Síða 1 af 1
					
				Mp3 spilarar
				Sent: Mið 06. Júl 2005 19:25
				af Pandemic
				Ég er harð ákveðinn í því að versla mér mp3 spilara á næstunni og er að hugsa um að fara ekkert langt yfir 15þúsund kr ég fæ þetta frá BNA án toll/vsk.
Helst að pæla í eikkeru litlu með góðu plássi 4-6gíg kannski svona stóran spilara.
Ég hef mikið verið að pæla í Creative Zen micro og hann fær rosalega góða dóma á lang flestum stöðum og er frábærlega lítill og lookar vel ásamt því að vera pakkaður fídusum. Hvað mælið þið með?
p.s Enga spilara frá apple s.s ipod mini,ipod,ipod shuffle
			 
			
					
				
				Sent: Mið 06. Júl 2005 19:45
				af xpider
				
			 
			
					
				Re: Mp3 spilarar
				Sent: Mið 06. Júl 2005 20:21
				af valur
				Pandemic skrifaði:p.s Enga spilara frá apple s.s ipod mini,ipod,ipod shuffle
Það er alveg ástæða fyrir því að ipod er svona vinsæll.. besta UI síðan skorið brauð 

 
			
					
				
				Sent: Mið 06. Júl 2005 20:38
				af ICM
				Nei það er alveg ástæða fyrir að ipod er svona vinsæll... Góð markaðsetning, nafn sem er auðvelt að muna, hann er tískuvara og vinsælasti ránsfengurin í dag.
			 
			
					
				
				Sent: Mið 06. Júl 2005 20:45
				af hallihg
				iPOD 4TW!!!!
			 
			
					
				
				Sent: Mið 06. Júl 2005 21:57
				af Pandemic
				Það er gersamlega búið að heilaþvo heiminn að ipod sé eini mp3 spilarinn.
Ipod er með lang lang minnst af fídusum af öllum spilurum ásamt því að hafa lélegt batterý líf og ipod mini er hræðilega ílla hannaður fyrir t.d vasa auk þess að vera með ljótt look.
			 
			
					
				
				Sent: Mið 06. Júl 2005 22:23
				af Blackened
				VÁ! Djöfull er ég sammála Pandemic fólk virðist bara sjá iPod og ekkert annað..
ég myndi frekar fá mér Creative Jukebox Zen eða eitthvað.. mun betri batterísending og meira pláss fyrir minni pening 

 
			
					
				
				Sent: Mið 06. Júl 2005 22:53
				af ICM
				reyndar ef þú ætlar að fá þér mini þá eru apple búnnir að laga rafhlöðurnar... þó ekki útskiptanleg án þess að vera með skrúfjárn eins og Zen Micro.
			 
			
					
				
				Sent: Mið 06. Júl 2005 23:57
				af Pandemic
				Mér líst rosalega vel á nýja Creative Zen spilaran hann er víst 20gíg og er ekkert mikið stærri en micro ég held að hann sé meira að segja nákvæmlega jafn stór
			 
			
					
				
				Sent: Fim 07. Júl 2005 17:47
				af CraZy
				tæknilega séð er ipod ekki "mp3spilari" hann spilar líka ACC og wma, þannig að hann er "mp3,ACC og wma spilari" haha
			 
			
					
				
				Sent: Fim 07. Júl 2005 18:45
				af MezzUp
				Held að það sé kallað DAP, digital audio player. IceCaveman var að skamma okkur um daginn fyrir að kalla alla DAP spilara „MP3 spilara“ 

 
			
					
				
				Sent: Fös 08. Júl 2005 08:10
				af gnarr
				næstum því allir MP3 spilarar eru DAP
			 
			
					
				
				Sent: Fös 08. Júl 2005 09:08
				af MezzUp
				gnarr skrifaði:næstum því allir MP3 spilarar eru DAP
Ég veit nú að þú ert að meina það að næstum því allir MP3 spilarar spili líka WMA eða annað format, og séu þessvegna DAP.
En þar sem að MP3 er stafrænt hljóðform, og „digital audio player“ felur ekkert í sér að spilarinn þurfi að spila fleira en eitt format, mætti þá ekki segja að allir MP3 spilarar séu DAP?
 
			
					
				
				Sent: Fös 08. Júl 2005 10:39
				af gnarr
				jú.. auðvitað 
 
ég átti við að næstum allir mp3 spilarar spiluðu fleiri formöt en bara mp3.
 
			
					
				
				Sent: Fös 08. Júl 2005 12:12
				af Pandemic
				Plís ekki fara rækilega útaf topic 

 hjálp og hugmyndir eru velþegnar í sambandi við DAP spilara
 
			
					
				
				Sent: Fös 08. Júl 2005 17:13
				af kemiztry
				Ertu að fara nota spilarann í ræktina eða eitthvað álíka? Ef svo er þá mæli ég ekki með spilara sem er með harðan disk.  Lenti í því að minn iPod krassaði illilega einmitt útaf svoleiðis  

 En kosturinn var að ég fékk nýjan mjög fljótlega... eða réttara sagt næst þegar einhver sem ég þekki fór til USA  

 
			
					
				
				Sent: Fös 08. Júl 2005 18:38
				af Pandemic
				ÉG ætla að geta unnið með hann og væntanlega hlaupið annars þolir Creative Zen micro ræktina rækilega vel að sögn fólks sem ég er búinn að tala við.
			 
			
					
				
				Sent: Lau 09. Júl 2005 00:27
				af ICM
				Hann þolir það svosem en þú verður að hafa það í huga að Creative mæla sterklega á móti því að nota hann í "jogging" til þess eru flash spilarar.
			 
			
					
				
				Sent: Lau 09. Júl 2005 13:13
				af Snorrmund
				Pandemic skrifaði:ÉG ætla að geta unnið með hann og væntanlega hlaupið annars þolir Creative Zen micro ræktina rækilega vel að sögn fólks sem ég er búinn að tala við.
 fá sér bara ipod, fm sendinn og svo lítið vasaútvarp sem þú getur fengið í einhverjum leik hjá olís:D