Síða 1 af 1

Hjálp með tölvuskjá.

Sent: Mán 16. Júl 2018 22:46
af C3PO
Sælir vaktarar

Er að skoða 1440p tölvuskjá, 27".
Er að skoða eftirfarandi skjái:
https://www.tolvutek.is/vara/acer-xb271hu-27-ips-qhd-16-9-165hz-g-sync-skjar-svartur

https://elko.is/acer-27-wqhd-skjar-144hz-g-sy-ac27xb271hubm

Ég get ekki sé annað en að eini munurinn sé að þessu í Elko er 144Hz og þessi í Tölvutek 165Hz.
Er það ekki rétt hjá mér?? Er þetta ekki eini munurinn.

Langar að fara að uppfæra. Einhver með hugmynd eða góða reynslu. Væri vel þegin. :happy

Kv D

Re: Hjálp með tölvuskjá.

Sent: Mán 16. Júl 2018 23:45
af olihar
Er þetta ekki nákvæmlega sami skjárinn?

144hz (165hz OC)

Re: Hjálp með tölvuskjá.

Sent: Þri 17. Júl 2018 00:01
af C3PO
olihar skrifaði:Er þetta ekki nákvæmlega sami skjárinn?

144hz (165hz OC)


Èg sè ekki annað.

Re: Hjálp með tölvuskjá.

Sent: Þri 17. Júl 2018 07:21
af Njall_L
Þetta er í raun sami skjárinn en sá sem er hjá Tölvutek er með Tobii Eye Tracking module aukalega sem leyfir þér að stjórna skjánum með því að horfa á mismunandi staði á honum. Prófaði þetta í Tölvutek þegar þessi skjár kom fyrst og það kom mér merkilega á óvart hvað trackerinn er nákvæmur og í raun eitthvað sem maður sæi fyrir sér að nota en er ekki bara gimmick. Mæli allavega með að skoða hann í Tölvutek áður en þú tekur endanlega ákvörðun.

Getur líka séð smá umfjöllun um þetta frá Tobii hérna: https://www.youtube.com/watch?v=Eu6GkO1CkRM