Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Skjámynd

Höfundur
Templar
</Snillingur>
Póstar: 1008
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 374
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf Templar » Mið 23. Des 2020 23:00

Sælir

Byrjum á fyrstu staðreyndinni, Ryzen rúlar með járn hnefa. Búinn að vera að leika mér, er að ná að púlla 4.6 all core manual OC á 1.2V, keyri 1.25 til að vera stöðugur, max hiti all core boost er í kringum 60C og ég 140W notkun.
Intel 11th, hafa ekkert, jú fá þarna IPC en hitinn maður, 11900K er að fara í 250W í all core boost. Intel er í svo djúpum, núna verða þeir að hysja brók annars byrjum við að borga margfalt meira fyrir CPU en AMD eru ekki í neinni góðgerðarstarfsemi, allt hækkað hjá þeim.

Að nota PBO með Agesa 1.1 patch D, 200W, gerir minna en manual OC og meiri hiti, þeir verða að laga volt kúrfuna betur.

Hvað eru menn að gera, manual OC og smá undervolting, overvolting og hita þetta upp og á hvaða CPU.
Síðast breytt af Templar á Mið 23. Des 2020 23:02, breytt samtals 1 sinni.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf DaRKSTaR » Fim 24. Des 2020 08:32

enginn tilgángur að yfirklukka þetta, virkar vel beint úr boxinu.

11900k tja, sýnist hann vera 8 kjarna og vera beint að gamers, hefur enginn með fleyri en 8 kjarna að gera í leikjum næstu 3-4 árin
ef þeir ná að boosta performance ca 20% milli kynslóða þá er það helv öflugt move.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1312
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 103
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf Fletch » Fim 24. Des 2020 09:36

ég er bara með PBO í gangi, þá boostar hann hjá mér í 5.050MHz, er hinsvegar búinn að tweak mem timings mikið :8)


AMD Ryzen 3900XT * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * Alienware 34" OLED AW3423DWF


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf Dr3dinn » Fim 24. Des 2020 10:03

Fletch skrifaði:ég er bara með PBO í gangi, þá boostar hann hjá mér í 5.050MHz, er hinsvegar búinn að tweak mem timings mikið :8)


Hve mikið gain á PBO?

Ég gerði test á 2x minnis kubbum og 4x .. mjög áhugavert á að sjá 4-8% mun.
Corsair 4x8gb 3000mhz (nonOC)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1312
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 103
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf Fletch » Fim 24. Des 2020 10:32

Dr3dinn skrifaði:
Hve mikið gain á PBO?

Ég gerði test á 2x minnis kubbum og 4x .. mjög áhugavert á að sjá 4-8% mun.
Corsair 4x8gb 3000mhz (nonOC)



PBO gefur kannski 3-4% single thread og 6-7% multicore. Tweak á memory timings gefur annað eins

já, 4xSingle rank eða 2xDual rank minni er hraðara en 2xsingle rank minni á Ryzen 5000, þá getur memory controlerinn kveikt á interleaving, þ.e. þá getur controllerinn sent skipanir á annan memory bankin meðan hinn execute'ar aðra skipun


AMD Ryzen 3900XT * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * Alienware 34" OLED AW3423DWF


zurien
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Lau 17. Apr 2010 08:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf zurien » Fim 24. Des 2020 11:13

Varðandi single vs dual rank þá gildir það sama um zen2 (ryzen3000) og jafnvel fleiri Intel og AMD platforms:
https://www.google.com/amp/s/www.tomsha ... 310-2.html
Síðast breytt af zurien á Fim 24. Des 2020 11:14, breytt samtals 1 sinni.




akij
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Sun 09. Ágú 2015 22:10
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf akij » Fös 25. Des 2020 06:26

Sælir,

Ég er með inlegg í þessa umræðu!

Núna hlakkar í mér að segja öðrum frá hverjar mínar niðurstöður eru frá þessu frábæra platformi sem Ryzen 5000 + X570 er. Mér líður eins og árið sé 2002 og ég sé að fikta í Athlon XP2000+!

Tölvan mín er Ryzen 5800X á Asus X570-E Gaming móðurborði. Örgjörvinn er vatnskældur með EK búnaði. Ég byrjaði í nóvember með G.Skill Trident-Z 2x8GB 3200mhz CL14, færði mig í Trident-Z 2x16GB 3200mhz CL14 eftir nokkuð langa bið eftir Dual Rank minni. Ég var búinn að fikta smávegis í PBO og Auto Overclocking, en vildi ekki hella mér í Timings og fínpússun fyrr en ég væri kominn með minnið sem ég vildi. Upphaflega stóð til að hafa 4x8GB 3200 CL14, en ég sé ekki eftir því að hafa farið í 2x16GB núna.

Löng saga verður stutt: PBO og Auto-overclock með Ryzen Master gerði samasem ekkert. Það fór allt að gerast þegar ég fór í manual, þar er líka skemmtilegast að vera.

