Síða 1 af 1
					
				Er Prescott ennþá heitur?
				Sent: Þri 03. Maí 2005 23:19
				af GuðjónR
				Jó...ég er að setja saman "litla" tölvu...þetta er hálfgerður skókassi.
Þannig að örrinn má ekki vera of heitur, spurningin er borgar sig að setja 
Celeron eða er í lagi að setja 
Prescott ?
Eitt sinn fékk prescott á sig óorð fyrir hita, hvernig er þetta í dag? og eru celeron örrarnir ~3ghz eitthvað kaldari en prescottinn?
 
			
					
				
				Sent: Mið 04. Maí 2005 01:08
				af ponzer
				Allavega hefur Celroninn prescott core og það þýðir hiti  

 
			
					
				
				Sent: Mið 04. Maí 2005 07:38
				af kristjanm
				Ef þú kaupir nýlegan Prescott með Halt State eða Speedstep þá er hann þó nokkuð kaldari í idle, en svipað heitur í full load.
Annars er ég með 3.2GHz Prescott hérna sem ég gat overclockað í 3.7GHz á stock kælingu og hann náði aldrei upp í 70°C og idlaði á um 40°C. Núna er ég með Zalman 7700Cu og hann fer aldrei yfir 63°C og idlar á um 37-38°C.
Þessi er E0 stepping, sem er það nýjasta, og það er með C1E Halt State, sem þýðir að hann klukkar sig niður úr 16x niður í 14x þegar hann er ekkert að gera.
			 
			
					
				
				Sent: Mið 04. Maí 2005 07:54
				af Mr.Jinx
				Fáðu þér bara Amd örgjörva. 

 
			
					
				
				Sent: Mið 04. Maí 2005 09:15
				af hahallur
				Af hverju tekuru ekki bara bara gamlan góðan s478 öra með 512kb cache sem er ekkert verri en prescott, minn 2.66ghz hittnaði ekkert og var í 3.2ghz á loftkælingu.
			 
			
					
				
				Sent: Mið 04. Maí 2005 10:01
				af kristjanm
				Prescottinn er fínn, bara ekki með stock kælingunni þar sem að hún er djöfulli hávær þegar örgjörvinn fer að hitna.
			 
			
					
				
				Sent: Fös 06. Maí 2005 14:27
				af Gestir
				AMD er málið.
færð 64 3000 á undir 16.000 í dag .. sem er gott 
hitnar ekki mikið og er öflugri
			 
			
					
				
				Sent: Fös 06. Maí 2005 14:36
				af ponzer
				ÓmarSmith skrifaði:AMD er málið.
færð 64 3000 á undir 16.000 í dag .. sem er gott 
hitnar ekki mikið og er öflugri
Fer eftir í hvað þú ætlar að nota hann..
Render Pentium > AMD
Leikir AMD > Pentium 
Staðreynd...
 
			
					
				
				Sent: Fös 06. Maí 2005 15:42
				af gnarr
				eitt render forrit sem enginn notar -> intel
restin -> AMD
staðreind...
			 
			
					
				
				Sent: Fös 06. Maí 2005 16:12
				af gumol
				Leikjatölvur -> AMD
Restin -> Intel
Alveg jafn mikil staðreynd 

 
			
					
				
				Sent: Fös 06. Maí 2005 17:07
				af kristjanm
				gumol skrifaði:Leikjatölvur -> AMD
Restin -> Intel
Alveg jafn mikil staðreynd 

 
Amm sammála. Hyper-Threading er stærsti plúsinn hjá Intel finnst mér.
 
			
					
				
				Sent: Fös 06. Maí 2005 17:16
				af wICE_man
				Bíðum bara eftir dualcore 

 
			
					
				
				Sent: Fös 06. Maí 2005 17:40
				af kristjanm
				Well ég held að með dual-core örgjörvana eigi AMD eftir að rústa Intel á öllum sviðum, nema kannski verðlagningu.
			 
			
					
				
				Sent: Lau 07. Maí 2005 02:18
				af emmi
				Þetta Hyper Threading er nú bara prump. Ég las á sínum tíma nokkur benchmörk þar sem vélar með HT enabled voru að skora minna en þeir með þetta disabled.
			 
			
					
				
				Sent: Lau 07. Maí 2005 11:19
				af MezzUp
				Ég varð hrifinn af HT eftir að ég sá myndbandið frá TomsHardware þar sem að hann bar saman 3.02GHz HT og 3.6GHz non-HT örgjörva. Mæli með því að allir tjekki á því: 
http://static.hugi.is/misc/movies/thg_video_5_p4_ht.zip 
			
					
				
				Sent: Lau 07. Maí 2005 11:39
				af Mr.Jinx
				Þetta er bara rugl að Amd- Sé bara fyrir Gaming og Intel fyrir restina Amd höndlar alveg restina lika.  

 En þá ekki jafn vel.?  

 
			
					
				
				Sent: Lau 07. Maí 2005 12:16
				af gumol
				Hitt er alveg jafn mikið rugl, um að Intel sé bara best fyrir eitt render forrit sem enginn notar.
			 
			
					
				
				Sent: Lau 07. Maí 2005 13:31
				af wICE_man
				Við skulum vera aðeins nákvæmari:
AMD: Leikir, Stærðfræðiforrit, Forritun, Linux
Jafnt: (Af)pökkunarforrit, Hljóð og myndvinnsla, skrifstofuforrit og þess háttar
Intel: Fjölvinnsla, Fjölþráða forrit hvers konar, Synthetic Benchmarks
Held að við getum verið nokkuð ásáttir við þessa skilgreiningu, báðir örgjörvarnir eru reyndar meir en nógu kraftmiklir í allt þetta ofantalið, annar er bara betri en hinn í sumu og öfugt.
			 
			
					
				
				Sent: Lau 07. Maí 2005 14:47
				af gumol
				Borð-heimilis tölva (leikjatölva): AMD
Laptop: Intel
			 
			
					
				
				Sent: Lau 07. Maí 2005 17:13
				af kristjanm
				emmi skrifaði:Þetta Hyper Threading er nú bara prump. Ég las á sínum tíma nokkur benchmörk þar sem vélar með HT enabled voru að skora minna en þeir með þetta disabled.
Hvenær var það? Þegar Hyper-Threading var nýtt?
 
			
					
				
				Sent: Lau 07. Maí 2005 18:25
				af Daz
				gumol skrifaði:Borð-heimilis tölva (leikjatölva): AMD
Laptop: Intel
Núna erum við að tala saman, það kemur mér enþá á óvart að AMD hafi ekki komið út með neitt í samkeppni við Centrino dótið frá Intel (eða kannski hafa þeir gert það, en þá ættu þeir að reka auglýsingaliðið sitt...)
 
			
					
				
				Sent: Lau 07. Maí 2005 20:41
				af kristjanm
				Nýlega gáfu þeir út fartölvuörgjörvann Turion. Turion eyðir þó nokkuð meira rafmagni og er alls ekkert hraðvirkari en Dothan.
			 
			
					
				
				Sent: Sun 08. Maí 2005 11:58
				af wICE_man
				gumol skrifaði:Borð-heimilis tölva (leikjatölva): AMD
Laptop: Intel
True  
