Aðstoð við að velja íhluti

Skjámynd

Höfundur
HairyCow13
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mið 23. Jan 2019 20:43
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Aðstoð við að velja íhluti

Pósturaf HairyCow13 » Sun 05. Sep 2021 15:54

Ég er með 6700k en langar að uppfæra, hvað væri sniðugast fyrir mig að fara í staðinn sem kostar samt ekki brjálað mikið?
Græði ég eitthvað á þvi að fara í 8700k?


Er með 1080Ti og 16Gb 3000MHz ram

Öll hjálp vel þegin
Eins ef eitthver er að losa sig við cpu sem er betri en minn þá er ég til í að skoða að kaupa



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja íhluti

Pósturaf appel » Sun 05. Sep 2021 19:43

https://cpu.userbenchmark.com/Compare/I ... 3937vs3502
Ekki mikils virði að uppfæra finnst mér.

Hvað ertu að nota vélina í, leiki? Þá er betra að vera með gott skjákort.
Svo er spurning hvaða budget þú ert með, erfitt að segja hvað þú eigir að gera ef þú skilgreinir ekki neitt budget.


*-*

Skjámynd

Höfundur
HairyCow13
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mið 23. Jan 2019 20:43
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja íhluti

Pósturaf HairyCow13 » Sun 05. Sep 2021 19:48

appel skrifaði:https://cpu.userbenchmark.com/Compare/Intel-Core-i7-8700K-vs-Intel-Core-i7-6700K/3937vs3502
Ekki mikils virði að uppfæra finnst mér.

Hvað ertu að nota vélina í, leiki? Þá er betra að vera með gott skjákort.
Svo er spurning hvaða budget þú ert með, erfitt að segja hvað þú eigir að gera ef þú skilgreinir ekki neitt budget.


Er mest megnis bara að spila leiki, er aðallega að pæla hvað fólk myndi mæla með að fara í staðinn fyrir 6700k, er ekki að fara að henda eitthverjum 200þús í uppfærslu, bara halda því eins lágu og hægt er :megasmile




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 611
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja íhluti

Pósturaf Dr3dinn » Sun 05. Sep 2021 20:20

5600x og eitthvað odyrt moðurborð með? :)
(80þ ish)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja íhluti

Pósturaf appel » Sun 05. Sep 2021 20:22

Þú ert bara að fara henda peningum ef þú ætlar eitthvað aðeins að breyta til bara, færð lítið gain í tölvuleikjum með að skipta um 1-2 kynslóðir í örgjörvum.

Mæli bara með að gera ekkert í bili, bíða af þér þetta chipset og gpu ástand í heiminum í 1-2 ár þar til verð lækkar. Spara :) kaupa svo almennilega uppfærslu.

Ég er sjálfur með 7600k, mér liggur ekkert á að uppfæra, þessi vél dugar mér í 5 ár í viðbót!


En eitt sem ég mæli frekar með er að kaupa flottari tölvuskjá.
Hver er tilgangur tölvunnar? JÚ HANN ER AÐ BIRTA MYND Á TÖLVUSKJÁ! Menn eyða grimmt í vélbúnað en kaupa sér svo einhvern ömurlegan tölvuskjá. Skil það ekki.
Ef þú vilt eyða í betri upplifun, þá er góður tölvuskjár sniðugastur. Færð miklu meiri ánægju úr því heldur en að uppfæra um 1-2 kynslóð af örgjörva eða stækka minnið.
Og góður tölvuskjár er óháður tölvunni, þ.e. þú getur uppfært tölvuskjáinn óháð tölvunni og vice versa.
En kannski áttu góðan tölvuskjá og þá er þetta tilgangslaus ábending hjá mér :)
Það eða eitthvað hljóð-dæmi, góða hátalara, headphones etc... getur átt slíkt í langan tíma.
Síðast breytt af appel á Sun 05. Sep 2021 20:23, breytt samtals 1 sinni.


*-*


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 609
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja íhluti

Pósturaf dadik » Mán 06. Sep 2021 10:54

Ég er ekki viss um að þú myndir finna mun á 6700k og 8700 í daglegri vinnslu.

Ertu ekki örugglega með SSD?


ps5 ¦ zephyrus G14


Odini
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mið 20. Jan 2016 19:01
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja íhluti

Pósturaf Odini » Mán 06. Sep 2021 18:38

Bíddu að minnsta kosti eftir Zen 4

Edit: Ég er ekki að segja honum að bíða eftir Zen 4 og fá sér það þegar það kemur út, bara einfaldlega sparar pening á eldra dótinu
Síðast breytt af Odini á Mán 06. Sep 2021 18:41, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja íhluti

Pósturaf appel » Mán 06. Sep 2021 19:47

dadik skrifaði:Ég er ekki viss um að þú myndir finna mun á 6700k og 8700 í daglegri vinnslu.

Ertu ekki örugglega með SSD?

Ég vona það :D SSD er klárlega málið að fá sér ef þú ert enn á 20. öldinni í spinning diskum.


*-*

Skjámynd

Höfundur
HairyCow13
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mið 23. Jan 2019 20:43
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja íhluti

Pósturaf HairyCow13 » Þri 07. Sep 2021 08:37

Haha jú ég er með SSD.

Og ég er að nota 144Hz benq skjá, finnst það fínt en það væri alveg hægt að kaupa betri skjá. Þarf bara að skoða það betur

Annars finnst mér vanta eitthvað uppá performance, væri til í að sjá hærra og meira stable fps í leikjum