Móbóið í ruglinu ?
Sent: Fim 05. Maí 2005 01:07
				
				Jamm jamm, allt í einu kveiki ég á tölvunni í dag og hún ræsir sig eins og hún á að gera, að minnsta kosti held ég það.  Þegar allt kemur til alls hefur tölvan sjálf ræst sig en ekkert merki virðist vera á skjánum (hann í góðu lagi og er búinn að prufa annan skjá) og lyklaborðið kveikir ekki á sér.  Ég endurræsi bara eins og venjan er og ekkert skeður nema núna kemur ljós á lyklaborðið en það slökknar strax aftur.  Ég skoða inní tölvukassann og ekkert virðist vera óvenjulegt þar...  Ég er algerlega í klemmu og uppiskroppa með hugmyndir um hvað gæti verið að (allt tengt).  Mér þykir líklegt að þetta sé eitthvað vandamál með móbóið en veit ekki hvað.  móðurborð : Asus P4C800 Deluxe (eitthvað í þá átt).  Það er eins og einhver tengi í móbóinu ræsist ekki lengur...
Jæja nöllar, segið mér hvað er að
			Jæja nöllar, segið mér hvað er að

 
   
  