Síða 1 af 1

Ferðaskjár

Sent: Fim 24. Sep 2020 14:20
af Gorgeir
Hafið þið einhverja reynslu af litlum ferðaskjám upp undir 15" að stærð.
Er með 32" curved skjá (komandi úr 2x24" skjám) og er að lenda í því að vilja vera með lítinn aukaskjá þegar ég er í full screen leikjum sem myndi "hanga" utan í stóra skjánum eða á skjáarminum (hafði hugsað mér að nota GoPro festingu sem ég myndi festa á skjáarminn, á þannig).
Þá þarf ég ekki að Alt+Tab mig úr leiknum.
Ég var að skoða nokkra frá Ali frænda og banggood og lýst ágætlega á nokkra.
Það þarf ekki að vera touch screen.
Ég myndi hafa hann í portrait mode hliðina á stóra skjánum mínum
Nenni ekki að hafa 24" skjá sem auka skjá, tekur of mikið pláss á skrifborðinu.
Ef þið hafið einhverja reynslu þá megið þið endilega koma með ykkar input.

https://www.banggood.com/BlitzWolf-BW-PCM2-13_3-Inch-FHD-1080P-Type-C-Portable-Computer-Monitor-Gaming-Display-Screen-for-Smartphone-Tablet-Laptop-Game-Consoles-p-1595705.html?rmmds=search&cur_warehouse=CN

https://www.banggood.com/BlitzWolf-BW-PCM3-15_6-Inch-Touchable-FHD-1080P-Type-C-Portable-Computer-Monitor-Gaming-Display-Screen-for-Smartphone-Tablet-Laptop-Game-Consoles-p-1595706.html?rmmds=search&cur_warehouse=CN

https://www.banggood.com/Aosiman-ASM-156FC-15_6-Inch-1080P-Type-C-Portable-Computer-Monitor-Gaming-Display-Screen-for-Smartphone-Tablet-Laptop-Game-Consoles-p-1627442.html?rmmds=search&cur_warehouse=CN

Mynd

Re: Ferðaskjár

Sent: Fim 24. Sep 2020 19:57
af Viktor
Fyrir hvað?

Spjaldtölvur og símar eru algengar fyrir allskonar svona.

Re: Ferðaskjár

Sent: Fim 24. Sep 2020 20:25
af Gorgeir
Bara hafa sem secondary skjá fyrir PC tölvuna

Re: Ferðaskjár

Sent: Fim 24. Sep 2020 20:36
af Klemmi
Held að það sem Sallarólegur hafi verið að spyrja að, ertu ekki hvort eð er bara að fara að hafa browser eða video á seinni skjánum, sem væri þá jafn vel þægilegra að hafa bara sér spjaldtölvu fyrir?

Því þó þú sért með secondary skjá, þá þarftu annað hvort að keyra í windowed fullscreen til að þurfa ekki að fela leikinn meðan þú gerir eitthvað annað á hinum skjánum, sem ekkert allir leikir bjóða upp á, og skilar sér yfirleitt líka í verra performance heldur en bara plain full screen.

Re: Ferðaskjár

Sent: Fim 24. Sep 2020 21:00
af Gorgeir
Skil núna betur hvað hann er að meina. Ég er bara svo vanur að hafa tvo skjái.
Kannski er þetta einhver villa í hausnum mínum að þurfa að hafa einn auka skjá þegar ég gæti bara kveikt á spjaldtölvunni.
Eitthvað til að pæla í.
En jú þetta væri bara skjár með browser eða kannski HWMonitor eða kveikt á einhverju video (plex/netflix) ef maður væri í þannig leik að maður þyrfti ekki að hafa allan hugann við hann.

Re: Ferðaskjár

Sent: Fös 25. Sep 2020 09:53
af worghal
það eru líka til forrit sem gerir spjaldtölvu að secondary portable skjá...