4K gaming á þokkalegum verðum.


Höfundur
Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 977
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 39
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

4K gaming á þokkalegum verðum.

Pósturaf Hlynzi » Lau 04. Júl 2020 11:09

Sælt veri fólkið.

Nú nýlega fór ég alla leið í skjám og keypti 43" 4K Philips skjá (hef hugsað mér að kaupa kannski 40" 4K þar sem þeir passa betur hugsa ég) þessi skjár þar alveg lágmark 80 cm borð og er eiginlega orðinn frekar þægilegur í 100 cm fjarlægð.

En ferðatölvan hjá mér ræður nú ekki við 4K í leikjum, en höndlar 4K í venjulegur notkun, Asus UX480FD :
NVIDIA® GeForce® GTX 1050 Max-Q
Video memory: 2GB / 4GB GDDR5 VRAM
(verulega öflug ferðatölva, sérstaklega í 13,3" formfactor með 14" skjá, og ScreenPad touchpad)
Einnig er ég með Thrustmaster TMX Pro, stýri, pedala og gírskipti.

En nóg af forsögunni, hvar finn ég almennilegar upplýsingar um að keyra 4K gaming, sérstaklega þar sem ég er lítið í keppnis spilun, langar bara að hafa flotta graffík á 30 (helst 60 fps), hugsanlega með details stillt nokkuð hátt.

Leikir sem ég mun koma til með að spila: GTA 5, Project Cars 2 og hugsanlega nýji Flight simulator.

Ég hef littlar áhyggjur afþví að kaupa notaða íhluti, veit ekki hvernig APU ryzen vél kæmi út í þessu og hreinlega tími ekki að eyða fleiri hundruð þúsundum í svona setup, þar sem ég spila tölvuleiki ekki það mikið. Eina sem ég hugsa um að vélin sé hljóðlát (enda gæti hún endað inn í geymslu, 4-5 metra í burtu, gegnum einn vegg)


Hlynur


zurien
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Lau 17. Apr 2010 08:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: 4K gaming á þokkalegum verðum.

Pósturaf zurien » Lau 04. Júl 2020 11:26

Þessir gerður seríu um "4k on a budget" á 970 & 1060 kortum.
Ég prufaði þetta í nokkrum leikjum, Witcher 3, platformera & sidescrollers á 970 korti og það var furðu gott á sjónvarpinu fyrir "sófakartöfluspilun" með xbox 360 controller.
Miðað við 30-60 fps, þá er þetta spurning um hvað þu vilt eyða miklum tíma í að stilla leikina. Og er auðvitað auðveldara með betri kortum í dag.

Skoðaðu þetta:
https://www.youtube.com/results?search_ ... l+foundry+




Hausinn
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 131
Staða: Ótengdur

Re: 4K gaming á þokkalegum verðum.

Pósturaf Hausinn » Lau 04. Júl 2020 11:40

Það er varla neitt sem heitir "þokkaleg verð" til þess að keyra leiki í 60fps. Flestir vilja meina það að jafnvel RTX 2080 Ti er að skaffa út um kringum 60-100fps í 4K á háum stillingum. Ef þú nærð að grípa í gott 1080 kort á góðu verði gætir þú kannski haldið þig við 30fps en þá þarf að spyrja af hverju þegar 1440p við 60fps er töluverð betri reynsla.




Höfundur
Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 977
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 39
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4K gaming á þokkalegum verðum.

Pósturaf Hlynzi » Lau 04. Júl 2020 16:24

Hausinn skrifaði:Það er varla neitt sem heitir "þokkaleg verð" til þess að keyra leiki í 60fps. Flestir vilja meina það að jafnvel RTX 2080 Ti er að skaffa út um kringum 60-100fps í 4K á háum stillingum. Ef þú nærð að grípa í gott 1080 kort á góðu verði gætir þú kannski haldið þig við 30fps en þá þarf að spyrja af hverju þegar 1440p við 60fps er töluverð betri reynsla.


Já kannski maður láti 1440 nægja, bíð þangað til verðin verða komin niður á 4K búnaði. Stökkið allavegana úr Full HD í 1440 fyrir skrifstofu eða tölvuvinnu er töluvert mikið, 4K verður of lítið nema maður sé með 32" + skjá.


Hlynur