Síða 1 af 1

Nýtt skjákort

Sent: Þri 16. Mar 2021 15:04
af CzechOne
Hæ ég er með gtx 1050ti núna og mig langar að uppfæra í eitthvað eins og 1660s OC eða 1650s OC en það er ekki til neinstaðar á landinu

Var að uppfæra turninn í þessum mánuði

i5-4670 > i5-9400f

2x4 ddr3 1666 > 2x8 ddr4 3200

ATX móbo yfir í ITX móðurborð og ITX turn

1tb hdd > ssd + hdd sett

En ég finn ekki gott skjákort til sölu neinstaðar, ætla að hringja í allar búðir og spyrja um einhvað sem að hefur verið skilað eða bara ekki í kassa

Væri það sniðugt að selja 1050ti skjákortið mitt núna þar sem að allir eru að leita af einhverju og kaupa síðan 1600 seríu skjákort þegar að það
kemur aftur í sölu?

Re: Nýtt skjákort

Sent: Þri 16. Mar 2021 15:09
af Klemmi
Ef þú getur verið án skjákorts, þá er já auðveldara að selja 1050Ti kortið núna, og færð meira fyrir það, á meðan ekkert er til, heldur en það verður þegar ástandið lagast.

En svo er spurning hvenær ástandið lagast.

Re: Nýtt skjákort

Sent: Lau 27. Mar 2021 18:49
af jonsig
Hlutirnir fara að lagast í upphafi árs 2022

Re: Nýtt skjákort

Sent: Lau 27. Mar 2021 19:25
af Graven
jonsig skrifaði:Hlutirnir fara að lagast í upphafi árs 2022


Þetta comment er dæmt til þess að eldast illa.

Re: Nýtt skjákort

Sent: Sun 28. Mar 2021 09:53
af jonsig
Besta ráðleggingin er einfaldlega segja honum að fara spila alla leiki frá 1990 eða fara leika sér í einhverju öðru sem notar ekki GPU.

Samsung sem gera gpu fyrir Nvidia eru að fá mikið lægri nýtni úr framleiðslunni en vonast var eftir. (kubbar sem komast ekki gegnum lágmarks binning) Svo er AMD auðvitað með allt console ruglið og TSMC sem framleiða fyrir þá eru fullbókaðir allt árið. Síðan bætast á þetta braskarar og minerar. Síðan aðrir geirar sem þurfa þessa framleiðslu sem geta borgað mikið meira fyrir sílikonið heldur en einhver jón og gunni útí bæ.

ASUS hafa hækkað TUF dótið um 32% eða meira síðan í lok síðasta árs, það fer að hækka allt draslið um önnur 30% örugglega. Síðan er þetta fákeppnismarkaður, þetta gæti jafnvel verið bara fýsilegt ástand fyrir AMD og Nvidia.

Ég bind vonir við Intel Xe, það ættu að vera lala- kort sem ættu að koma út um lok árs.

Re: Nýtt skjákort

Sent: Sun 28. Mar 2021 12:27
af Atvagl
Graven skrifaði:
jonsig skrifaði:Hlutirnir fara að lagast í upphafi árs 2022


Þetta comment er dæmt til þess að eldast illa.


Já, Við eigum eftir að sitja hérna í byrjun árs 2023 og rifja upp hvað fólk leyfði sér að vera bjartsýnt

Re: Nýtt skjákort

Sent: Mán 29. Mar 2021 09:24
af Dropi
Sveiflukenndur bisniss, ef einhver hefði sagt mér fyrir 10 árum síðan að ég væri ánægður og íhaldssamur með (núna) 4 ára gamla skjákortið mitt og dreymdi ekki um að uppfæra það hefði ég kallað hann ruglaðann!

En svipað gerðist með örgjörva frá 2011 til 2017.

Re: Nýtt skjákort

Sent: Þri 30. Mar 2021 16:02
af Black
Sé að þú uppfærðir í F örgjörva.
Hefur það í huga að þú þarft skjákort til að geta notað tölvuna.

Re: Nýtt skjákort

Sent: Mið 31. Mar 2021 11:21
af tryggvhe
Ef þú ætlar ekki að fara í 30 seríunna þá myndi ég mæla með að reyna að hafa augun opin fyrir notuðum 1080ti, 1070. 1660ti/s (1070 er nánast á sama leveli og 1660ti/s en 1660 kortin eru náttla yngri + með gddr6).

Þau dokka up á vaktinni reglulega.

Öll þessi kort eru kjörin fyrir þá sem eru bara að spila ennþá í 1080p og talsvert upgrade m.v. 1050 og 1080ti getur vel höndlað PCVR leiki ef þú ferð út í það.

Re: Nýtt skjákort

Sent: Mið 31. Mar 2021 12:06
af CzechOne
Ég er kominn með 980ti AMP