Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peningin


Höfundur
draconis
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Fös 15. Mar 2019 07:12
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peningin

Pósturaf draconis » Lau 16. Mar 2019 09:00

Hæ hó, Ætla að uppfæra tölvuna mína eftir nokkra mánuði er ekkert að fara að spara, Vill auðvitað fá sem mest fyrir peninginn, Vildi athuga hvað þið mundið gera og hvert þið mynduð fara ef þið eruð að fara að eyða 300-400þús+ til að gera tölvuna ykkar magnaða?.

Er með Fractal Design Define R6 ATX hljóðeinangraður, sé að hann er enn topp kassin hjá tölvutek. Enn get ég bætt við ''vatns kælingu'' í hann, var sagt af einum leikja vini mínum að ég mætti t.d ekki clocka tölvuna mína mikið afþví ég sé ekki með það. er að spá hverju ég farga til að gera þetta fullkomið t.d móðurborði osfv? og svo allt passi saman osfv. Endilega gefa mér eins gott input og þú getur, það er vel þegið :) .

Já ég veit skjárinn 60hz, er að fá 165hz í dag :) bara hafði ekki hugmynd að það væri annað sem hét ''leikjaskjár''

PS : Ég kann bara að spila tölvuleiki og svona basic vitund :fly . þetta eru Speccin sem ég er með núna https://imgur.com/a/JZ9h8XH
Síðast breytt af draconis á Lau 16. Mar 2019 10:16, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
draconis
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Fös 15. Mar 2019 07:12
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!

Pósturaf draconis » Lau 16. Mar 2019 09:48

Er að gera smá könnun á þessu sjálfur.
Er allagvegana búin að komast af því að Tölvutek sem átti að vera með góð verð.
Hefur Ekkert í ''Ódýrið''
Smá uppfærsla tölvutækni er so far sigurvegarinn á besta verði á örgjörfum : https://tolvutaekni.is/collections/orgj ... flytiminni 79.990kr
https://tolvutek.is/vara/intel-core-i9- ... l-an-viftu - 99.999kr
https://odyrid.is/vara/intel-core-i9-99 ... l-an-viftu - 82.900kr
https://tolvutek.is/vara/gigabyte-gefor ... 11gb-gddr6 219.999kr
https://odyrid.is/vara/gigabyte-geforce ... 11gb-gddr6 194.999kr

Við erum ekki að tala um nokkra þúsundkalla mun hér... Tugi þúsund króna munur á hverjum parti...
Þetta er hálfgert Rán. Er jafnvel betri verð sem einhver af ykkur hefur uppgötvað annarstaðar yfirhöfuð á tölvu íhlutum? er ekki að segja að ég ætla að fá þessa parta það er alveg næstum hálft ár þangað til ég fer að kaupa gæti verið einhvað betra þá. Eru einhverjir staðir eða Aðilar sem eru að bjóða betri verð og uppsetningu á vatnskælingu í kassan minn og öllu öðru sem keypt er fyrir einhvern pakka fyrir kröfuharðan einstakling?



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!

Pósturaf Dropi » Lau 16. Mar 2019 10:21

draconis skrifaði:Enn get ég bætt við ''vatns kælingu'' í hann, var sagt af einum leikja vini mínum að ég mætti t.d ekki clocka tölvuna mína mikið afþví ég sé ekki með það


Ekki hlusta á þetta bull, ég myndi 100% mæla með góðri loftkælingu yfir AIO (ég gef mér að þú sért ekki að tala um custom loop þegar þú talar um vatnskælingu) til að overclocka 6600k. Þeir sem eru með "basic vitund" geta ekki viðhaldið vatnskælingu til lengri tíma og fyrr eða síðar mun eitthvað bila - loft í kerfinu, biluð dæla, osfrv. Loftkæling gengur og gengur og gengur.

Varðandi 9900k þá eru þetta tölurnar fyrir hann overclockaðann á Noctua NH-D15 (loft), AIO og custom loop. Ef þú vilt læra á þetta dót þá að sjálfsögðu gerðu það sem þig langar til að gera, en forðastu að bíta of mikið í einu nema þú hafir einhvern sterkann með þér sem kann á þetta allt. Ég er ekki að reyna að hræða, bara fræða. :)
https://www.reddit.com/r/buildapc/comme ... th_noctua/

Mynd


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peni

Pósturaf Dropi » Lau 16. Mar 2019 10:26

En mér sýnist þetta vera aðallega æfing í því að eyða sem allra mestum pening í einu, ég er sjálfur algjör value perri og mikilvægustu tölurnar fyrir mig er FPS/dollar. Hvar fæ ég mestu endinguna - besta overclockið - mest fyrir peninginn. Það er sannarlega ekki hjá Intel og Nvidia þessa dagana.

