Síða 1 af 1

Uppfærsla á Plex server, ráðleggingar?

Sent: Lau 23. Apr 2022 22:54
af Frussi
Góða kvöldið
Ég er með plex server sem mig langar að uppfæra. Er núna með i5 3450, 16Gb Ram og ekkert skjákort. Ég er að spá í einhverju mjög ódýru en var að velta fyrir mér hvort það væri nóg að fara í 3770 eða hvort ég eigi að uppfæra móðurborðið og örgjörvann.

Mér sýnist móðurborðið sem ég er með núna, Gigabyte z77 D3H styðja einhverja xeon örgjörva en þarf ég þá eitthvað annað vinnsluminni líka?

Allar ráðleggingar mjög vel þegnar og ef einhver á eitthvað ofan í skúffu sem ég gæti uppfært í fyrir lítinn pening þá væri það draumur.

-Bjarni

Re: Uppfærsla á Plex server, ráðleggingar?

Sent: Lau 23. Apr 2022 23:37
af playman
Það fer auðvitað allt eftir því hvernig efni þú ætlar að spila og hvaða players þú ætlar að nota.
t.d. h265 codec þarf töluvert öflugri vél en h264, einnig hvort að þú ætlar að vera í 1080p eða fara í 2k-4k og AAC eða allt að E-AC-3 HD Atmos hljóð.
Svo fer það eftir spilaranum hve mikið vélin þarf að transkóða, eða hvort að hann styðji öll formöttin þín og geti bara direct streamað, þá þarftu
ekkert svo öfluga vél. Svo spilar mikið inní líka hve margir munu vera að horfa á í einu.
Ef þú ætlar að fara að hleypa öðrum inna á servernin þinn og enginn eða fáir geta direct streamað þá þarftu ennþá öflugri vél.

Re: Uppfærsla á Plex server, ráðleggingar?

Sent: Lau 23. Apr 2022 23:53
af russi
Þú ættir ekki að þurfa skjákort, intel skjástýring er feikifín sem slík, þarft að virkja Hardware Transcoding og þú ert fínn. Gætir sloppið vel með vél sem er i5 og 8GB ram, keyrandi Ubuntu t.d

Re: Uppfærsla á Plex server, ráðleggingar?

Sent: Lau 23. Apr 2022 23:55
af Frussi
playman skrifaði:Það fer auðvitað allt eftir því hvernig efni þú ætlar að spila og hvaða players þú ætlar að nota.
t.d. h265 codec þarf töluvert öflugri vél en h264, einnig hvort að þú ætlar að vera í 1080p eða fara í 2k-4k og AAC eða allt að E-AC-3 HD Atmos hljóð.
Svo fer það eftir spilaranum hve mikið vélin þarf að transkóða, eða hvort að hann styðji öll formöttin þín og geti bara direct streamað, þá þarftu
ekkert svo öfluga vél. Svo spilar mikið inní líka hve margir munu vera að horfa á í einu.
Ef þú ætlar að fara að hleypa öðrum inna á servernin þinn og enginn eða fáir geta direct streamað þá þarftu ennþá öflugri vél.


Er einmitt með h265 efni, alltaf meira og meira í 4k og nokkrir vinir með aðgang að servernum. Ég segi þeim öllum að direct stream'a en þeir eru mis tæknisinnaðir og ég vil helst að þeir geti ýtt á play og ekki pælt meira í því.

Markmiðið er semsagt 4-7 concurrent users og kannski tveir að transcode'a 4k í 1080p (sem núverandi setup ræður ekki við, eitt 4k->1080p stream pinnar cpu í 100%)

russi skrifaði:Þú ættir ekki að þurfa skjákort, intel skjástýring er feikifín sem slík, þarft að virkja Hardware Transcoding og þú ert fínn. Gætir sloppið vel með vél sem er i5 og 8GB ram, keyrandi Ubuntu t.d


Var einmitt búinn að skoða hardware transcoding en ivy bridge styður ekki h265. Sýnist ég þurfa að fara amk í skylake eða helst kaby Lake til að geta nýtt mér það almennilega

Re: Uppfærsla á Plex server, ráðleggingar?

Sent: Sun 24. Apr 2022 00:27
af Predator
Ef þú ætlar að geta transcodeað 4k er auðveldast að verða þér út um 1060 gtx eða betra. Annars þarftu að uppfæra í amk i5 6xxx til að fá uhd 6xx skjastyringu.

Re: Uppfærsla á Plex server, ráðleggingar?

Sent: Mán 25. Apr 2022 10:14
af Póstkassi
Spurning hvort að vélbúnaður frá AliExpress sé þess virði að skoða?
Hef verslað við Huananzhi og fékk hreint út sagt ótrúlega vél fyrir lítinn pening. Dæmi um móðurborð, örgjorva og vinnsluminni frá þeim .

Ég keypti þetta combo í byrjun síðasta árs og hún hefur verið í gangi í tæpt ári núna og ekki slegið feilpúst.

Re: Uppfærsla á Plex server, ráðleggingar?

Sent: Mán 25. Apr 2022 11:01
af Dropi
Ég er með i7 4770 og 32GB ram í mínum að keyra Unraid og það hefur gengið vel, í raun ánægður að ég sé ekki með Xeon því skjástýringin á víst eitthvað að koma af notum. Pæli þó svo lítið í honum, hann gengur 24/7 mjög smurt nema kom upp vesen með einn sas kapal einusinni.