Kæling á 3080ti/3700x ATX kassa


Höfundur
fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Kæling á 3080ti/3700x ATX kassa

Pósturaf fhrafnsson » Mið 18. Maí 2022 13:30

Nú er farið að hitna aðeins í kolunum. Skjákortið er í tæpum 70°C í load og örgjörvinn í 68-78°C í load.

Ég er nýbúinn að skipta um hitakrem (notaði Cooler Master krem sem ég átti) og rykhreinsa allt, en er reyndar að nota Wraith kælinguna sem fylgdi með örgjörvanum. Ég er með Corsair Carbide 275 kassa en er ekkert rosalega flinkur í uppsetningu á viftum og þess háttar (PSU og GPU blása til dæmis beint á móti hvort öðru sem getur varla verið gott).

Er einhver með ráð eða jafnvel býður upp á þjónustu við að setja upp viftur og svona til að ná niður hitanum og látunum í viftunum?



Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 784
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Kæling á 3080ti/3700x ATX kassa

Pósturaf jericho » Mið 18. Maí 2022 14:09

Ég var einmitt að fá mér nýtt skjákort (3070) og er með 5600x. Þetta er í svipuðum hitatölum og hjá þér, en þótt ég hafi ekkert alltof miklar áhyggjur af þeim, þá las ég mér aðeins til um undervolting á skjákortinu og það virðist vera að koma vel út. Á reyndar eftir að prófa það sjálfur. Þú gætir mögulega kynnt þér það. Just my 2 cents. Gangi þér vel :)
Síðast breytt af jericho á Mið 18. Maí 2022 14:18, breytt samtals 2 sinnum.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Höfundur
fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Kæling á 3080ti/3700x ATX kassa

Pósturaf fhrafnsson » Mið 18. Maí 2022 14:15

Ég er einmitt búinn að undervolta kortið mitt (875@1900, mem +500) og það lækkaði um góðar 5-6°C við það án þess að ég hafi fundið neitt fyrir verri afköstum. Ég held að vandamálið sé að kortið er svo rosalega stórt að það hitar loftið töluvert meira en minna kort við sömu gráður.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kæling á 3080ti/3700x ATX kassa

Pósturaf jonsig » Mið 18. Maí 2022 22:09

fhrafnsson skrifaði: Ég held að vandamálið sé að kortið er svo rosalega stórt að það hitar loftið töluvert meira en minna kort við sömu gráður.

Þetta kort er 350W+ ... smbr GTX1070 sem er 150W max.

Þessi 3080ti kort hitna slatta, svona á mörkunum að vera óþægilegt. Það er ekki mjög mikið sem hægt er að undervolta þessi kort mv Vega64 t.d.
Eina leiðin er að setja á þetta vatnskæliblokk. Eða power limita dótið / undervolt sem er ekkert svakalega spennandi með 3080Ti.
Ég væri svö löngu búinn að setja mitt á vatnskælingu ef það væru ekki þessir andsk. warranty void miðar útum allt á þessu.

En það er allt í lagi að stressa sig á svona hitatölum, heit kort deyja mikið fyrr.

Kassinn minn er með vertical mount fyrir skjákortið, sem ég hef mitt 3080ti í til að fá ekki skemmdir útaf GPU sag síðan með opna hlífina á kassanum.. Samt subbulega heitt, eða kringum 65°C og minnið eitthvað yfir 70°C með undervolt. :lol: samt minni viftuhávaði.
Síðast breytt af jonsig á Mið 18. Maí 2022 22:19, breytt samtals 3 sinnum.