Síða 1 af 1

Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Mið 18. Ágú 2021 15:52
af GullMoli
Góðan daginn,


Nú ætla ég að leyfa mér uppfærslu á tölvuskjá en ég hef verið að reyna að kynna mér þetta en ekki enn náð að taka ákvörðun og datt í hug að einhverjir hér hefðu kynnt sér þetta og gætu aðstoðað mig.

Ég vil helst 32", 1440p og G-Sync. Ég er með budget upp að 140þús sirka.

Ég hef aðeins verið að skoða 21:9 ultrawide skjái en ég held að support í tölvuleikjum sé ennþá frekar lélegt plús þarf ennþá betri vélbúnað til þess að keyra þá á almennilegu FPS.

Ég var upphaflega seldur á Samsung G7 32" skjánum. Hinsvegar hef ég verið að lesa sögur af ýmsum vandræðum og böggum sem hrjá fólk, ég er ekki alveg að nenna þannig veseni fyrir skjá sem kostar 140þús. Einnig er hann með frekar aggressive curve sem ég veit ekki hvort að ég muni fýla.

  • Samsung Odyssey G7 31.5" 16:9 240 Hz Curved VA G-SYNC HDR
  • https://www.bhphotovideo.com/c/product/1554565-REG/samsung_lc32g75tqsnxza_32_c32tg70_gaming_monitor.html/m/Y

Svo hef ég verið að skoða þennan:
  • ASUS Republic of Gamers Swift PG329Q 32" 16:9 175 Hz G-SYNC QHD HDR IPS
  • https://www.bhphotovideo.com/c/product/1606023-REG/asus_rog_swift_pg329q_32.html

Af 21:9 skjám þá fannst mér þessir ágætir:
  • Acer Predator X34 GSbmiipphuzx 34" 21:9 Curved 144 Hz IPS
  • https://www.bhphotovideo.com/c/product/1621879-REG/acer_um_cx0aa_s01_x34_predator_34_ips.html
  • ASUS ROG Strix XG349C 34" 21:9 Ultrawide Curved IPS
  • https://www.bhphotovideo.com/c/product/1656809-REG/asus_xg349c_34_uwqhd_180hz_hdr400.html

HJELP

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Mið 18. Ágú 2021 16:07
af ElvarP
Ég er með þennan: https://www.mii.is/vara/mi-curved-gaming-monitor-34/

Mjög glaður með hann. Hann er einmitt 34", 1440p, ekki með G-Sync en er með Free Sync sem ég held öll Nvidia kort styðja. Eftir að prófa ultrawide þá myndi ég aldrei fara til baka í 16:9 skjá, svipað og þegar ég fyrst prufaði 1440p skjá þá get ég aldrei farið í 1080p skjá aftur. Held að GTX1070 myndi alveg höndla 3440 x 1440 upplausn í flestum leikjum. Er sjálfur með 1660 kort sem hefur virkað nógu vel fyrir mig, en ég spila mest megnis bara League.

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Mið 18. Ágú 2021 20:38
af GullMoli
ElvarP skrifaði:Ég er með þennan: https://www.mii.is/vara/mi-curved-gaming-monitor-34/

Mjög glaður með hann. Hann er einmitt 34", 1440p, ekki með G-Sync en er með Free Sync sem ég held öll Nvidia kort styðja. Eftir að prófa ultrawide þá myndi ég aldrei fara til baka í 16:9 skjá, svipað og þegar ég fyrst prufaði 1440p skjá þá get ég aldrei farið í 1080p skjá aftur. Held að GTX1070 myndi alveg höndla 3440 x 1440 upplausn í flestum leikjum. Er sjálfur með 1660 kort sem hefur virkað nógu vel fyrir mig, en ég spila mest megnis bara League.


Já hef einmitt heyrt það um Ultrawide, ég hallast alveg nokkuð að þeim.

Annað, hefur einhver reynslu af því að panta skjái erlendis frá og hvar það sé sniðugt upp á spennubreytana?

EDIT: Sendi fyrirspurn á B&H varðandi Asus 21:9 skjáinn og spennubreytirinn með honum styður bæði 110 og 220, 50-60Hz.

