Síða 1 af 1

magn hdd á media server

Sent: Fim 01. Nóv 2018 19:12
af Skari
hver er ykkar reynsla sem eru með plex server, hvað getiði verið með marga hdd án þess að það komi vandræði þótt það þurfi td að transcoda efnin?

er með 4 hdd núna ( ssd fyrir stýrikerfið, og 3 stærri sem samanlegt er 9tb ) og langar að bæta við einum í viðbót.

sýnist á speccunum að hver og einn er um 7-8W í normal og 2-2.5A í start.

er með 750W aflgjafa og þetta er vél sem var keypt glæný 2014/2015

þetta er lítill server en max eru svona 2-3 á honum í einu og mögulega transcodea

Re: magn hdd á media server

Sent: Fim 01. Nóv 2018 19:38
af arons4
Fjöldi harðra diska ætti ekki að hafa nein áhrif á transcoding. Í langflestum tilfellum ætti 750W aflgjafi að ráða við alla hörðu diskana sem passa í kassann, og alveg leikandi við 4 diska.

Re: magn hdd á media server

Sent: Fim 01. Nóv 2018 20:03
af Skari
arons4 skrifaði:Fjöldi harðra diska ætti ekki að hafa nein áhrif á transcoding. Í langflestum tilfellum ætti 750W aflgjafi að ráða við alla hörðu diskana sem passa í kassann, og alveg leikandi við 4 diska.


snilld! ég hef þá ekki áhyggjur af þessu

takk

Re: magn hdd á media server

Sent: Fim 01. Nóv 2018 22:29
af andribolla
Ef þú ferð í stillingar inn á plex server
undir Settings og Transcoder
er stilling sem heitir "Transcoder temporary directory"
þar geturu valið hvert serverinn setur skrárnar á meðan hann er að transcoda
er sjálfur með þó nokkra diska í mínum server

Re: magn hdd á media server

Sent: Fim 01. Nóv 2018 23:05
af Sydney
Er að keyra 6 4TB diska í RAID6 ásamt stökum 6TB disk og SSD undir stýrikerfi á 750W aflgjafa og allt virkar eins og smurt. Held að CPU sé mun meiri flöskuháls en diskarnir þegar kemur að transcoding fyrir marka notendur í einu.

Re: magn hdd á media server

Sent: Fös 02. Nóv 2018 02:09
af DJOli
Sydney skrifaði:Er að keyra 6 4TB diska í RAID6 ásamt stökum 6TB disk og SSD undir stýrikerfi á 750W aflgjafa og allt virkar eins og smurt. Held að CPU sé mun meiri flöskuháls en diskarnir þegar kemur að transcoding fyrir marka notendur í einu.

Transcoda af hdd yfir á ssd > færa transcoded efni af ssd > hdd?

Re: magn hdd á media server

Sent: Fös 02. Nóv 2018 08:04
af Skari
andribolla skrifaði:Ef þú ferð í stillingar inn á plex server
undir Settings og Transcoder
er stilling sem heitir "Transcoder temporary directory"
þar geturu valið hvert serverinn setur skrárnar á meðan hann er að transcoda
er sjálfur með þó nokkra diska í mínum server


er það betra, að hafa það frekar á ssd?

Re: magn hdd á media server

Sent: Fös 02. Nóv 2018 11:21
af AntiTrust
CPU og network eru stærstu flöskuhálsarnir þegar kemur að Plex. Þú ert seint að fara að klára IOPS-getu disks með basic videostreymi.

Ef við miðum við 1080p mynd með 10Mbit bitrate (~6.5GB skrá) þá tekur hún ekki nema 1.25MB/s í throughput af disknum - og þú ættir að vera með sustained read uppá 60-100MB/s (480-800Mbit/s).

Þú klárar flesta CPU'a löngu áður en diskarnir verða flöskuhálsinn. Það er ekkert óvitlaust að hafa allt Plex data á SSD, gerir browsing á stórum libraries mikið hraðara og getur hraðað fyrir transcode ferlinu, þótt það skipti oftast ekki máli nema á verulega high-usage Plex vélum.

Re: magn hdd á media server

Sent: Fös 02. Nóv 2018 12:39
af Sydney
DJOli skrifaði:
Sydney skrifaði:Er að keyra 6 4TB diska í RAID6 ásamt stökum 6TB disk og SSD undir stýrikerfi á 750W aflgjafa og allt virkar eins og smurt. Held að CPU sé mun meiri flöskuháls en diskarnir þegar kemur að transcoding fyrir marka notendur í einu.

Transcoda af hdd yfir á ssd > færa transcoded efni af ssd > hdd?

Ekki hugmynd, hef ekkert fiktað í transcode stillingum þar sem þetta hefur alltaf virkað fínt out of the box hjá mér. If it aint broken, don't fix it ;)

Re: magn hdd á media server

Sent: Fös 02. Nóv 2018 15:47
af arons4
Margir sem setja transcode möppuna á ramdisk. Skilst það minnki buffering tíma þegar maður er að spóla á milli staða í myndinni. Það er þó meira maus á Windows en Linux.

Re: magn hdd á media server

Sent: Fös 02. Nóv 2018 16:12
af slapi
arons4 skrifaði:Margir sem setja transcode möppuna á ramdisk. Skilst það minnki buffering tíma þegar maður er að spóla á milli staða í myndinni. Það er þó meira maus á Windows en Linux.


Transcode mappan hefur dottið í 30GB+ þegar mesta traffíken er þannig maður myndi fara varlega í svoleiðis. Henda henni á SSD disk og skipta um hann á 2-3 ára fresti.

Re: magn hdd á media server

Sent: Fös 02. Nóv 2018 17:28
af DJOli
Samsung 1tb ssd eru ennþá á afslætti á Amazon. Myndi nýta mér sparnaðinn áður en Íslenska gengið hrynur.
https://www.amazon.com/Samsung-Inch-Int ... ng+1tb+ssd
Kemur basically út í 28.770kr. Amazon vs 34.900kr ódýrast á Íslandi.