfram, annars geturu bara keypt nýjan á 15 þús kall eða hvað sem hann kostar.

Annars er séns á að koma kassanum í handfarangri, margir sem fara umfram þessi stærðarmörk. Þú gætir spurt flugfélagið hvort þetta sleppi. Systir mín er flugfreyja og segir að þessi stærðarmál séu svona "safe" stærðarmál, stærri ferðatöskur komist oftast fyrir.


Góðar hugmyndir, takk fyrir báðir! Reyni að bjalla í þau á morgun og sjá hvað þau segja :)

kjartanbj skrifaði:Ég persónulega myndi selja þetta hér heima, halda hörðu diskunum mögulega , versla mér svo nýtt úti öflugra og nýlegra.


Já þetta er eiginlega vandamálið, ég er voða mikið á báðum áttum. Ég hef svo sem ætlað mér að uppfæra aðeins undanfarið og þetta væri svo sem ekki slæm tímasetning fyrir það. Er allavegana búinn að átta mig betur á því núna hvernig ég gæti tekið tölvuna ef ég vill. Veit samt bara ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu sölu dóti,

Re: Smá dilemma

Sent: Mán 18. Júl 2022 18:38
af Klemmi
Tek undir með fyrri ræðumönnum... annað hvort selja kassa og aflgjafa og kaupa nýtt úti, eða selja allt nema mögulega harða diska og kaupa nýtt úti.

Taka restina með í handfarangur.

Re: Smá dilemma

Sent: Mán 18. Júl 2022 18:59
af ratho2980

Re: Smá dilemma

Sent: Mán 18. Júl 2022 20:28
af jonfr1900
Ég setti allar tölvurnar mínar á bretti og þetta fór þá leið til Danmerkur. Ekkert vandamál að flytja þær þannig. Það er miklu meiri áhætta að senda þetta með flugi í dag, útaf þjófnaði (utan flugvallar) og að þetta hreinlega týnist í fluginu (stolið).

Re: Smá dilemma

Sent: Þri 19. Júl 2022 10:33
af Orri
Þegar ég flutti til DK fyrir 4 árum þá setti ég turninn minn í stóra ferðatösku og innritaði hana. Ég tók skjákortið úr og setti í handfarangur, en svo vafði ég bara turninn í nokkrum handklæðum og setti föt inn í turninn ef ég man rétt. Fékk svo Fragile miða á töskuna þegar ég innritaði hana.

Veit ekki hvort ég myndi leggja í þetta aftur, myndi líklega selja kassann og hluti sem mig langar að uppfæra og kaupa úti, en þetta virkaði og tölvan í fínu lagi þegar ég kom út :)

Re: Smá dilemma

Sent: Þri 19. Júl 2022 12:21
af CendenZ
Ég myndi nú bara selja þessa vél ... kaupir flakkara og setur allt á hann sem þú vilt eiga. kaupir svo bara notaða vél úti :-k
edit: sé t.d. inn á dba nokkur 3070 kort, slatti af ágætum vélum og gætir alveg keypt notaða vél og skjá og svo eitt notað 3070(ti) :happy

Re: Smá dilemma

Sent: Þri 19. Júl 2022 13:34
af valli94
Held að ég sé búinn að ákveða að selja og kaupa nýtt úti. Vill þakka öllum innilega fyrir sem komu með ráð og reynslu!