Air flow direction með top og front radiators?


Höfundur
bjarni85
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Fim 10. Ágú 2017 11:43
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Air flow direction með top og front radiators?

Pósturaf bjarni85 » Lau 05. Jún 2021 19:10

Ég er með Define 7 kassa og er að fara að vatnskæla hann með 3x120mm radiator efst, og 2x140mm radiator fremst.

Front radiatorinn verður augljóslega að draga loft inn í push configgi (semsagt <innvols|radiator|vifta>. Ég er að spá hvort top radiatorinn ætti að draga loft inn eða ýta lofti út og þá í push eða pull?

Almennt gildir að það er betra að draga inn loft, en ef báðir radiatorarnir eru að því þá gæti verið erfitt að koma heita loftinu út með eingöngu eina viftu aftast. Ég er þá aðallega með áhyggjur að aftasta viftan í 3x120mm sé mögulega að fara að skemma fyrir loftflæðinu út.

Eru einhverjir reynsluboltar hérna með skoðun á þessu?

Þessi mynd meikar vonandi eitthvað sense. X eru viftur. <~~ er airflow, svæði merkt aa, bb, cc eru undir viftum og eru þá loftflæði upp eða niður. Er að gæla við að hafa aa loftlæði upp (út úr kassanum) en bb og cc loftfæði niður (inn í kassann).

Kóði: Velja allt

     ____________
     |  xxxxxx   |
  <~~|x aabbcc<~x|
  <~~|x      <~~x| 
     |       <~~x|
     |___________|Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3914
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 473
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Air flow direction með top og front radiators?

Pósturaf jonsig » Lau 05. Jún 2021 19:28

Þetta er voða einfalt. Þú reynir að hafa yfirþrýsting inní kassanum. Hefur alltaf einni viftu fleirri í að blása inn. Hvort efsti radiatorinn er push eða pull skiptir engu sem skiptir. Það gerist ekkert fyrr en þú færð kit til að festa vatnskassana ofaná tölvunni. Síðan tekuru eftir að það er orðið helvíti heitt í herberginu og setur vatnskælana þá út.. síðan frýs í draslinu...

engar áhyggjur ef það er mikill kraftur inn, ekki eins og einhver þrýstingur byggist upp í 1000 psi. Málið er að fá loftið gegnum síurnar heldur en allar rifur á kassanum. Síðan er ágætt að hugsa úti hvorum megin rykið safnast síðan fyrir á vatnskælinum, vonandi ekki þar sem erfitt er að komast að og þurfa rífa allt í sundur.

Er að segja að þetta er kanínuhola. En það er gaman af þessu.
Síðast breytt af jonsig á Lau 05. Jún 2021 19:35, breytt samtals 2 sinnum.


1.Skemmtilegastur á vaktinni síðan Sun 06. Jan 2008.


Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, GT 1030 OC , x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic