Síða 1 af 1

DVI í DisplayPort

Sent: Sun 06. Okt 2019 18:29
af Sauðurinn
Er með PC tölvu með DVI skjátengi og skjá með Display Port tengi.
Einhver auli í Tölvutek seldi mér kapal með þessum tengjum og sagði að þetta gengi sem það gerir ekki. Hvað er til ráða??
Er hægt að skipta út DVI tenginu í móðurborðinu fyrir DP tengi eða þarf að setja skjákort í tölvuna?
Eru til "DVI adapters" í svona tilvikum?
Ef einhver les þetta og getur ráðlagt mér þá yrði ég mjög glaður. :happy

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Sun 06. Okt 2019 18:53
af einarhr
Til td í Elkó, DVI í DDP eða öfugt

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Sun 06. Okt 2019 19:35
af HalistaX
https://www.tl.is/product/displayport-i-dvi-1-8-m

Gætir prufað eitthvað svona? Ef ég skil vandamálið rétt þar að segja...

Hérna líka, aðeins ódýrara meira að segja!

https://www.computer.is/is/product/kapa ... l-1-0metri

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Sun 06. Okt 2019 20:23
af worghal
ég veit að hdmi í dp virkar bara í aðra áttina, kanski er það eins með dvi í dp.

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Sun 06. Okt 2019 20:49
af pepsico
Þú þarft active adapter fyrir DVI í DP eftir því sem ég best veit. Takið eftir því á öllum þessum köplum sem þið eruð að linka að það stendur DP í DVI en ekki DVI í DP. Örugglega lítil tölva í þessum DP í DVI köplum sem getur dregið rafmagn úr DP.

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Sun 06. Okt 2019 22:45
af ZiRiuS
Ertu nokkuð að tengja í onboard skjákortið?

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Sun 06. Okt 2019 23:02
af Sydney
DP > DVI virkar bara í aðra áttina.

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Mán 07. Okt 2019 00:12
af Sauðurinn
Onboard skjákort?? Það er skjástýring í tölvunni, ekkert skjákort.

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Mán 07. Okt 2019 00:40
af Sydney
Sauðurinn skrifaði:Onboard skjákort?? Það er skjástýring í tölvunni, ekkert skjákort.

Það er onboard, sem er reyndar úrelt hugtak þar sem skjákjarninn er í örgjörvanum en ekki á móðurborðinu lengur.

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Mán 07. Okt 2019 13:56
af Sauðurinn
Hvað ráðleggið þið sem eruð vel inní þessum málum?
Setja skjákort með DP í tölvuna?

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Mán 07. Okt 2019 14:22
af agust1337
pepsico skrifaði:Þú þarft active adapter fyrir DVI í DP eftir því sem ég best veit. Takið eftir því á öllum þessum köplum sem þið eruð að linka að það stendur DP í DVI en ekki DVI í DP. Örugglega lítil tölva í þessum DP í DVI köplum sem getur dregið rafmagn úr DP.


Það er rangt, þú þarft ekki active adapter, en ef þú vilt fá t.d. 120hz, 144hz, etc, þá þarftu þess, en ekki fyrir 60hz.
Ég er með einn benq xl2411z sem er með dvi en ekkert dp (sem skjá tvö) og það virkar, en ekki fyrir neitt hærra en 60hz.

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Mán 07. Okt 2019 14:31
af pepsico
Þú ert að ruglast agust1337. Þú ert að sjálfsögðu ekki með DVI í DP uppsetningu ef það er ekkert DP á skjánum. DP í DVI virkar eins og ég segi skýrt í innlegginu.

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Mán 07. Okt 2019 21:17
af Sauðurinn
Eftir snögga yfirferð á Google finn ég ekki active adapter DVI to DP. Aftur á móti nóg af adapters DP í DVI. Fer að hallast að því að þetta sé ekki fræðilegur möguleiki. Verð að gera aðrar ráðstafanir, hverjar sem þær nú eru.

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Mán 07. Okt 2019 22:32
af Sydney
Er virkilega hvorki DVI né HDMI á skjánum?

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Mán 07. Okt 2019 23:36
af pepsico
Það er greinilega hægt að draga nóg rafmagn úr DVI-D tengi til að keyra active adapter yfir í DP innbyggðan í snúru, en áreiðanleikinn er víst ekki mikill. Það eru samt svo til gagnslausar upplýsingar ef svoleiðis er ekki selt á Íslandi því biðtíminn og verðið á því að panta þetta að utan væru eflaust óásættanleg.
https://www.visiontek.com/dvi-to-displa ... e-m-m.html

Re: DVI í DisplayPort

Sent: Mán 07. Okt 2019 23:42
af Thornz