Síða 1 af 1

m.2 diskur

Sent: Mán 02. Ágú 2021 21:39
af emil40
Sælir félagar.


Ég er að hugsa um að uppfæra m.2 disk sem ég nota undir stýrikerfi og leiki. Ég er með eins og er 1 tb Samsung 970 EVO PLUS sem er með leshraða upp á mest 3500 mb/s og skrifhraða upp á 3300 mb/s . Mig langar að uppfæra í hraðari disk í svipaðri stærð.

Ég var að pæla í einhvern af þessum :

ADATA XPG Gammix S70 M.2 1TB PCIe Gen4x4 NVMe PCIe SSD 7400MB/s

https://tolvutaekni.is/collections/hard ... ara-abyrgd

Hraði: Allt að 7400MB/s leshraði og allt að 6400MB/s skrifhrað

eða

1TB Samsung 980 Pro M.2 NVM Express SSD

https://kisildalur.is/category/11/products/691

leshraði 7000 mb/s skrifhraði 5000 mb/s

hvað mynduð þið fara í ?

Re: m.2 diskur

Sent: Mán 02. Ágú 2021 23:12
af Longshanks
Ég myndi play it safe og fara í 980 Pro, btw ég var að panta einn 2TB á 72þ m/öllu frá B&H í PS5
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... _pcie.html

Re: m.2 diskur

Sent: Þri 03. Ágú 2021 08:46
af audiophile
Samsung diskar hafa reynst mér vel.

Re: m.2 diskur

Sent: Þri 03. Ágú 2021 09:10
af GullMoli
Er einhver sérstök ástæða önnur en bara meira pláss?

Af öllum testum sem ég hef séð á netinu er gott sem enginn munur í raunverulegum aðstæðum, hvað varðar leiki sérstaklega, á milli SATA og NVME SSD disks.

[youtube]https://youtube.com/watch?v=V3AMz-xZ2VM[/youtube]

Re: m.2 diskur

Sent: Þri 03. Ágú 2021 09:16
af Dropi
GullMoli skrifaði:Er einhver sérstök ástæða önnur en bara meira pláss?

Af öllum testum sem ég hef séð á netinu er gott sem enginn munur í raunverulegum aðstæðum, hvað varðar leiki sérstaklega, á milli SATA og NVME SSD disks.

Eins og staðan er í dag þá er þetta hárrétt fullyrðing, en aldrei að vita hvað gerist þegar DirectStorage verður að raunveruleika. Sjálfur myndi ég taka SATA diskinn í dag og kaupa PCIE4 diskinn þegar það er vitað hver kosturinn við þá er í sambandi við tölvuleiki framtíðarinnar.

Samsung eru líka rollsinn, ég treysti engu öðru merki jafn vel í SSD diskum.

Re: m.2 diskur

Sent: Þri 03. Ágú 2021 09:28
af TheAdder
Ég mæli með að þú sækir þér Samsung Magician frá þeim, þú getur fengið hellings upplýsingar um stöðuna á disknum þínum.
https://www.samsung.com/semiconductor/m ... oad/tools/

Re: m.2 diskur

Sent: Þri 03. Ágú 2021 09:29
af ColdIce
Samsung diskinn.

Re: m.2 diskur

Sent: Þri 03. Ágú 2021 12:33
af kunglao
samsung ef þú ert með pcie 4.0 stuðning