Síða 1 af 1
Rafhlaða fyrir eldri thinkpad
Sent: Mán 03. Feb 2020 16:56
af einarn
Er eitthverstaðar hægt að fá nýtt batterí í eldri thinkpad? Eða þekkir einhver eitthverja krókaleið sem hægt er að fara til að flytja svona inn? Er ekki búinn að chekka enn býst fastlega við að þetta fáist ekki i origo.
Re: Rafhlaða fyrir eldri thinkpad
Sent: Mán 03. Feb 2020 16:59
af Benzmann
Ég myndi benda þér á að heyra í sölumönnum Origo.
Það getur vel verið að þeir geti komist í þetta, eða geti átt þetta á gömlum lager hjá sér.
Re: Rafhlaða fyrir eldri thinkpad
Sent: Mán 03. Feb 2020 17:03
af einarn
Benzmann skrifaði:Ég myndi benda þér á að heyra í sölumönnum Origo.
Það getur vel verið að þeir geti komist í þetta, eða geti átt þetta á gömlum lager hjá sér.
Geri það.
Re: Rafhlaða fyrir eldri thinkpad
Sent: Mán 03. Feb 2020 17:22
af Sporður
Hvað fellur undir (eða ekki undir) að vera eldri Thinkpad ?
Ertu með ónýta rafhlöðu í höndunum? Veistu hvað týpan heitir ?
Re: Rafhlaða fyrir eldri thinkpad
Sent: Mán 03. Feb 2020 19:43
af einarn
Sporður skrifaði:Hvað fellur undir (eða ekki undir) að vera eldri Thinkpad ?
Ertu með ónýta rafhlöðu í höndunum? Veistu hvað týpan heitir ?
Þetta er T431s batteri er orðið slappt, ekki ónýtt. Væri gaman að geta kreist smá meiri notkun úr vélinni áður enn ég fæ mér nýja.
Re: Rafhlaða fyrir eldri thinkpad
Sent: Mán 03. Feb 2020 20:46
af Sporður
Kannski ekki svarið sem þú ert að leita að en á þeim "thinkpödum" sem komu með geisladrifi var hægt að skipta geisladrifinu út fyrir rafhlöðu. Á heimasíðu lenovo er talað um að hægt sé að bæta við "slice battery" þannig að ég reikna með að það sé möguleiki á þinni vél líka. Myndi líklegast aldrei kaupa þér meira en klukkutíma í endingu.
http://www.love-battery.com/product_detail.asp?id=9671Varstu búinn að sjá þetta ?
Uppfært: Love Battery fær víst mjög vafasama dóma svo ... skamm á mig fyrir að benda á þá.
