Síða 1 af 1

Vandamál með Örgjörva

Sent: Sun 17. Jan 2021 18:28
af Oldman
Örgjörvi er stundum bara fastur í 0.8Ghz þegar ég spila leiki svo í desktop þá er hann bara venjulegur og hann er ekki að Thermal throttle-a þannig ég veit ekki hvort það er eitthvað að honum eða móðurborðið eða hvað.

Edit: Hann er 30-40 Gráður idle svo 50-60 í leikjum og þetta er i9 10900

Re: Vandamál með Örgjörva

Sent: Sun 17. Jan 2021 18:33
af steinar993
Hvaða forrit ertu að nota til að mónitora það? Ertu að fá fps drops útfrá þessu?

Re: Vandamál með Örgjörva

Sent: Sun 17. Jan 2021 18:36
af Oldman
Ég nota Msi monitoring programmið (man ekki hvað það heitir) svo buinn að prufa fleiri forrit til að checka á hitastigini það er allt í lagi. Þetta er líka ekki alltaf bara stundum þegar ég kveiki á tölvuni. Þetta er líka ný tölva og ég reinstallaði ekki windows á hana þannig gæti þetta verið það?.

Edit: Já droppa niðrí 30fps í leikjum sem ég var að fá 150fps þegar örgjörvinn er venjulegur

Re: Vandamál með Örgjörva

Sent: Sun 17. Jan 2021 18:56
af Uncredible
Gætir þurft að uppfæra Bios. Myndi allavega athuga það.

Re: Vandamál með Örgjörva

Sent: Sun 17. Jan 2021 18:59
af Oldman
Já ætla að prufa það læt vita hvort að þetta lagist.

Re: Vandamál með Örgjörva

Sent: Sun 17. Jan 2021 19:00
af Fletch
ath hvaða powerplan þú ert með valið í control panel, ég lennti einu sinni í vél sem lét svona og þá var powersave powerplan valið ](*,)

Re: Vandamál með Örgjörva

Sent: Mán 18. Jan 2021 01:44
af ishare4u
Ég lenti í svipuðu vandamáli nema reyndar með skjákort hjá mér, var búinn að prufa allskonar leiðir en lausnin var að strauja windows og setja upp aftur. Veit ekki nákvæmlega hvað var að, en það lagaði vandamálið. Myndi alltaf mæla með að setja upp hreint windows á nýja vél. Gangi þér vel með þetta.

Re: Vandamál með Örgjörva

Sent: Mán 18. Jan 2021 08:39
af Dropi
Fletch skrifaði:ath hvaða powerplan þú ert með valið í control panel, ég lennti einu sinni í vél sem lét svona og þá var powersave powerplan valið ](*,)

Þetta er sennilega svarið. Ef þú ert ekki með "High Performance" valið keyrir örgjörvinn sig niður. Ég er vanur að sjá 1GHz klukkur á 3-4 GHz örgjörvum þegar powerplanið er vitlaust stillt.

Re: Vandamál með Örgjörva

Sent: Mán 18. Jan 2021 16:21
af kizi86
lenti í svipuðu veseni með minn threadripper 3960x, og þá var þetta að ofan svarið, var stillt á powersaving profile, skellti á high perf, og allt fór í topp aftur