Síða 1 af 1

Hver er munurinn á þessum skjákortum?

Sent: Fim 11. Okt 2018 22:57
af jonfr1900
Ég er að fara að fjárfesta í nýju skjákorti í Nóvember og vil hafa það almennilegt (en samt í því verðlagi sem ég ræð við). Ég fann þessi hérna tvö skjákort sem ég ræð við að kaupa.

Asus GTX1060 Dual - 3GB 8008MHz, 1784MHz Core (verð hjá att.is 38.950) - með fleiri HDMI/Displayports
Asus GTX1050Ti Strix - 4GB 7008MHz, 1506MHz Core (verð hjá att.is 33.950) - Með dual DVI.

Ég er að velta því fyrir mér hver er munurinn. Seinna kortið hefur tvö DVI tengi sem er hentugt þar sem ég vil koma mér upp öðrum skjá síðar við tölvuna.

Takk fyrir svörin og aðstoðina.

Re: Hver er munurinn á þessum skjákortum?

Sent: Fim 11. Okt 2018 23:24
af pepsico
Munurinn felst aðallega í vinnslugetu. Ef við ímyndum okkur að þetta séu tveir mótorar þá getum við sagt að dýrara kortið sé fært um u.þ.b. 100 hestöfl á móti u.þ.b. 60 hestöflum hjá ódýrara kortinu.

Re: Hver er munurinn á þessum skjákortum?

Sent: Fös 12. Okt 2018 00:36
af DJOli
Ég myndi persónulega panta 1060-6gb að utan.
Búðu þér til aðgang á Amazon.com og skoðaðu allavega sjálfur. Þegar þú ert með aðgang með skráðu heimilisfangi þá geturðu fengið upp heildarkostnaðinn, s.s. verð + áætlaður shipping kostnaður + tollur.
Mynd

Samtals kostnaður: 42.883kr.-
Ódýrast hérlendis: 46.900kr.-

Og hérna er kortið:
https://www.amazon.com/EVGA-GeForce-GAM ... x+1060+6gb

Re: Hver er munurinn á þessum skjákortum?

Sent: Fös 12. Okt 2018 09:43
af Klemmi
Kaupa notað GTX 1070 ef þú færð það á 30-35þús kall, engin spurning.

Re: Hver er munurinn á þessum skjákortum?

Sent: Fös 12. Okt 2018 10:12
af Viktor
Notað 1070 eða 980Ti er ennþá mest bang for the buck

http://gpu.userbenchmark.com/

Re: Hver er munurinn á þessum skjákortum?

Sent: Fös 12. Okt 2018 13:59
af Fridrikn
er með notað RX570 ef þú hefur áhuga. það er gigabyte kort, http://gpu.userbenchmark.com/Compare/Nv ... 3646vs3924 aðeins verra en 1060 3g.

Re: Hver er munurinn á þessum skjákortum?

Sent: Fös 12. Okt 2018 20:18
af jonfr1900
DJOli skrifaði:Ég myndi persónulega panta 1060-6gb að utan.
Búðu þér til aðgang á Amazon.com og skoðaðu allavega sjálfur. Þegar þú ert með aðgang með skráðu heimilisfangi þá geturðu fengið upp heildarkostnaðinn, s.s. verð + áætlaður shipping kostnaður + tollur.
Mynd

Samtals kostnaður: 42.883kr.-
Ódýrast hérlendis: 46.900kr.-

Og hérna er kortið:
https://www.amazon.com/EVGA-GeForce-GAM ... x+1060+6gb


Ég er með aðgang að Amazon (í meira en áratug). Vissi ekki að hægt væri að kaupa þessi kort frá Bandaríkjunum til Íslands. Þar sem það var einu sinni ekki hægt að versla þennan búnað þaðan. Ég set þetta í innkaupakörfuna hjá mér.

Re: Hver er munurinn á þessum skjákortum?

Sent: Fös 12. Okt 2018 20:35
af DJOli
jonfr1900 skrifaði:
DJOli skrifaði:*Innlegg*


Ég er með aðgang að Amazon (í meira en áratug). Vissi ekki að hægt væri að kaupa þessi kort frá Bandaríkjunum til Íslands. Þar sem það var einu sinni ekki hægt að versla þennan búnað þaðan. Ég set þetta í innkaupakörfuna hjá mér.


Það er nefnilega málið, maður getur ekki pantað hvað sem er frá Amazon vegna þess að ekki allir seljendur samþykkja að senda hingað. En það er hægt að finna mjög margt sem hugann girnist, og oftast finnst einhver sála sem er til í að senda til staða eins og Húnavatnssýslu osfv :lol: