Einföld leikja- og heimilisvél


Höfundur
hejsan
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Sun 12. Sep 2021 17:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Einföld leikja- og heimilisvél

Pósturaf hejsan » Sun 12. Sep 2021 17:20

Nú er komið að því að kaupa turnvél á heimilið. Hugmyndin er að þetta geti hvoru tveggja verið heimilisvél fyrir börnin og einföld leikjavél fyrir foreldrana. Leikirnir sem verða spilaðir geta verið allt frá því að vera "einfaldari" leikir eins og Sims og Command and Conquer upp í einhvers konar skotleiki eins og Call of Duty og þess háttar. Líklega engin netspilun og engin krafa um að gæðin séu mjög mikil, bara að þetta geti verið nokkuð smooth.

Hef skoðað m.a. eftirfarandi:

Er alveg tilbúinn að borga aðeins meira til að hafa möguleika á því að uppfæra í framtíðinni en þekki þó ekki alveg hvernig endingin er almennt á þessu nú til dags. Kemst ég upp með að kaupa turn á 100-150 þús. kr. eða er nauðsynlegt að fara aðeins hærra ef maður vill ekki þurfa að uppfæra strax eftir 2-3 ár?

Vil helst kaupa þetta allt á sama stað og þá tilbúið. Er líka alveg tilbúinn að borga smá auka fyrir góða þjónustu og vera viss um að fá einhver svör ef eitthvað bilar.Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6303
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 730
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Einföld leikja- og heimilisvél

Pósturaf Sallarólegur » Sun 12. Sep 2021 17:40Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller


TheAdder
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 22
Staða: Tengdur

Re: Einföld leikja- og heimilisvél

Pósturaf TheAdder » Sun 12. Sep 2021 17:42

hejsan skrifaði:Nú er komið að því að kaupa turnvél á heimilið. Hugmyndin er að þetta geti hvoru tveggja verið heimilisvél fyrir börnin og einföld leikjavél fyrir foreldrana. Leikirnir sem verða spilaðir geta verið allt frá því að vera "einfaldari" leikir eins og Sims og Command and Conquer upp í einhvers konar skotleiki eins og Call of Duty og þess háttar. Líklega engin netspilun og engin krafa um að gæðin séu mjög mikil, bara að þetta geti verið nokkuð smooth.

Hef skoðað m.a. eftirfarandi:

Er alveg tilbúinn að borga aðeins meira til að hafa möguleika á því að uppfæra í framtíðinni en þekki þó ekki alveg hvernig endingin er almennt á þessu nú til dags. Kemst ég upp með að kaupa turn á 100-150 þús. kr. eða er nauðsynlegt að fara aðeins hærra ef maður vill ekki þurfa að uppfæra strax eftir 2-3 ár?

Vil helst kaupa þetta allt á sama stað og þá tilbúið. Er líka alveg tilbúinn að borga smá auka fyrir góða þjónustu og vera viss um að fá einhver svör ef eitthvað bilar.


Miðað við umræðuna hérna á spjallinu, þá sýnist mér að Kísildalur sé almennt með mjög góða þjónusu, flest þessi fyrirtæki hafa verið að standa sig ágætlega en það geta allir gert mistök.
Persónulega myndi ég mæla meða að fara í 200-250 þúsund strax, það ætti að gefa þér einhver ár í notkun, hversu mörg fer mest eftir þínum kröfum um afköst.
Þú mátt alveg búast við að skipta öllu sem í kassanum er út þegar þú uppfærir næst, að aflgjafa of gagnageymslum undanskildun, nýr örgjörvi mun kalla á nýtt móðurborð, og staðan í dag er þannig að eftir nokkur ár verður DDR5 orðínn staðallinn. Skjákortið væri hægt að nýta aftur í svona milli færslu að öllum líkindum.
Ég myndi miða við
R5 3600+ / i5 10600+
16Gb RAM
6600XT+ / 3060+
Og miða við 1080p skjá.

Edit:

Þessi pakki er t.d. mjög efnilegur.
Síðast breytt af TheAdder á Sun 12. Sep 2021 17:43, breytt samtals 1 sinni.