Ég var að vonast til að komast í 1,2v - 1.25v eins og þú en það eru færri rammar í leikjum einhverra hluta vegna, enda er ég ekki í vandræðum með hita þannig ég endaði í 1,3125V @ 4,6Ghz All-Core overclock, minnið sett í fallegt CL13 @ 1,36V 3200mhz með Ryzen DRAM Calculator. Allt orðið rokkstabílt og hreinlega rúllar upp PBO & Auto-Overclock performance. Satt best að segja þá er hann í 60° full-load, og performar betur en þegar single-core yfirklukkunin(pbo og auto) var að spikea í 5,05 – 5,1Ghz með tilheyrandi hita sem meiraðsegja vatnskæling hefur ekki undan.

Ég fór alla leið í 1,5V manual til að athuga hvort það hefði eitthvað að segja en það virðist ekki vera þannig með minn örgjörva amk. Ég náði 4,85Ghz (all-core), runni í ca. 30mín, þá var vatnskældur örgjörvinn kominn í 90° og ég var bara alls ekki að fara keyra hann þannig, en þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert þetta fallega ár 2020!

Það sem kom mér mest á óvart var hversu mikið Mem Latency skiptir máli, ég prófaði að fara með minnið í 3600mhz CL14&15 en mitt sweetspot er klárlega 4,6Ghz @ 1,3125v og minnið í CL13 3200mhz 1,36v. Hann satt besta segja out-performar “hærri statsa” því það er eitthvað að gerast undir húddinu sem ég er ekki með þekkingu í. Ég er mjög sáttur, geggjað platform fyrir svona amatör yfirklukkunaráhugarmanni eins og mér sjálfum.

Til að bæta við, hér er linkur á tvö 3dmark run, ef þið skoðið muninn á milli keyrslna í þessu tilviki, þá sést að það er 3% bæting á að fara úr Single-Core spike-um í 4,974Ghz yfir í solid 4,6Ghz all-core.
https://www.3dmark.com/compare/spy/16679140/spy/16629640#
Þetta er kannski ekki beint besta dæmið um þetta, en þetta sýnir amk. muninn á því að vera með solid all-core overclock og síðan einhverja yfirklukkunar spike-a í yfir 5Ghz, það hafð'i bókstaflega neikvæð áhrif á upplifun mína við notkun á tölvunni
Síðast breytt af akij á Fös 25. Des 2020 07:16, breytt samtals 6 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
Templar
</Snillingur>
Póstar: 1008
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 374
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf Templar » Sun 27. Des 2020 14:17

Takk fyrir gott og fræðandi innlegg. Hvað varstu að nota til að prófa performance þegar kom að minninu? Ég fór í 4000MHz single rank minni CL15 með þá von að ná mögulega þeim hraða en ég var að ná 3800 á Agesa 1.1 patch C en með patch D má ég ekki hærra en 3600Mhz. Það væri því fróðlegt að prófa lægri hraða en á enn hraðari tíma.
Ástæðan að ég hef ekki prófað lægra en 3600 er vegna prófana á netinu sem virðast flestar sýna "sweet spot" á 3600 svo ég hreinlega afskrifaði t.d. 3200 CL12/13 með enn þrengri secondary og tertiery timings.
Síðast breytt af Templar á Sun 27. Des 2020 16:08, breytt samtals 1 sinni.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||


akij
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Sun 09. Ágú 2015 22:10
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf akij » Sun 27. Des 2020 19:48

Ég notaði Aida64 cache og mem benchmark til að sjá bandwith og latency. Eftir að hafa séð það sama og þú hefur séð hjá flestum reviewers þá hélt ég líka að meiri read/write hraði skipti máli, en það gerði það ekki í mínu tilviki. Að koma latency niður í 52-55ns gaf mér bestu upplifunina í því sem ég er að gera, sem er að mestu leiti leikir. Average fps hækkaði um 10-12fps að koma latency úr 61-64ns (stock) niður í 52-55ns. Á meðan read/write hraði hélst nokkuð stöðugur eða lækkaði frekar.



Skjámynd

Höfundur
Templar
</Snillingur>
Póstar: 1008
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 374
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf Templar » Sun 27. Des 2020 21:01

Brill, ætla að prófa þetta, er að keyra núna DDR 3600 14 14 14 32, er að nota svo aggressive timings frá Ryzen DRAM calc fyrir Samsung B die. Spurning að prófa 3200 CL12/13 osf.

Næ í AIDA 64 til að nota sem benc. Takk fyrir.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7072
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf rapport » Sun 27. Des 2020 21:28

Ég held að þessir Cisc örgjörvar muni fjara út hraðar en bensínbílar og risc tekur við.

Microsoft mun hugsanlega fjara út um leið ef Windows þróast ekki með strax 2021.

Það er kjánalegt að hugsa til þess að simaörgjörvi geti slegið út þessum öflugustu cisc tölvum í myndvinnslu.