Aftur á móti þá er besta fps-ið hjá intel/nvidia combo og ekki hægt að segja neitt við því, 9900k/2080Ti er klárlega besta FPS sem þú getur fengið fyrir 300-400 þúsund.


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Höfundur
draconis
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Fös 15. Mar 2019 07:12
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peni

Pósturaf draconis » Lau 16. Mar 2019 10:45

Já held að loftkæling sé málið fyrir mig, Hafði ekki hugmynd að vatnskæling sé svona mikið vesen. Fractal Design Define R6 ATX hljóðeinangraður er með alveg frekar stórum viftum og mörgum sem komu með kassanum, sem dæmi þá myndi ég þurfa að kaupa fleirri viftur í hann til að clocka 6600k? og enn fleirri fyrir 9900k?, Held þegar tímin kemur af þessu ætla ég bara að spyrja einhvern traustan hérna inná vaktini til að setja saman fyrir einhvern aur :). Enn gott að vera undirbúin til að fræða sig betur um.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peni

Pósturaf Dropi » Lau 16. Mar 2019 10:58

draconis skrifaði:Já held að loftkæling sé málið fyrir mig, Hafði ekki hugmynd að vatnskæling sé svona mikið vesen. Fractal Design Define R6 ATX hljóðeinangraður er með alveg frekar stórum viftum og mörgum sem komu með kassanum, sem dæmi þá myndi ég þurfa að kaupa fleirri viftur í hann til að clocka 6600k? og enn fleirri fyrir 9900k?, Held þegar tímin kemur af þessu ætla ég bara að spyrja einhvern traustan hérna inná vaktini til að setja saman fyrir einhvern aur :). Enn gott að vera undirbúin til að fræða sig betur um.


Gott viðhorf félagi. Ef þú hendir Noctua kælingu í þennan kassa (eins og NH-D15 eða NH-D15S) þá þarftu alls ekki að fjölga viftum í kassanum, hvað þá fyrir 6600k. Sennilega þyrfti að hafa gott flæði fyrir 9900k og 2080 Ti, en fyrir þig í dag er ekki þörf á slíku. Mæli með Noctua kassaviftum líka, ég hef snúið nokkrum AIO aðdáendum yfir í full Noctua þrátt fyrir lita skemað, en þetta eru einfaldlega bestu og endingarmestu vifturnar.

Hér er til dæmis NH-D15 og nokkrar noctua kassaviftur í þínum kassa (af reddit https://www.reddit.com/r/pcmasterrace/c ... design_r6/)
Mynd


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Höfundur
draconis
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Fös 15. Mar 2019 07:12
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peni

Pósturaf draconis » Lau 16. Mar 2019 11:20

Dropi skrifaði:
draconis skrifaði:Já held að loftkæling sé málið fyrir mig, Hafði ekki hugmynd að vatnskæling sé svona mikið vesen. Fractal Design Define R6 ATX hljóðeinangraður er með alveg frekar stórum viftum og mörgum sem komu með kassanum, sem dæmi þá myndi ég þurfa að kaupa fleirri viftur í hann til að clocka 6600k? og enn fleirri fyrir 9900k?, Held þegar tímin kemur af þessu ætla ég bara að spyrja einhvern traustan hérna inná vaktini til að setja saman fyrir einhvern aur :). Enn gott að vera undirbúin til að fræða sig betur um.


Gott viðhorf félagi. Ef þú hendir Noctua kælingu í þennan kassa (eins og NH-D15 eða NH-D15S) þá þarftu alls ekki að fjölga viftum í kassanum, hvað þá fyrir 6600k. Sennilega þyrfti að hafa gott flæði fyrir 9900k og 2080 Ti, en fyrir þig í dag er ekki þörf á slíku. Mæli með Noctua kassaviftum líka, ég hef snúið nokkrum AIO aðdáendum yfir í full Noctua þrátt fyrir lita skemað, en þetta eru einfaldlega bestu og endingarmestu vifturnar.

