Ástæða til að vera var um kaup á GDDR6X 3000 mining kortum

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ástæða til að vera var um kaup á GDDR6X 3000 mining kortum

Pósturaf GullMoli » Sun 23. Jan 2022 09:09

Svona fyrst að það virðast vera áhyggjur hjá þeim sem eru að stunda námugröft erlendis vegna ýmissa ástæðna og þar af leiðandi skjákort að koma á markaðinn, þá vil ég vara við kaupum á kortum með GDDR6X minni.

Það eru þá 3070 TI og uppúr, þar sem að námugröftur keyrir aðalega á minninu.
Core hitastig kortana kann að hafa verið 50-60 en VRAM hitinn fer nokkuð auðveldlega í 100+ á þessum kortum (við námugröft).

Nú hef ég lesið misjafna hluti um áhrifin af þessu en það er allavega þess virði að hafa þetta í huga áður en þið eyðið 100k+ í notað kort.

EDIT: Google leit gefur aragrúa þráða þar sem fólk er með áhyggjur af kortunum sínum vegna hita
https://www.hardwaretimes.com/mining-et ... -and-3090/
Síðast breytt af GullMoli á Sun 23. Jan 2022 11:32, breytt samtals 5 sinnum.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1817
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Tengdur

Re: Ástæða til að vera var um kaup á GDDR6X 3000 mining kortum

Pósturaf Nariur » Sun 23. Jan 2022 13:28

Minniskubbarnir eru speccaðir fyrir 104°, svo mér finnst ekkert voða sketchy ef þeir keyra í 94° 24/7. Hitabreytingar hafa líka oft meiri áhrif á líftíma íhluta en hár hiti.
Hafandi sagt þetta, þá mine-aði ég á einhverja stund á 3090 sem throttle-aði af því að minnið á bakhlilðinni var að ofhitna. Þurfti að setja heatsink á bakplötuna til að ná því niður. G6X er heitur andskoti.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ástæða til að vera var um kaup á GDDR6X 3000 mining kortum

Pósturaf jonsig » Sun 23. Jan 2022 21:29

Nariur skrifaði:Minniskubbarnir eru speccaðir fyrir 104°, svo mér finnst ekkert voða sketchy ef þeir keyra í 94° 24/7. Hitabreytingar hafa líka oft meiri áhrif á líftíma íhluta en hár hiti.
Hafandi sagt þetta, þá mine-aði ég á einhverja stund á 3090 sem throttle-aði af því að minnið á bakhlilðinni var að ofhitna. Þurfti að setja heatsink á bakplötuna til að ná því niður. G6X er heitur andskoti.


Yfirleitt tímarammi með svona hitaspecca.
Þumalputtareglan er 1/2 helmingun á líftíma rafbúnaðar við hverja 10°C hitaaukningu. (kennt við Arrhenius lögmálið)
Fín útskýring

Ég myndi sleppa því að kaupa útjöskuð mining kort á himinháu verði, skiptir ekki máli hvaða kynslóð af kortum það er eða framleiðandi. Ekkert af þessu dóti er hannað til að endast eitthvað, hvað þá vera í topp standi eftir nokkur ár af 24/7 mining.
Ef það væru einhver skjákort smíðuð eins og vel og seasonic prime aflgjafi. :P ... sénsinn.

Allavegana geta ævintýragjarnir gefið mér skjákortin þegar þau artifacta hjá þeim eftir tvær vikur :D
Síðast breytt af jonsig á Sun 23. Jan 2022 21:33, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1817
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Tengdur

Re: Ástæða til að vera var um kaup á GDDR6X 3000 mining kortum

Pósturaf Nariur » Sun 23. Jan 2022 21:48

Mér finnst nú tvöfaldur speccaður líftími ekki svo slæmt. Auðvitað ætti maður að borga minna fyrir mining kort, en ég á erfitt með að sjá það sem risa vandamál.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED