Síða 1 af 1

Stækka vinnslminni í fartölvu

Sent: Mið 16. Sep 2020 22:36
af Krissinn
Er vitlaust að stækka vinnsluminnið í fartölvunni hjá mér? Þetta er ASUS VivoBook 15 X505BA tölva. Myndi það bæta hana eitthvað að skipta út eða stækka vinnsluminnið?

Mynd
photo hosting free

Re: Stækka vinnslminni í fartölvu

Sent: Mið 16. Sep 2020 23:37
af olihar
Það þarf allavegana að rífa hana í spað miðað við videó.

https://youtu.be/GcZFapu7jpI

Re: Stækka vinnslminni í fartölvu

Sent: Mið 16. Sep 2020 23:46
af Klemmi
Fer bara eftir því hvað þú ert að gera...
Í hvaða vinnslu ertu?

Annars eru skv. Crucial tvær raufar í tölvunni sem styðja allt að 2x16GB af DDR4 vinnsluminni. Ekki dýrt að kaupa 8GB kubb og skella í hana, líklega er 8GB í stökum kubb fyrir svo þá ferðu í 16GB.

Hins vegar sýnist mér á fljótlegu Googli að það þurfi að rífa tölvuna talsvert í sundur til að bæta við vinnsluminni, ef þú þarft að láta verkstæði gera það, þá ertu strax að horfa á ca. 10þús kall aukalega.

En aftur... í hvaða vinnslu ertu, af hverju heldurðu að 8GB séu að hamla þér? :)