Síða 1 af 1

Er ekki málið að fá sér kubbafartölvu (sundurtakanlega og samsetjanlega)?

Sent: Fim 16. Sep 2021 07:49
af netkaffi
    The only high-end notebook available as a kit of modules that you can customize and assemble yourself. Bring your own memory, storage, WiFi, and OS if you’d like, or choose from the wide range of options we have available.

    A thin, lightweight, high-performance 13.5” notebook that can be upgraded, customized, and repaired in ways that no other notebook can. Proof that designing products to last doesn’t require sacrificing performance, quality, or style.

    https://frame.work/



Re: Er ekki málið að fá sér kubbafartölvu (sundurtakanlega og samsetjanlega)?

Sent: Fim 16. Sep 2021 09:31
af Klemmi
Eins og þeir segja, þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd kemur fram, en innilega vona ég auðvitað að þetta takist í þetta skiptið :)

Frábært að geta skipt út bara móðurborði m. örgjörva í stað þess að þurfa að skipta út allri tölvunni seinna.
Maður þarf samt að bíða aðeins, ef maður vill fá stóran enter takka og goggana á lyklaborðið :P

Re: Er ekki málið að fá sér kubbafartölvu (sundurtakanlega og samsetjanlega)?

Sent: Fim 16. Sep 2021 09:42
af Njall_L
Ég er búinn að lofa sjálfum mér að ef það kemur næsta kynslóð af þessu og að hugmyndin virðist vera að ganga upp þá verði þetta næsta vél sem ég kaupi. Lítur bæði vel út og er málstaður sem ég styð heilshugar. Fyrir okkur sem viljum ISO lyklaborð þá eru þau áætluð í sölu hjá þeim seinna á þessu ári.

Re: Er ekki málið að fá sér kubbafartölvu (sundurtakanlega og samsetjanlega)?

Sent: Fim 16. Sep 2021 12:46
af gnarr
Þetta lofar nógu góðu til þess að Linus Sebastian var til í að fjárfesta $250.000 í þessu fyrirtæki.

ég mæli með að kíkja á þetta myndband frá LTT


Re: Er ekki málið að fá sér kubbafartölvu (sundurtakanlega og samsetjanlega)?

Sent: Fim 16. Sep 2021 13:38
af dori
Njall_L skrifaði:Ég er búinn að lofa sjálfum mér að ef það kemur næsta kynslóð af þessu og að hugmyndin virðist vera að ganga upp þá verði þetta næsta vél sem ég kaupi. Lítur bæði vel út og er málstaður sem ég styð heilshugar. Fyrir okkur sem viljum ISO lyklaborð þá eru þau áætluð í sölu hjá þeim seinna á þessu ári.

Verður geggjuð með blank ISO lyklaborði. :hjarta

Re: Er ekki málið að fá sér kubbafartölvu (sundurtakanlega og samsetjanlega)?

Sent: Fim 16. Sep 2021 13:41
af Hannesinn
gnarr skrifaði:Þetta lofar nógu góðu til þess að Linus Sebastian var til í að fjárfesta $250.000 í þessu fyrirtæki.

ég mæli með að kíkja á þetta myndband frá LTT

Nokkuð töff hjá Linusi. Ofan á þetta sem Linus telur upp í vídjóinu, og að hann sé að fjárfesta 30 millum í verkefnið, að núna vita milljónir fleiri manns af þessari tölvu, þ.á.m. ég, og ég vissi fyrst af þessu í gærkvöldi.

Hugmyndin að þessu er æðisleg. Vonandi nær þetta almennilega á flug og fer ekki off-rails við fyrsta tækifæri.