Crucial MX500 drif sem gefst upp.


Höfundur
Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 977
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 39
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Crucial MX500 drif sem gefst upp.

Pósturaf Hlynzi » Mán 04. Júl 2022 23:07

Sælt verið fólkið.

Nú var Crucial MX500 (1TB M.2 SSD) að klikka hjá mér, það virðist halda þangað til það hitnar, þá frýs tölvan og músin hefur haldið áfram örlítið lengur, síðan hvarf drifið úr Bios, ég er líka með Linux Mint sem hagar sér eins, þetta drif er rétt í kringum 2 ára gamalt og hefur bara fengið léttari vinnslu síðasta árið eftir að ég fékk mér borðtölvu fyrir leikina.

Ég er með headspreader gúmmímottu sem fylgdi með, ég fékk líka fyrra drifið af sömu gerð gallað með nákvæmlega sama vandamáli, þegar það hitnaði datt það út, ég var að velta því fyrir mér hvort það sé eitthvað hægt að halda því gangandi nógu lengi til að taka útaf því gögn, ég var með svona mestmegnið bakkað upp á því en væri til í að bæta við restinni ef hægt er eða er þetta alveg vonlaust ?


Hlynur

Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Crucial MX500 drif sem gefst upp.

Pósturaf Sultukrukka » Þri 05. Júl 2022 00:55

Er það ekki bara að smella þessu í dágóða stund í frysti í plastpoka til að sporna við daggarmyndun, finna svo hraðvirkann móttökudisk og krossa fingur?

Hef gert þetta með eMMc geymslumiðlum með ágætis árangri, reikna með að þetta gæti líka virkað á þessu, mögulega væri sterkur leikur að vera með einhversskonar plastpoka yfir disk og hitasökkul (kæligelpoki eða klakar) til að þola lengri read/write sessions.

Hinsvegar ef að þetta eru mission critical gögn þá er auðvitað alltaf best að senda þetta til sérfræðinga en þetta gæti virkað fyrir "nice to have" gögn.
Síðast breytt af Sultukrukka á Þri 05. Júl 2022 00:57, breytt samtals 2 sinnum.




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1223
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Crucial MX500 drif sem gefst upp.

Pósturaf nonesenze » Þri 05. Júl 2022 11:12

getur prufað að tengja hann bara með rafmagni í svona 20-30 mín og slökkva of tengja hann með sata og sjá hvort það lagi hann


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Bequiet straight 1200w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


Höfundur
Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 977
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 39
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Crucial MX500 drif sem gefst upp.

Pósturaf Hlynzi » Þri 05. Júl 2022 21:44

Þakka góð ráð, merkilegt nokk þá dugði hann í stofuhita (eftir að hafa fengið yfir nóttina) og ég náði restinni af gögnunum útaf honum sem ég var ekki búinn að bakka upp á annan stað.

Keypti svo 1TB Samsung 980 í staðinn sem vonandi verður langlífari.


Hlynur