Síða 1 af 1

Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Mán 28. Jún 2021 23:22
af Einar Ásvaldur
Er einhver herna sem hefur pantað ps5 og getur sagt mér hvað hefur verið langur biðtími og hvar væri best að panta uppa að fá hana sem fyrst og vera 100% á því að fá hana í næstu sendingu?

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Þri 29. Jún 2021 07:33
af B0b4F3tt
Held að það sé enginn staður þar sem þú getur fengið hana 100% í næstu sendingu. Ég fékk mína í síðustu viku og það var bara með því að fylgjast með póstlistanum frá Elko. Fékk tilkynningu frá þeim að nokkur eintök af vélinni voru komin í hús. Skellti mér á vefsíðuna hjá Elko og pantaði hana. Svo kom greinilega aftur sending í gær hjá Elko, aðeins dýrari reyndar þar sem nú fylgdi tölvuleikur með. Sé reyndar að sú sending er líka orðin uppseld.
Þannig að eftirspurnin eftir vélinni er ennþá töluvert mikil.

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Þri 29. Jún 2021 09:16
af dISPo
Ég náði einni með diskadrifi hjá Heimkaup í síðustu viku. Það virðist lítið annað ganga en að fylgjast vel með og vera fljótur að kaupa þegar þær birtast í vefverslunum / verslunum. Þá virðast verslanir vera misfljótar að setja tölvurnar sem þær fá í sölu svo ef þú tekur eftir að ein verslun hefur verið með tölvur í sölu þá er er mögulegt að aðrar eigi eftir að setja sín eintök í sölu.

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Þri 29. Jún 2021 11:00
af Viggi
Ég er á biðlista betriverd.is fyrir viku með ps5 digital og fékk tölvupóst um helgina að þeir hefðu fengið 10 vélar með diskadrifi og ég fengi forgang áður en hún færi í almenna sölu. ef þú ert heppinn færðu hana fljótt.

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Þri 29. Jún 2021 18:59
af snakkop
Það til í vodafone.is var kaupa eina þá þeim rétt áðan

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Þri 29. Jún 2021 20:07
af ColdIce

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Mið 30. Jún 2021 16:53
af Brimklo
snakkop skrifaði:Það til í vodafone.is var kaupa eina þá þeim rétt áðan


Eyy Takk fyrir að láta vita, náði mér í einn Ratchet&Clank Bundle áðan

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Mið 30. Jún 2021 17:01
af Tbot
Brimklo skrifaði:
snakkop skrifaði:Það til í vodafone.is var kaupa eina þá þeim rétt áðan


Eyy Takk fyrir að láta vita, náði mér í einn Ratchet&Clank Bundle áðan


Ertu búinn að sækja hana?

Virðist vera til í þessum rc bundle.

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Mið 30. Jún 2021 18:48
af Brimklo
Tbot skrifaði:
Brimklo skrifaði:
snakkop skrifaði:Það til í vodafone.is var kaupa eina þá þeim rétt áðan


Eyy Takk fyrir að láta vita, náði mér í einn Ratchet&Clank Bundle áðan


Ertu búinn að sækja hana?

Virðist vera til í þessum rc bundle.


Nei ég pantaði bara á síðunni hjá þeim, væri svosem týpískt ef þeir hringja á mrg og láta mig vita að hún sé síðan ekkert til.

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Fim 01. Júl 2021 02:35
af ChopTheDoggie
Brimklo skrifaði:
Tbot skrifaði:
Brimklo skrifaði:
snakkop skrifaði:Það til í vodafone.is var kaupa eina þá þeim rétt áðan


Eyy Takk fyrir að láta vita, náði mér í einn Ratchet&Clank Bundle áðan


Ertu búinn að sækja hana?

Virðist vera til í þessum rc bundle.


Nei ég pantaði bara á síðunni hjá þeim, væri svosem týpískt ef þeir hringja á mrg og láta mig vita að hún sé síðan ekkert til.


Ég var að búast við þessu líka þar sem ég pantaði hana um kvöld en mætti bara og fékk tölvuna afhenda næsta dag.
Það eru svo bara 3 tölvur í viðbót inná lager hjá þeim af þessu rc bundle.

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Fim 01. Júl 2021 02:46
af netkaffi
Fínt ef fólk tæki fram verðin sem þeir greiddu fyrir vél/pakka. Oft mikill munur á verðum.

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Fim 01. Júl 2021 03:11
af ChopTheDoggie
netkaffi skrifaði:Fínt ef fólk tæki fram verðin sem þeir greiddu fyrir vél/pakka. Oft mikill munur á verðum.


Ratchet & Clank Bundle er það sem ég keypti og er á 108þús með diskadrifi hjá Vodafone, ert basically bara borga 100þús fyrir tölvuna og 8þús fyrir leikinn. :happy

Re: Hvar er best að kaupa ps5 í dag

Sent: Fim 01. Júl 2021 11:03
af Tbot
Tbot skrifaði:
Brimklo skrifaði:
snakkop skrifaði:Það til í vodafone.is var kaupa eina þá þeim rétt áðan


Eyy Takk fyrir að láta vita, náði mér í einn Ratchet&Clank Bundle áðan


Ertu búinn að sækja hana?

Virðist vera til í þessum rc bundle.


Keypti eina í gær hjá vodafone, náði í hana áðan

RC bundle, verð 108.000-