Síða 1 af 1

Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Fös 30. Júl 2021 02:08
af appel
Rakst á áhugaverð grein:
https://gizmodo.com/its-about-to-get-ha ... 1847372953

Öfgafull umhverfisvernd, að setja reglur um birtustig skjáa og hvaðeina.

Ætli þetta endi ekki þannig að þeir setji reglur um hvað tölva má taka mikið rafmagn, til að spara orku til að vernda umhverfið. Skjákort sem eyða miklu rafmagni verða bönnuð kannski.

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Fös 30. Júl 2021 07:40
af Dropi
Þetta á bara við um prebuilt vélar sem eru með léleg power supply. Alienware og fleiri eru bara að fá skellinn fyrir að selja drasl.


Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Fös 30. Júl 2021 13:41
af falcon1
Sumir vilja koma okkur aftur á miðaldir.

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Fös 30. Júl 2021 16:31
af Henjo
Well, kannski ættu skjákort ekki að þurfa þrjár viftur og kælingu sem er það þung að hún beyglar kortið, en það er bara ég.

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Lau 31. Júl 2021 00:59
af appel
Henjo skrifaði:Well, kannski ættu skjákort ekki að þurfa þrjár viftur og kælingu sem er það þung að hún beyglar kortið, en það er bara ég.


Í raun hefur þróunin verið sú að nær allir íhlutir í tölvum nota minna rafmagn núna en fyrir 10-15 árum síðan. Gildir líka um tölvuskjái. Ef þú miðar við getuna þ.e.a.s, skjáir orðnir stærri þó, örgjörvar öflugri, en orkunotkun ekki aukist þrátt fyrir það.

En skjákortin eru orðin algjör beast, tölva innan tölvunnar í raun.
Svo eru skjákortin notuð í crypto mining, og nota alveg gríðarlega orku í það. Gæti alveg ímyndað mér að yfirvöld fari að íhuga að setja einhverjar takmarkanir á skjákort.

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Lau 31. Júl 2021 01:44
af urban
falcon1 skrifaði:Sumir vilja koma okkur aftur á miðaldir.



Já akkúrat, það að þurfa ekki kílówatt af orku og hátt í annað til að kæla það, er nefnilega akkúrat að koma okkur aftur á miðaldir.

Þessi vitleysa(öfgar) hjá þér er nefnilega (að mínu mati) mikið verri en öfgar í hina áttina.



færum þetta yfir í t.d. bíla.
við þurfum alls ekki bíla með 600hp+
fyrir okkur öll er mikið betra að þeir séu "bara" 250hp

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Lau 31. Júl 2021 02:15
af appel
urban skrifaði:
falcon1 skrifaði:Sumir vilja koma okkur aftur á miðaldir.



Já akkúrat, það að þurfa ekki kílówatt af orku og hátt í annað til að kæla það, er nefnilega akkúrat að koma okkur aftur á miðaldir.

Þessi vitleysa(öfgar) hjá þér er nefnilega (að mínu mati) mikið verri en öfgar í hina áttina.



færum þetta yfir í t.d. bíla.
við þurfum alls ekki bíla með 600hp+
fyrir okkur öll er mikið betra að þeir séu "bara" 250hp


Maður veltir alveg fyrir sér hversvegna hægt er að keyra Oculus Quest 2 á mobile chipsetti, sem keyrir 3D umhverfi á um 90 hz og tvo ramma í einu í þokkabót í þokkalega hárri upplausn. Skjákortið í Quest 2 notar brotabrot af orkunni sem PC skjákort nota.

Að ákveðnu leyti er þetta bruðl með orku, því mobile heimurinn hefur sannað að hægt sé að framleiða performant tölvuíhluti sem nota litla orku.

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Lau 31. Júl 2021 17:45
af Henjo
Það var einmitt smá reality check þegar Appel kom með M1 í fyrra.

Ég er allavega rosalega þreyttur á sjóðandi heitum tölvum sem þurfa massíva aflgjafa. Og hvað varð um viftulaus skjákort? Ég man fyrir eitthverjum árum var alltaf hægt að fá viftulausar útgáfur af mid range kortum.

-Ryzen systemið hjá mér er með rosa fancy og mikið automatic OC fídus sem eru á by default til að fá mestan kraft úr örgjörvanum í gegnum yfirklukkun. En hvernig væri ef þeir myndu drullast til þess til að koma með "take it easy" mode þar sem þeir downloclocka örgjörvan og gera það þannig að tölvan gefur aldrei frá sér hljóð. Ég er ekki fimmtán ára lengur. Mér er alveg sama ef leikurinn sem ég er að spila er með 15% minna fps því að örgjörvinn er ekki yfirklukkaður.

Stærra og kraftmeira er ekki alltaf betra, það er langt frá því að vera mikilvægasta fyrir marga.

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Sun 01. Ágú 2021 11:24
af Semboy
falcon1 skrifaði:Sumir vilja koma okkur aftur á miðaldir.



Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Sun 01. Ágú 2021 22:13
af dadik
Henjo skrifaði:Það var einmitt smá reality check þegar Appel kom með M1 í fyrra.

Ég er allavega rosalega þreyttur á sjóðandi heitum tölvum sem þurfa massíva aflgjafa. Og hvað varð um viftulaus skjákort? Ég man fyrir eitthverjum árum var alltaf hægt að fá viftulausar útgáfur af mid range kortum.

-Ryzen systemið hjá mér er með rosa fancy og mikið automatic OC fídus sem eru á by default til að fá mestan kraft úr örgjörvanum í gegnum yfirklukkun. En hvernig væri ef þeir myndu drullast til þess til að koma með "take it easy" mode þar sem þeir downloclocka örgjörvan og gera það þannig að tölvan gefur aldrei frá sér hljóð. Ég er ekki fimmtán ára lengur. Mér er alveg sama ef leikurinn sem ég er að spila er með 15% minna fps því að örgjörvinn er ekki yfirklukkaður.

Stærra og kraftmeira er ekki alltaf betra, það er langt frá því að vera mikilvægasta fyrir marga.


Ég er að spila á Ryzen ferðavél með 3060 korti. Fyrst þegar ég fékk hana var hún alltaf að reyna að ná max fps í öllu sem ég var að gera - sem skipti mig sáralitlu máli. Kemur í ljós að Nvidia er með fps-cap í nýlegum útgáfum af driverunum hjá sér. Setti bara max fps í 60 og einhvern silent profile og núna fara vifturnar nánast aldrei í gang. Svo er líka hægt að slökkva á þessu cpu-boost dóti gegnum registry sem hjálpar líka.

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Sun 01. Ágú 2021 22:25
af Henjo
Já það er hægt að slökkva á þessu CPU boost (heitir amd precision boost ef ég man rétt) allavega hjá mér í biosinum. Tölvan fór frá því að vera hávær yfir í að heyrast mjög mjög lítið í henni.

Það er bara áhugavert finnst mér að þetta er on by default án þess að spyrja man, eins og það sé automatískt priority eitthvað priority hjá öllum.

Held að fólk væri frekar pirrað ef ég myndi selja þeim bíll sem ég væri búin að stilla þannig að hægagangurinn honum væri 1500rpm, og myndi eyða helmingi meira bensíni því ég væri búin að tjúna hann til að fara all out. En hann er mikið hraðskreðari svona myndi ég útskýra fyrir fólki. En svörin sem ég fengi til baka væri líklega eitthvað í þá áttin að það væri eitthvað mikið að mér.

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Mán 02. Ágú 2021 07:37
af Moldvarpan
Ég skil ekki þennan þráð?

Er þetta svona DV slúður nördanna?

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Mán 02. Ágú 2021 11:44
af Viktor
Moldvarpan skrifaði:Ég skil ekki þennan þráð?

Er þetta svona DV slúður nördanna?


Lastu greinina?

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Mán 02. Ágú 2021 13:05
af Moldvarpan
Pre built vélar ekki í til sölu í sumum fylkjum bandaríkjana?

Trúi varla að pre built markaðurinn sé það stór hérna né í evrópu. = Hefur engin áhrif.

Svo er þetta clickbait... Öflugar PC tölvur munu hverfa?....

Hann vissi það áður en hann gerði þennan þráð að þær væru ekkert að hverfa.

Svo ég skil ekki þráðinn.

Er ég að misskilja eitthvað?

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Mán 02. Ágú 2021 15:08
af GuðjónR
Öflugar PC tölvur munu ekki hverfa, þær munu minnka.
Kannski eigum við eftir að eignast Quantum tölvur einn daginn, hver veit...

En þangað til:
Apple Supplier TSMC Readies 2nm Chips for 2024 spurning hvað það er hægt að minnka þessa tækni sem við þekkjum mikið.

Annars þá finnst mér merkilegt hvað litlar leikjatölvur eins og PS5 sem kostar 1/4 - 1/5 af því sem dýrustu skjákortin kosta geta gert.

Re: Öflugar PC tölvur munu hverfa?

Sent: Mán 02. Ágú 2021 15:09
af Viktor
Já þessi titill er frekar ónákvæmur 8-[