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Mið 18. Ágú 2021 21:31
af urban
Ég fékk mér 16:9 skjá í fyrra.
Dauð sé eftir því að hafa ekki farið í 21:9

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Mið 18. Ágú 2021 21:51
af ZoRzEr
Ég er með 34" LG GN850-B 21:9 sem ég fékk mér í sumar. Mjög ánægður.

https://www.amazon.com/LG-34GN850-B-Inc ... B086XLLG28

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Mið 18. Ágú 2021 22:30
af GullMoli
ZoRzEr skrifaði:Ég er með 34" LG GN850-B 21:9 sem ég fékk mér í sumar. Mjög ánægður.

https://www.amazon.com/LG-34GN850-B-Inc ... B086XLLG28


Hvar pantaðirðu hann? Ef Amazon, var það þá breska Amazon?
Finnst svo sturlað mikill verðmunur á skjám á .com í USD og .co.uk í pundum.

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Mið 18. Ágú 2021 23:42
af Dr3dinn
með samsung alveg dýrka skjáinn.. ekkert vesen og venst curve-inu auðveldlega

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Fim 19. Ágú 2021 07:25
af blitz
GullMoli skrifaði:
ElvarP skrifaði:Ég er með þennan: https://www.mii.is/vara/mi-curved-gaming-monitor-34/

Mjög glaður með hann. Hann er einmitt 34", 1440p, ekki með G-Sync en er með Free Sync sem ég held öll Nvidia kort styðja. Eftir að prófa ultrawide þá myndi ég aldrei fara til baka í 16:9 skjá, svipað og þegar ég fyrst prufaði 1440p skjá þá get ég aldrei farið í 1080p skjá aftur. Held að GTX1070 myndi alveg höndla 3440 x 1440 upplausn í flestum leikjum. Er sjálfur með 1660 kort sem hefur virkað nógu vel fyrir mig, en ég spila mest megnis bara League.


Já hef einmitt heyrt það um Ultrawide, ég hallast alveg nokkuð að þeim.

Annað, hefur einhver reynslu af því að panta skjái erlendis frá og hvar það sé sniðugt upp á spennubreytana?

EDIT: Sendi fyrirspurn á B&H varðandi Asus 21:9 skjáinn og spennubreytirinn með honum styður bæði 110 og 220, 50-60Hz.


Hef tekið nokkra skjái af b&h, aldrei neitt vesen og lítill sendingarkostnaður.

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Fim 19. Ágú 2021 07:37
af ZoRzEr
GullMoli skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Ég er með 34" LG GN850-B 21:9 sem ég fékk mér í sumar. Mjög ánægður.

https://www.amazon.com/LG-34GN850-B-Inc ... B086XLLG28


Hvar pantaðirðu hann? Ef Amazon, var það þá breska Amazon?
Finnst svo sturlað mikill verðmunur á skjám á .com í USD og .co.uk í pundum.


Amazon US. Straumbreytirinn er 120-240v með hefðbundnu C5 "Mikka mús" tengi. Eina sem ég gerði var að skipta um rafmagnssnúru. Þurfti að sækja hann til DHL í Garðabæ, kominn til landsins á 3 dögum.

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Fim 19. Ágú 2021 09:42
af Dropi
Ég hef bara notað 34" ultrawide og ekkert annað síðan 2015. Fyrst var það LG 1080p (2560x1080p) sem ég flutti inn frá Kóreu, svo uppfærði ég 2 árum seinna í 1440p LG 34" 75hz freesync IPS sem ég nota enn heima og borgaði 700 pund fyrir Jan 2017, og er með eins skjá í vinnuni nema frá Dell.

Það verður aldrei aftur snúið fyrir mig, núna er ég bara að bíða eftir að komast í hærra refresh rate :) (en það VERÐUR að vera IPS fyrir mig)

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Fös 20. Ágú 2021 10:05
af GuðjónR
GullMoli skrifaði:Góðan daginn,


Nú ætla ég að leyfa mér uppfærslu á tölvuskjá en ég hef verið að reyna að kynna mér þetta en ekki enn náð að taka ákvörðun og datt í hug að einhverjir hér hefðu kynnt sér þetta og gætu aðstoðað mig.

Ég vil helst 32", 1440p og G-Sync. Ég er með budget upp að 140þús sirka.

Ég hef aðeins verið að skoða 21:9 ultrawide skjái en ég held að support í tölvuleikjum sé ennþá frekar lélegt plús þarf ennþá betri vélbúnað til þess að keyra þá á almennilegu FPS.

Ég var upphaflega seldur á Samsung G7 32" skjánum. Hinsvegar hef ég verið að lesa sögur af ýmsum vandræðum og böggum sem hrjá fólk, ég er ekki alveg að nenna þannig veseni fyrir skjá sem kostar 140þús. Einnig er hann með frekar aggressive curve sem ég veit ekki hvort að ég muni fýla.

  • Samsung Odyssey G7 31.5" 16:9 240 Hz Curved VA G-SYNC HDR
  • https://www.bhphotovideo.com/c/product/1554565-REG/samsung_lc32g75tqsnxza_32_c32tg70_gaming_monitor.html/m/Y

Svo hef ég verið að skoða þennan:
  • ASUS Republic of Gamers Swift PG329Q 32" 16:9 175 Hz G-SYNC QHD HDR IPS
  • https://www.bhphotovideo.com/c/product/1606023-REG/asus_rog_swift_pg329q_32.html

Af 21:9 skjám þá fannst mér þessir ágætir:
  • Acer Predator X34 GSbmiipphuzx 34" 21:9 Curved 144 Hz IPS
  • https://www.bhphotovideo.com/c/product/1621879-REG/acer_um_cx0aa_s01_x34_predator_34_ips.html
  • ASUS ROG Strix XG349C 34" 21:9 Ultrawide Curved IPS
  • https://www.bhphotovideo.com/c/product/1656809-REG/asus_xg349c_34_uwqhd_180hz_hdr400.html

HJELP


Af þessari upptalningu þá yrði mitt val líklega ASUS skjárinn, mér finnst hann mjög flottur.
Annars þá hafa Samsung skjáirnir verið að fá góða dóma.

ASUS Republic of Gamers Swift PG329Q 32" 16:9 175 Hz G-SYNC QHD HDR IPS

En eru menn almenn hrifnari af 32" en 27"?
Ég gerði fyrr á árinu smá lista yfir 27" skjái sem mér fannst spennandi:
viewtopic.php?p=731168#p731168

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Fös 20. Ágú 2021 12:54
af dabbihall
ég pantaði mér þennan í byrjun árs https://www.amazon.de/-/en/35WN75C-B-Ul ... B08C4QQFBX og sé ekki eftir því,

en ég var að leita af dokkuskjá með hleðslu í geggnum usb-c sem væri einnig fínn fyrir leikjaspilun.

Re: Val á nýjum tölvuskjá?

Sent: Mán 23. Ágú 2021 10:43
af GullMoli
Takk fyrir svörin :D

Ég hef aðeins verið að skoða 21:9 betur og því bætt þessum LG skjá við listann, þar sem shipping frá B&HPhotovideo er svo ótrúlega hagstætt.
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... e_qhd.html

Fær mjög fína dóma á rtings og er með IPS panel, komið heim eru þetta um 175þús sem er aðeins hærra en ég ætlaði mér svo ég er enn að meta þetta.
https://www.rtings.com/monitor/reviews/lg/34gn850-b

EDIT:
Fyrir þá sem rekast á þennan þráð þá er hérna gott verðdæmi.

https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... d_hdr.html

https://tl.is/product/tuf-34-wqhd-165hz ... layhdr-400

95þús heim komið frá B&HPhoto Vs. 150þús hérna heima (135þús á aflsætti).

Talaði einnig við sölumann frá B&H og hann sagði mér að jafnvel 1 stuck/dead pixl væri defect og þá hægt að senda skjáinn til baka frítt fyrir skipti. Þeir bjóða einnig uppá "Allstate" tryggingu sem þýðir að þú getur farið með skjáinn í viðgerð hér heima og þeir borga viðgerð uppað kostnaði skjásins eða borga hann út. Gildir í 2 ár.

Annars er Acer skjárinn mest heillandi núna, þar sem hann er með USB-C tengi sem styður allt að 80W passthrough hleðslu, og vinnutölvan er einmitt MacBook Pro sem notast við USB-C hleðslu.