Hér er til dæmis NH-D15 og nokkrar noctua kassaviftur í þínum kassa (af reddit https://www.reddit.com/r/pcmasterrace/c ... design_r6/)
Mynd


Heyrðu ég var að skoða hvaða kælingar ég er með og það blasti strax við mér stórar brúnar viftur og Noctua logo á járninu :). Held ég sé nú safe í að clocka cpu'inn minn svona seinustu 6mánuðina þangað til ég skipti, strákurinn sem setti þetta saman fyrir mig hefur haft vit á að setja saman coolera fyrir 6600k þar sem þetta á að clocka, hef aldrei clockað áður þannig ég ætla að gera smá skoðun á það. EDIT : Þessar Noctua viftur sem þú ert með er NÁKVAMLEGA sama og ég hef. sama munstur stærð og Allt, Enn ég er bara með x2 og 2 stór járn á milli hverjum þeirra í stað þessa svarta sem þú ert með sem er einhverskonar sink fyrir þær? sem stendur NOCTUA á.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peni

Pósturaf Dropi » Lau 16. Mar 2019 16:33

draconis skrifaði:
Dropi skrifaði:
draconis skrifaði:Já held að loftkæling sé málið fyrir mig, Hafði ekki hugmynd að vatnskæling sé svona mikið vesen. Fractal Design Define R6 ATX hljóðeinangraður er með alveg frekar stórum viftum og mörgum sem komu með kassanum, sem dæmi þá myndi ég þurfa að kaupa fleirri viftur í hann til að clocka 6600k? og enn fleirri fyrir 9900k?, Held þegar tímin kemur af þessu ætla ég bara að spyrja einhvern traustan hérna inná vaktini til að setja saman fyrir einhvern aur :). Enn gott að vera undirbúin til að fræða sig betur um.


Gott viðhorf félagi. Ef þú hendir Noctua kælingu í þennan kassa (eins og NH-D15 eða NH-D15S) þá þarftu alls ekki að fjölga viftum í kassanum, hvað þá fyrir 6600k. Sennilega þyrfti að hafa gott flæði fyrir 9900k og 2080 Ti, en fyrir þig í dag er ekki þörf á slíku. Mæli með Noctua kassaviftum líka, ég hef snúið nokkrum AIO aðdáendum yfir í full Noctua þrátt fyrir lita skemað, en þetta eru einfaldlega bestu og endingarmestu vifturnar.

Hér er til dæmis NH-D15 og nokkrar noctua kassaviftur í þínum kassa (af reddit https://www.reddit.com/r/pcmasterrace/c ... design_r6/)


Heyrðu ég var að skoða hvaða kælingar ég er með og það blasti strax við mér stórar brúnar viftur og Noctua logo á járninu :). Held ég sé nú safe í að clocka cpu'inn minn svona seinustu 6mánuðina þangað til ég skipti, strákurinn sem setti þetta saman fyrir mig hefur haft vit á að setja saman coolera fyrir 6600k þar sem þetta á að clocka, hef aldrei clockað áður þannig ég ætla að gera smá skoðun á það. EDIT : Þessar Noctua viftur sem þú ert með er NÁKVAMLEGA sama og ég hef. sama munstur stærð og Allt, Enn ég er bara með x2 og 2 stór járn á milli hverjum þeirra í stað þessa svarta sem þú ert með sem er einhverskonar sink fyrir þær? sem stendur NOCTUA á.


Svona? Þetta er sama kæling, svarta járnið er bara sett ofaná sem skraut. Overclockaðu bara, fylgstu með hitanum og ef hann fer að hækka of mikið gæti þurft að skipta um kælikrem. Þessi kæling fer svo létt með 6600k að þú nærð sennilega aldrei að metta hana.
Mynd


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peni

Pósturaf pepsico » Lau 16. Mar 2019 17:22

Vil benda á tvennt hérna: 1. Tölvutek hefur aldrei verið með góð verð, né góða þjónustu. Af minni reynslu eru þeir eru samt rosalega góðir í að klúðra hlutum, í að setja misvísandi (og stundum ósanna) hluti í auglýsingarnar sínar, í að brjóta visvítandi á lögum, í að reyna að koma sér undan ábyrgð, og í að telja vitlaust. 2. Ódýrið er fyrirbæri sem Tölvutek bjó til, held ég eftir að hafa eignast annað tölvufyrirtæki, sem er nákvæmlega sama batterý á sömu staðsetningu með sömu starfsmönnum með nákvæmlega sömu lélegu þjónustu nema hvað án þess að vera á okurverði Tölvuteks. Ef þú vilt sannarlega viðbjóðslega þjónustu þegar þú lendir í veseni með mörg hundruð þúsund króna búnaðinn þinn endilega verslaðu við Ódýrið/Tölvutek.

Ég er sammála fyrri ræðumanni að Noctua, og þá Noctua NH-D15 akkúrat, eru frábær kaup. Mæli sterklega með henni frá öllum sjónarmiðum en vek athygli á því að það þarf að kanna hvort það er nóg pláss fyrir hana (sérstaklega dýpt) og einnig að hún sé ekki fyrir vinnsluminnis uppsetningunni sem er fyrirhuguð.

Hvað skjákort varðar er það sama með þau og flestan annan búnað að eftir því sem þau verða betri verða þau verra bang for the buck. GTX 1080 Ti, RTX 2070, RTX 2080, og RTX 2080 Ti eru öll stór stökk upp úr 980 Ti korti. Erfitt að segja til um hvert þerra væri bestu kaupin án þess að vita hvað þú ert að nota tölvuna í og hvað þú ætlar að nota hana í í framtíðinni.

Nákvæmlega sama sagan af örgjörvunum með þeim caveat að í leikjaspilun í dag er 9700K með svo til sömu niðurstöður og 9900K. 9900K er meira future-proof en í leikjum í dag ertu að fá að meðaltali 1-3% bætingu í fps fyrir 25% meiri pening. Ekki endilega of góður díll. Þarft að kaupa nýtt móðurborð sem styður nýrri örgjörvana.

Sjálfur myndi ég, ef ég væri að byrja á þínum upphafsstað, kaupa mér i7-9700K, Noctua NH-D15, RTX 2070, 2x8GB 3600MHz vinnsluminni með lágum timings, hvaða Z390 móðurborð sem er sem styður það lág timings á 3600 MHz, og aflgjafa sem dugði fyrir þessu öllu saman ef þinn núverandi er ekki nóg. Sjálfur myndi ég versla það af eðlilegu tölvufyrirtækjunum (þ.e. ekki Tölvutek/Ódýrinu né Tölvulistanum) eftir því hvað væri ódýrast hvar, en þú vilt eflaust kaupa allt á sama stað upp á ábyrgð ef þú getur ekki sinnt bilanagreiningum sjálfur og þá eru @tt og Tölvutækni eflaust bestu kostirnir.




Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peni

Pósturaf Emarki » Lau 16. Mar 2019 18:13

Bara svona til að koma mönnum í skilning um tölvubúðirnar á íslandi.

Att.is er í eigu Tölvulistans.

Ódýrið er í eigu Tölvuteks.

Það eru einungis 3 sjálfstæðar verslanir eftir ennþá( tl og ttek eru að reyna gleypa þetta )

Það er kísildalur, tölvutækni og computer.is.

Ef maður vill styðja við samkeppni á þessu landi á þessum markaði, þá verslar maður við þessa 3 litlu.

Kv. Einar




steiniofur
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Mán 12. Jan 2015 18:15
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peni

Pósturaf steiniofur » Lau 16. Mar 2019 19:25

Emarki skrifaði:Bara svona til að koma mönnum í skilning um tölvubúðirnar á íslandi.

Att.is er í eigu Tölvulistans.

Ódýrið er í eigu Tölvuteks.

Það eru einungis 3 sjálfstæðar verslanir eftir ennþá( tl og ttek eru að reyna gleypa þetta )

Það er kísildalur, tölvutækni og computer.is.

Ef maður vill styðja við samkeppni á þessu landi á þessum markaði, þá verslar maður við þessa 3 litlu.

Kv. Einar


Ég vissi ekki að att væri í eigu TL

er langt síðan það gerðist, eða hef ég bara fylgst svona hræðilega illa með?



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peni

Pósturaf kiddi » Lau 16. Mar 2019 21:31

Ef Noctua litaþemað fer illa í fólk þá er BeQuiet Dark Rock Pro (fæst í computer.is) viftukælingin engu síðri en Noctua NH-D15 og er einmitt eins og nafnið gefur til kynna, svört á litinn :) Ég vil annars taka undir með hinum og segja að Noctua og Dark Rock loftkælingarnar eru í raun hljóðlátari OG kæla betur en AIO vatnskælingarnar sem ég hef prófað, en þær eru Corsair H100, H100v2 og H110. Ég er líka búinn að eiga Noctua NH-D15 og fannst hún æði. Í dag er ég með i9 9900K overclockaðan í 5Ghz undir Dark Rock Pro 4 í einni vél og i7 8700K overclockaðan í 4.8GHz á annarri vél undir Corsair H100v2 og það er engin spurning að Dark Rock er hljóðlátari. Auðvitað er samt ekki samasem merki á milli AIO (all in one) vatnskælinga og alvöru custom vatnskælinga, þessar custom kælingar eru eina leiðin ef menn ætla að ganga á ystu nöf í yfirklukkun.