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 106
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf agnarkb » Mán 28. Des 2020 01:34

Búinn að vera með Ryzen síðan first gen þegar ég var í B&H New York og plataði sjálfan mig í að eyða afgangs klinki í eitthvað skemmtilegt og labbaði út með 1800x. Var rosalega gaman að prófa svona alveg nýtt en mig minnir að max overclock sem ég náði var rétt tæplega 4Ghz sem skilaði eiginlega engu miðað við tíman sem maður lagði í þetta. Aftur á móti var ég alltaf með minnið í 3200 stabílt og lenti aldrei í vandræðum með það.

Endurtók svo leikinn ári seinna þegar ég var á þvælingi í Berlín og rambaði á 2700x á tilboði í MediaMarkt. En sama sagan varðandi overclock, tók því engan veginn að eyða tíma í það. Svo í fyrra þá náði ég að plata mig aftur í að versla mér nýja 3900x á einhverju tilboði frá B&H á netinu, sem sagt aldrei verslað Ryzen í íslenskri verslun :-" , og að gefinni reynslu þá hef ég bara ekkert fiktað í honum þetta rúma ár sem ég er búinn að vera með hann. Hinsvegar núna í nóvember þá fór ég loksins úr x370 upp í nýja x570 og er orðinn nokkuð heitur fyrir 5900x, þó að ég ætti reyndar kannski að uppfæra skjákortið fyrst enda er það mun eldra en allt annað í vélinni :shock:

En allaveganna, hef ekkert verið að overclocka minn 3900x en sýnist á því sem þú ert að segja og það sem ég hef séð annaðstaðar að þá virðist vera smá meira svigrúm að overclocka þessa nýju úr 5xxx línunni. Ertu að fikta með einhverjar aðrar stillingar í BIOS annað en bara klukkuhraðann og voltin? Sjálfur er ég lítið búinn að vera prófa eitthvað annað en það þegar ég hef verið að fikta.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

Höfundur
Templar
</Snillingur>
Póstar: 1008
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 374
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 9 rúlar með járn hnefa

Pósturaf Templar » Mán 28. Des 2020 11:03

Ekki gert neitt annað en að bera sama PBO vs. manual OC og það kom þvílíkt vel út, 4.6MHz all core á 1.25v, bullandi hraði og lítil sem engin hitaaukning. Hvað varðar þó defaultið, þetta er mjög hratt og flott en það sem er töff við þetta manual OC er að hitaaukningin er svo lítil en það munar svo sannarlega um þetta. Væri líklega kostur frá AMD ef Intel hefði ekki sett leikreglunar alltaf á single core boost BS.

Hvað varðar CISC örgjörfa er maður búinn að heyra síðan 1990 að RISC myndi rústa þeim, bara flott ef það gerist en ég kaupi CISC þangað til að það gerist, læt verkin stýra innkaupunum mínum og ekki söluræðum.

Minnið. Ég fékk 3200 með 12 12 12 12 29 primary timings og sérstökum Ryzen DRAM cacl Fast timings á secondary og tertiery ekki til að vera hraðara en Tuned 3600 með 14 14 14 14 30 timings. Munaði hins vegar ekki miklu en latency var betra bæði samkvæmt UserBench og AIDA64.
Enda svo á DDR 3733 með 14 14 14 14 34 og tuned timings miðað við 3600 frá Dram Calc.

Mínar latency niðurstöður
Minnið á 3200 12 12 12 12 29, secondary og tertiary timingins frá Ryzen Dram Calc == Fast. AIDA64 61ns og UserBench 57ns.
Minnið á 3600 14 14 14 14 30, secondary og tertiary timings frá Ryzen Dram Calc == Fast. AIDA 64 59ns og UserBench 52ns.
Minnið á 3733 14 14 14 14 34, secondary og tertiary timings eins og á 3600 Ryzen Dram Calc == Fast. AIDA 57ns og UserBench 51ns.

Kemst ekki lengur í 3800 á Agesa 1.1 patch D, gat það á Patch C.

Fékk bestu niðurstöðuna á 3733MHz (infinitiy fabric OC svo það er í synci við DRAMið), mestu bandvíddina og á sama tíma lægsta latency. Mín niðurstaða með single rank minni er á við niðurtöður annarra á netinu, combo á lágu latency og hárri bandvídd == Ryzen Rulz. Hef ekki Dual Rank minni svo ég get ekki prófað það en ég setti mitt veðmál á hærri hraða og harðari timings með 4 kubba vs. 2 kubba með single rank. AMD var að stríða þér með DDR 4000 á Ryzen 5000, sjáum til hvort það rætist en er mjög sáttur við performancinn so far, langt yfir væntingum þó svo að ég sé að toppa í 3733MHz "quad" channel.
Síðast breytt af Templar á Mán 28. Des 2020 11:04, breytt samtals 1 sinni.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||