Síða 1 af 1

Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Fös 13. Ágú 2021 12:23
af Djentleman XIII
Sæl öllsömul!
Afsakið ef þetta er heimskuleg spurning.

Ég var að næla mér í RTX 3060 Ti eftir að hafa rokkað GTX 980 Ti í tæp 6 ár. Aðalspekúleringin mín er hvað ætti ég að gera við GTX 980 kortið? Eru einhverjir að kaupa þessi gömlu kort, eða þyrfti ég að farga því? Ef ég get selt það, hvað væri sanngjarnt verð?

Re: Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Fös 13. Ágú 2021 12:30
af Tbot
Þú getur selt það.

Hvað er sanngjart verð... það er flóknari hlutur..
Mín ágiskun - ættir trúlega að geta fengið 15 hugsanlega 20 þús fyrir það

Re: Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Fös 13. Ágú 2021 17:07
af EinarGisla
Ég er alveg til í að skoða að kaupa það :)

Re: Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Fös 13. Ágú 2021 17:33
af ChopTheDoggie
Selja eða eiga sem backup skjákort :happy

Re: Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Fös 13. Ágú 2021 18:02
af sludgedredd
mátt endilega gefa mér það \:D/

Re: Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Fös 13. Ágú 2021 19:54
af Graven
Þessi þráður ber merki um snilligáfu OP.
Söluþráður án þess að vera söluþráður. Vel gert.

Re: Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Fös 13. Ágú 2021 19:56
af Henjo
Hehe fólk mun verða tilhneigt til að kaupa skjákortið af honum til að koma í veg fyrir að hann "hendi" því

krakkar, hvað á ég að gera við gamla tölvukassa? á ég ekki bara henda honum? ( viewtopic.php?f=11&t=88179 )

Re: Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Lau 14. Ágú 2021 00:41
af Mossi__
Hvaða Macro-Cunningham ertu að púlla hérna, OP?

Re: Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Lau 14. Ágú 2021 20:05
af Hlynzi
Ég hef haft þann siðinn á þessu að athuga hvort það sé smá eftirspurn eftir svona íhlut, ef hann selst ekki lækka ég verðið og ef ég nenni ómögulega að bíða eftir kaupanda (eða fara sjálfur á sorpu með hlutinn) þá auglýsi ég hann gefins á viðkomandi síðu (oftast dugir það), ég reyni annars að koma hlutnum fyrir í nytjagámi í Sorpu ef hann er jú...nothæfur, annars bara í raftækjagáminn með þetta.

Re: Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Sun 15. Ágú 2021 03:13
af halldorjonz
ég á 6600 GT, var veisla í cs 1.6, er þetta ekki verðmætt :roll:

Re: Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Mán 16. Ágú 2021 11:05
af HalistaX
Henjo skrifaði:Hehe fólk mun verða tilhneigt til að kaupa skjákortið af honum til að koma í veg fyrir að hann "hendi" því

krakkar, hvað á ég að gera við gamla tölvukassa? á ég ekki bara henda honum? ( viewtopic.php?f=11&t=88179 )

Hann talar ekki einu sinni um að henda því, hann talar um að farga því.... Og almennt hendir maður hlutum í ruslið og svo er ruslinu fargað... He's cutting out the middle man, ætlar öruggleg að grafa það sjálfur í einhverja landfyllingu á Suðurnesjunum...

Re: Hvað gerir fólk við gömul skjákort?

Sent: Þri 17. Ágú 2021 04:23
af netkaffi
Djentleman XIII skrifaði:Ef ég get selt það, hvað væri sanngjarnt verð?
Getur séð hvað það fer á eBay og miðað þig við það. Íslendingar geta keypt sumar vörur af ebay svo þú getur séð hvað aðrir íslendingar geta fengið það á með því að skoða sölusíður erlendis.