Og já, reynum að versla við litlu sjálfstæðu fyrirtækin líka ef við viljum betra úrval og betri verð :happy




Höfundur
draconis
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Fös 15. Mar 2019 07:12
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peni

Pósturaf draconis » Lau 16. Mar 2019 21:36

Dropi skrifaði:
draconis skrifaði:
Dropi skrifaði:
draconis skrifaði:Já held að loftkæling sé málið fyrir mig, Hafði ekki hugmynd að vatnskæling sé svona mikið vesen. Fractal Design Define R6 ATX hljóðeinangraður er með alveg frekar stórum viftum og mörgum sem komu með kassanum, sem dæmi þá myndi ég þurfa að kaupa fleirri viftur í hann til að clocka 6600k? og enn fleirri fyrir 9900k?, Held þegar tímin kemur af þessu ætla ég bara að spyrja einhvern traustan hérna inná vaktini til að setja saman fyrir einhvern aur :). Enn gott að vera undirbúin til að fræða sig betur um.


Gott viðhorf félagi. Ef þú hendir Noctua kælingu í þennan kassa (eins og NH-D15 eða NH-D15S) þá þarftu alls ekki að fjölga viftum í kassanum, hvað þá fyrir 6600k. Sennilega þyrfti að hafa gott flæði fyrir 9900k og 2080 Ti, en fyrir þig í dag er ekki þörf á slíku. Mæli með Noctua kassaviftum líka, ég hef snúið nokkrum AIO aðdáendum yfir í full Noctua þrátt fyrir lita skemað, en þetta eru einfaldlega bestu og endingarmestu vifturnar.

Hér er til dæmis NH-D15 og nokkrar noctua kassaviftur í þínum kassa (af reddit https://www.reddit.com/r/pcmasterrace/c ... design_r6/)


Heyrðu ég var að skoða hvaða kælingar ég er með og það blasti strax við mér stórar brúnar viftur og Noctua logo á járninu :). Held ég sé nú safe í að clocka cpu'inn minn svona seinustu 6mánuðina þangað til ég skipti, strákurinn sem setti þetta saman fyrir mig hefur haft vit á að setja saman coolera fyrir 6600k þar sem þetta á að clocka, hef aldrei clockað áður þannig ég ætla að gera smá skoðun á það. EDIT : Þessar Noctua viftur sem þú ert með er NÁKVAMLEGA sama og ég hef. sama munstur stærð og Allt, Enn ég er bara með x2 og 2 stór járn á milli hverjum þeirra í stað þessa svarta sem þú ert með sem er einhverskonar sink fyrir þær? sem stendur NOCTUA á.


Svona? Þetta er sama kæling, svarta járnið er bara sett ofaná sem skraut. Overclockaðu bara, fylgstu með hitanum og ef hann fer að hækka of mikið gæti þurft að skipta um kælikrem. Þessi kæling fer svo létt með 6600k að þú nærð sennilega aldrei að metta hana.
Mynd


Nákvæmlega svona :), Ætla að clocka þetta, Er að fýla öll þessi input, Gott að fræðast svona um þetta, ég verslaði fyrir Tölvutek staðgreitt yfir hálfa miljón 2016 fyrir það sem ég hef ( með skjánum ) sá rosalega eftir því eftir að ég sá að einka aðilar stuttu seinna voru að setja saman tölvur að ganni sínu og auglýsa þær á einhverji fb síðu á Svakalegu verði. þá skildi ég að það er betra að aðeins skoða í kringum sig áður enn maður tekur svona ákvarðanir



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Að endurnýja tölvuna mína eftir nokkra mánuði Vantar Ráð!!Könnun til að sjá hvar er hægt að fá uppfærslur fyrir peni

Pósturaf Dropi » Lau 16. Mar 2019 22:42

Góður, ég mæli með að skoða stór youtube channel þeir eru mjög oft með góð ráð og upplýsingar um hvernig skal overclocka, fylgjast með hita osfrv. Paul's hardware er með gamalt myndband fyrir akkúrat þennan örgjörva. Bitwit, Gamers Nexus, Pauls Hardware, Linus Tech Tips eru allir með mjög gott efni fyrir þetta allt saman.

Ekki gleyma að læra smá viðhald, ef örgjörvinn hitnar mikið þá er það sennilega fan curve eða thermal paste (líklegast). Það er mjög lítið mál að taka kælinguna af, þrífa og setja nýtt krem á og til milljón myndbönd sem útskýra ferlið nákvæmlega.



34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS