Síða 1 af 1

Mögulegt svindl ?

Sent: Fim 24. Sep 2020 23:01
af Arnaró
Sælir, mig langar að henda á ykkur mynd af speccy.
Kann víst ekki að setja inn myndir þannig ég gerði google photos link á myndinar

https://photos.app.goo.gl/QmGDvrAFDVecCg4d9

Mynd

Mér fannst smá skrýtið þegar eigandi þessarar vélar sagði mér að hann hafi borgað 350-400 þúsund fyrir þessa tölvu. Ég fann nokkra íhluti í þessa tölvu hérna á íslandi en ekki allt. Enda er CPU og GPU 3 ára gamallt t.d.

Veit ekki hvaða aflgjafi er í henni né hvað kassinn kostaði.

Mynd


Getur einhver hérna sagt mér hvort að þessi tölva með skjánum geti einhverntímann náð þessu verði(350-400 þúsund )? Eða var þetta ekki bara einhver svikahrappur sem seldi gömlu tölvuna sína og nýtti sér fávisku annarra?

Kveðja,

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fim 24. Sep 2020 23:04
af L0ftur
Sé engin skjáskot

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 09:24
af GuðjónR
Arnaró skrifaði:Sælir, mig langar að henda á ykkur mynd af speccy.

Kóði: Velja allt

[img]https://lh3.googleusercontent.com/MN2ULoqHE0ZyHCFWhPosFtyHU893xmbnobVTC2hOW1ExxS1KOacUpQzPHBYwX-cql6Epc1k4UFPqAww-Us6YrfVi887o_KZo3IZ0ZLjW119vsIvt0jConTiqCsMaBvAcF4Z0w5IvDKsMFenRQUb8PNNtCwoGl0r3rBjtKl9y97uD3-bPZnAAk_bGDQq7Q8PfTCQuPPHNS6B3NR3vaFwnEAX6uSDzYg4ndaL56MFNi1PiC2igT-soCCZXXQkHLYF-l_W1Vahir0Kgty1VqjogtCE-21MsbEgNu0qDdu-tHKumhaP5wROoutXYZ9cW8q8yNPI8PgGuyAwYRRxRmS64QhF8d_yC0NSxp24_Mde8nqxOOBYcoMM2Ri7Fi1zcXR3ftAezoLGkR8wsVcDXjeZboyzcfeP04_Krejq1sPUym6hbnOnPmUqu-OsW5M706VVD1KcDgAwxTj22eun52sPr9WnKGyT1LeGQ4d1phywlPWIXwsYAID7UhzK9AI2Y8PjF4L8GSHU8N-Vddk0Vc70bUVyd6rXE_vhuvxXI8j-E-WvRnytJlCOqdlaItgkNCxRtShKjJjH5XePRJiOeREaPNwIAn_rXoHL6G1X6Ww8kOtVtZxH0hIzcZxhGseZav9hpTk5mN03mqsEzvPhgBbuU6EysVXL1TOtvcfoywSuxaiGSEtQBbyGCQj57gLaw=w958-h652-no?authuser=0[/img]


Mér fannst smá skrýtið þegar eigandi þessarar vélar sagði mér að hann hafi borgað 350-400 þúsund fyrir þessa tölvu. Ég fann nokkra íhluti í þessa tölvu hérna á íslandi en ekki allt. Enda er CPU og GPU 3 ára gamallt t.d.

Veit ekki hvaða aflgjafi er í henni né hvað kassinn kostaði.

Kóði: Velja allt

[img]https://lh3.googleusercontent.com/brIFxtPZA7dEYgOpqXBvnS76JCLiJWbXmlhCp1UHC_n3-dxMg2t-WeCaDGY5J0uKKSsXi3AYMQ_AlynpaZqwqNUge2iHbNRIlhnGeU7acBA9wwuMBwsqdhXAFiUMX_IMoO3Gnt1_6C6GYXU5KP7OD3iCJtSaiVUVDj5o4HnKO-5GUBC7QE-wVZIVz8iJ_05HPVa5VgRBPdt2ogrME9uGdwbUc6ZIO-y60-BaeZ4XryU3zTo_1Sute5tRKLFg5-66w81Rye7YaphF1wevGQnDaK_OaYX6Pn_a46CB41hydSChDpHZcSvBpSM0OsTWVvctBOGftQ-Tt4SIDuRWYIJ1jMnFW9HsI0vkxpOBMLs93ZYrk08o7GqmAzqiKQZqc0GYSPFuJExL7Al7ehrTHw0SEXjLo57H7vHhXuIlqv1-PsP60s4joTkM0D4JF5Vp12Xf1IBPWtXjggzrEKZrr81g9gc6ZUhTaW75dvQ0BLOZ5phfKCPt3jf4sWDgfHgSUmYwiLgU9F-HtH3bwAorC3_LnncQE11iK4y8gl5JeTvLSArLMZkFwEH1vfkzOOBjhq72gfdQNMnEYp45VR1YVs4Y0Yyw65mHNLCwg-juxAbIEJCcc_9cdKzPz6TpUX5V45fK34kW3apGBAErJr9Ut8srHV7Q5vtD18y-XhQXTSjLtv2KS24o4ctVcJWxHShq=w900-h238-no?authuser=0[/img]



Getur einhver hérna sagt mér hvort að þessi tölva með skjánum geti einhverntímann náð þessu verði(350-400 þúsund )? Eða var þetta ekki bara einhver svikahrappur sem seldi gömlu tölvuna sína og nýtti sér fávisku annarra?

Kveðja,


Þetta eru ekki slóðir á myndir.

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 17:19
af Arnaró
Setti google photos link, kann víst ekki að setja myndir hér inn.

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 17:22
af SolidFeather
Ef hann keypti þetta nýlega á 350.000+ þá hefur hann verið illa tekinn.

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 17:24
af Mossi__
Jásæll!

Ekki 400.000 virði, langt frá því.

Svona... 100.000-150.000 myndi ég segja?

Aðrar verðlöggur memm?

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 17:28
af Harold And Kumar
Þetta er tæknilega séð ekki lygi með að sumir af þessum pörtum séu ekki til á landinu lengir, en alveg fáránlegt að hann vill fá 350-400k fyrir hana.

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 17:39
af Hallipalli
Er ekki verið að tala um 350-400.000kr þegar þessir íhlutir voru nýjir?

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 17:42
af vikingbay
Hef tekið eftir nokkrum póstum inná bland, og brask síðunum á facebook þar sem er verið að biðja um alltof mikinn pening fyrir einhvern skíta turn.
Þannig höfum varann á og spurjum vaktara fyrst!

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 17:47
af Emarki
Við erum að tala um verðhugmynd á bilinu 70-80, enn það vantar upplýsingar um aflgjafa og kassa, fjölda af viftum gerð og þess háttar.

Ef það er drasl erum við tala um 65k væri gott verð.

Kv. Einar

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 17:55
af Mossi__
Emarki skrifaði:Við erum að tala um verðhugmynd á bilinu 70-80, enn það vantar upplýsingar um aflgjafa og kassa, fjölda af viftum gerð og þess háttar.

Ef það er drasl erum við tala um 65k væri gott verð.

Kv. Einar


Vel líklega er mitt mat of hátt skotið..

en er 65k ekki heldur lágt?

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 18:24
af steinar993
plís ekki segja mér að einhver keypti þessa tölvu á þessu verði :( :O

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 18:41
af DaRKSTaR
sé um 90-100 þús kr virði með öllu.

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 19:37
af pepsico
Það er tvennt mjög mismunandi hvað þetta kostaði fyrir mörgum árum nýtt úr búð og hvers virði þetta er notað í dag. Auðvitað hefur þetta getað kostað norðan við 350 þús. á sínum tíma nýtt út úr búð, sérstaklega Tölvulistanum eða Tölvutek.

Stýrikerfi 20, örgjörvi 60, móðurborð 35, vinnsluminni 35, SSD drifin 75, skjákortið 40, skjár 40, kassi eflaust um 20, aflgjafi eflaust um 20, þetta er ekki lengi að safnast saman.

En það skiptir engu máli hvað þetta kostaði nýtt fyrir einhverjum árum. Er búinn að vera að sjá sambærilega eða jafnvel betri turna fara á 90-120 þúsund hérna á vaktinni nýlega.

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 19:52
af Hausinn
Til samanburðar seldi ég nýlega mína borðtölvu á 240þús, og hún var MIKLU öflugri en þessi; 3950X, 1080 Ti, 1TB SSD etc...

300.000kr fyrir þessa væri helgispjöll.

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 20:23
af Arnaró
Þetta var það sem ég hélt. Ætla að tala við náungann og fá útskýringar frá honum.

Takk fyrir svörin ykkar!

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 22:02
af MrIce
400þús fyrir þetta? Fylgir með íbúð og bíll eða? Annars er þetta plain ol ripoff

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Fös 25. Sep 2020 23:15
af zordage
þetta er eithvað loðið alls ekki vesla þetta á 3-4k

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Sun 27. Sep 2020 00:12
af L0ftur
90k

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Mán 28. Sep 2020 13:06
af linenoise
Verð breakdownið hans pepsico er mjög gott og gefur 310.000 nýtt. Ég sá svipaða tölvu auglýsta sem fermingartölvupakka árið 2018, nema með 1080 Ti, dýru lyklaborði en miklu minna geymsluplássi á 400 þús, þannig að það er ekkert ólíklegt að náunginn hafi borgað 350 fyrir þessa nýja ef hann keypti megnið af henni samsetta.

Þannig að þetta er tveggja til þriggja ára 350 þús króna tölva. Það er ekkert óeðlilegt að borga 125-170 þúsund fyrir hana miðað við 30% afföll á ári, en svo er það spurning hvort það sé gott value eða ekki.

Re: Mögulegt svindl ?

Sent: Mán 28. Sep 2020 20:27
af pepsico
Verðin mín summast reyndar upp í um 345.000. Eins og ég sagði líka þá getur svona búnaður líka auðveldlega hafa kostað meira (t.d. ef þetta er premium kassi/aflgjafi o.s.frv.) og þá sérstaklega ef þetta var keypt í Tölvulistanum eða Tölvutek (hærri verð almennt).